Vikan

Tölublað

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 46

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 46
UNDRAPUÐINN sem festir tanngóminn, dregur úr eymslum, límist viS góminn, þarf ekki aS skipta daglega SNUG er sérstaklega mjúkur plast- ic-púði, sem sýgur góminn fastan, þannig að þér getið talað, borðað og hlegið án taugaóstyrks. SNUG er ætlað bæði efri- og neðrigóm. Þér getið auðveldlega sjálf settpúð- ann á, hann situr fastur og hreins- ast um leið og tennurnar. — SNUG er skaðlaus tannholdi og gómnum. Endist lengi og þarf ekki að skipta daglega. Snug Heildsölu- birgðir: J. 0. MÖLLER & CO., Kirkjuhvoli, Simi 1G845. V mMmmhimm LAUGAVEGI 59..s|mi 18478 sér. Móðir mín talað blíðlega við litla drenginn. Hún sagði eitt- hvað á þessa leið: — Sjáðu til, barnið mitt, ég er orðin syni mínum byrði. Hann er neyddur til að berja mig. Ég get ekki hjálpað honum, þótt ég lifði áfram. Ég sé það . .. Svo við skulum koma, anginn minn litli. Við skulum fara til betra stað- ar. Varir drengsins voru sollnar og blárauðar, en hann talaði skýrt og greinilega. — Hvar er silfurfiðrildið? spurði hann. — Komdu með mér, sagði móð- ir mín. — Við skulum fara nið- ur að fljótinu. Þar eru mörg fiðr- ildi. Þau safnast þar saman til að fá sér að drekka, og þau eru lifandi, regluleg fiðrildi. Konan mín horfði á móður mína leiða barnið burt með sér. Hún veitti þeim eftirför í rökkr- inu alla leið niður á fljótsbakk- ann. Móðir mín tók litla dreng- inn í fang sér, og hann hallaði sér upp að brjósti hennar og hvíldi höfuðið við öxl hennar. Hún óð með hann út í lognkyrrt vatnið. Það var blæjalogn þetta kvöld, engin minnsta gára á fljót- inu. Konan mín hafði gætur á þeim, þar sem hún stóð bak við pílviðartré. Móðir mín óð út í vatnið, þar til það luktist yfir höfðum beggja, hennar og barns- ins, og hún hörfaði ekki til baka. Þetta var endirinn. — Og konan þín? spurði ég. — Hún gerði ekkert? Röddin svaraði: — Konan mín er góðhjörtuð. Hún gerði ekki neitt. Þessu sinni varð löng þögn. Hver gat sagt nokkuð? Samt hlaut þögnin einnig að taka enda, annars yrði hún ó- bærileg. — Hvað um brúna? spurði ég. Aftur heyrðist röddin, og mér til undrunar var hún gerbreytt, þótt hún kæmi frá sama brjósti. Allt í einu var hún róleg og kyrr. — Brúin er fullgerð. Hún er sterk og mjög breið líkt ogbrýrn- ar ykkar í Ameríku. Það eru fjórar brautir eftir henni, tvær í suður, tvær til norðurs, svo að flutningstæki og fólk geta farið yfir hana í tvær áttir samtímis. — Sumar brýr hjá okkur hafa sex brautir, sagði ég. Röddin svaraði um hæl: — Ég hef heyrt að það ætti líka að bæta tveimur við á brúnni okk- ar. — Það er merkilegt, sagði ég, — einkum þegar um svo breitt fljót er að ræða. Hjá okkur er ekkert fljót svo straumhart og breitt. Þið hljótið að vera mjög stoltir af þessari brú? Röddin svaraði djarflega: — Ó-jó. Við erum stoltir — það er að segja yfir brúnni. En ... Röddin þagnaði. Aftur smeygði þögnin sér milli okkar, í þetta sinn órjúfanleg. Því að nú var hann farinn — til að fela sig í einhverri leyndri kytru fyrir flóttamenn þarna í borginni ell- egar snúa aftur til þess staðar sem hann var flúinn frá. Hver veit? Arnheiður Sigurðardóttir þýddi. EruS þíö glöff og hress?___________ Framhald af bls. 40. ir verið reynt á skurðstofum, með góðum árangri. Svart er litur dauðans. Hann er litur sorgar og óhamingju. En það er líka athyglisvert að í af- skekktum héruðum Indlands er svarti liturinn hafður í háveg- um. Þar eru guðamyndirnar svartar, en djöfullinn hvítur. Hvítt er tákn sakleysis og hreinleika. Sorgarfatnaður Kín- verja hefir frá alda öðli verið hvítur. Grátt er litur dapurleikans og hversdagsleikans, hann er líka litur óttans. Bruðlaðu með liti, — en réttu litina! Lærið af reynslunni! Litir geta, — það er sýnilegt, gert mann glaðari, betri og duglegri, bæði í gráum hversdagsleikanum á vinnustað og á rólegu stundunum eftir annir dagsins. Litir geta líka brugðið birtu yfir ástríðu- fullt stefnumót kvöldsins ... Peysa Framhald af bls. 22. Bakstykki: Fitjið upp 74—78— 82 1. á prj. nr. 3% og prj. stuðla- prjón, 1 1. sl. og 1 1. br. 4 sm. Takið þá prj. nr. 4V2 og prj. sléttprjón. Aukið út I 1 1. báðum megin, með 11 sm. millibili, 2 sinum. Þegar stk. mælir um 40 sm., er fellt af fyrir skáermum, (Raglan) þannig 3 1. sl„ 2 1. prj. saman, prj. þar til 5 1. eru eftir á prjóninum, 1 1. tekin óprj., 1 1. sl. og óprj. I. síðan steypt yfir þá prjónuðu, 3 1. sl. Endurtakið síðan þessar úrtökur í 4,-—3.—¦ 2. hv. umf., 4 sinnum, og síðan á öðrum hvorum prj., 21—24------27 sinnum. Þegar stykk- ið mælir um 65—66—67 sm., eru lykkjurnar, sem eftir eru, felldar af í einu lagi. Framstylcki: Fitjiö upp og prj. stuðlaprjón eins og á bakstykkinu. Takið þá prj. nr. 4a/z og prj. munst- ur. Aukið út 1 1. báðum megin, með 11 sm. millibili, 2 sinnum. Þegar stykkið mælir um 40 sm., er fellt af fyrir skáermum eins og í bakstykkinu. Þegar stk. mælir 55—56—57 sm., eru felldar af 8 miólykkjurnar fyrir hálsliningu og önnur hliðin prj. fyrst. Fellið af hálsmálsmegin 4X2 1. og 2x1 1. Ermar: Fitjið upp 38—38—42 1. á prj. nr. 3%, og prj. stuðlaprjón, 5 sm. Takið þá prj. nr. 4% og prj. sléttprj. Aukið út 1 1. á undirerm- inni með 3ja—2,5—2,5 sm. milli- bili, 11—13—13 sinnum. Þegar ermin mælir 42 sm., er fellt af fyrir skáerminni 1 1. hvorum meg- in fyrir innan 3 jaðarlafckjurnar á 4. hv. prjóni, 8—7—6 slnnujai p,g síðan á Öðrum hv. prjóni, 15—18 —21 sinnum. Þeg£r ermjn mælist 69—70—71 sm., em lykkjurnar, sem eftir eru, felldar af í einu lagi. Pr.iónið aðra ermi eins. Leggið stykkin á þykkt stykki, mælið form þeirra út með titu- prjónum, leggið rakan klút yfir og látið þorna. Saumið hliðar- og ermasauma saman með þynntum garnþræðin- um og aftursting. Saumið ermarn- ar I handvegina á sama hátt, en skil.iið eftir ósaumað efst vinstra megin. Takið nú upp I hálsmálið á prj. nr. 3% um 79 1. með jöfnu milli- HLUU LIUUU LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búð bili. Prj. stuðlaprjón, um 2% sm. Fellið af fremur laust og prj. um leið sl. 1. sl. og br. 1. br. Saumið saman það, sem ósaumað var af ermasaumnum og stuðlaprjónið. A draugaslóffum Framhald af bls. 25. sterka, en þar er hann sagður hafa haft aðsetur. En víkjum nú að ferðalaginu. Eftir að hafa ekið norður Biskupstungnaafrétt og notið fegurðar vesturfjallanna um hríð, komum við á Bláfellsháls. Þaðan er víðsýnt með afbrigð- um. Við stöldruðum á hálsinum dágóða stund og hlýddum á far- arstjóra okkar, Hauk Bjarnason, kynna okkur fjöll og annað landslag. Af Bláfellshálsi sér norður yfir Hvítá og til Hvítár- vatns. Blasir þá Langjökull við í norðvestri, en út frá honum í vestur sjást: Leggiabrjótur, Baldheiði og Skútar. Lengra í 46 VIKAN 40. tW,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.