Vikan

Tölublað

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 47

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 47
norður sézt Hrútafell, sem er svo fagurt, þar sem það hvílir snæ- krýnt og virðulegt, að vér flat- lendisbúar föllum í stafi sakir hrifningar. í norðaustri sést Hofsjökull en Kerlingarfjöll taer á milli. Þar er margur mikilúð- ugur tindur og margt hrollvekj- andi örnefna eins og Djöflafell og Skrattakollur, en mest ber þó á Mæni og Snækolli, enda eru þau fjöll með fönnum árlangt. Þarna á Bláfellshálsi er heljar- mikil varða sem heitir Beina- kerling, en það er siður ferða- manna að kasta á hana steini sér til heilla. Kerlingin situr vestan vegarins og hún á sér lítið leynd- armál, sem ég bláókunnugur maðurinn, var ekkert að hnýsast í. Þannig er mál meS vexti, að hún á tvær litlar dætur, sem sitja austan við veginn. Þetta eru prúðar smávörður, og barngóðir ferðalangar skenkja þeim stein- völu eins og móðurinni. Á Bláfellshálsi er beinasnót, bíður við fellsins rætur, eftir því að eignast grjót, eða fleiri dætur. Bezt er að koma á Bláfellsháls um nætur. Af hálsinum var ekið norður að Hvítá, en þar er merkileg brú. Við fórum niður með ársprænu, sem er kölluð Skálpa og er ein af þeim smáám, sem í Hvítá renna. Hvítárbrúin var áður yfir Sogið. Hvernig, sem á því stend- ur, var hún flutt þaðan fyrir nokkrum árum. Líklegast hefur hún þótt of lítil yfir sjálft Sogið eða þá að hún hefur verið orð- in leið á mýbitinu. En nú er hún sem sagt orðin að Hvítárbrú og það má aðeins fara yfir hana með 6.000.000 grömm í einu. Til öryggis fórum við úr bílnum og gengum yfir hana. Þetta var dá- samlegur göngutúr og brúin titr- aði dálítið kvenlega undan þyngd eins manns. En bíllinn skreið á maganum á eftir okkur til að reka sig ekki upp í bitana á þess- ari gömlu vingjarnlegu brú. í ferðamannahópnum var fólk á öllum aldri, eins og tekið er fram í auglýsingum Ferðafélags- ins. Þar á meðal þrír Bretar ung- ir og tveir Þjóðverjar á þrítugs- aldri. Auk þess var þarna sýnis- horn af dönsku kvenþjóðinni, í- klætt íslenzkri lopapeysu að degi til. En svo voru það synir og dætur íslands sem voru aðal uppistöðurnar í hópnum. Þegar leiðangurinn var kominn norð- arlega á Hvítársand, stóð einn Bretinn upp og skaut nokkrum vel völdum orðum í gegn um tóbaksreykinn, með þeim afleið- ingum að bíllinn stöðvaðist. Bret- inn ungi steig út og fékk far- angur sinn ofan af bílþakinu. Þá varð okkur ljóst að pilturinn ætl- aði að verða eftir á sandinum, og varð uppi fótur og fit, því allir vildu veita honum blessun sína. Þegar við höfðum krossað hann í bak og fyrir lögðum við yfir hann hendur og hrópuðum gúddbæ. Leit hann þá til Lang- jökuls og hélt vestur sand í átt að Hvítárnesi. Þótt pilturinn væri vel út búinn með nesti og gamla hermannaklossa, henti hann það óhapp að gleyma landabréfi sínu og dægurbók- menntun í bílnum. Þar var um að ræða bók sem heitir „Hið hrjúfa kyn". Sú hefði getað kom- ið sér vel í einverunni. Þegar við ókum af stað sáum við hvar hann stóð teinréttur með brezka einbeitni í augum, horfandi í vestur. Það var tekið að kvölda þegar við ókum norður Kjalhraun og Kjalfellið við suðurjaðar þess sýndist ærið dökkt. í hrauninu, spölkorn norðan fellsins, þar sem þjóðbrautin forna lá um aldir, er einhversstaðar lítill hóll. Fyr- ir 185 árum urðu þar úti bræð- urnir frá Reynisstað í Skagafirði. Þeir fóru haustið 1780 suður á land til fjárkaupa. 1 þessari för voru Bjarni Halldórsson frá Reyisstað, tvítugur að aldri, og heljarmennið Jón Austmann. Þeir fóru víða á Suðurlandi um sumarið, en er leið á haustið sendi Halldór klausturhaldari á Reynisstað tvo menn suður Kjöl til aðstoðar þeim Jóni. Annar þeirra var Einar litli Halldórs- son bróðir Bjarna, aðeins ellefu ára gamall. Drengurinn baðst undan að vera sendur í f ör þessa, en þeirri bón var neitað, og þá skipti hann leikföngunum sínum á milli hinna barnanna á bæn- um, því honum sagði svo hugur um, að hann ætti ekki aftur- kvæmt í Skagafjörð. Það hefur verið sorgbitinn drengur, sem fór suður Kjöl til fundar við bróður sinn, sem hann vissi feig- an, og skapofsamanninn Jón Austmann. Fátt segir af fundi þeirra félaga sunnan fjalla, en hitt er víst, að þeir lögðu norð- ur Kjöl í tvísýnu veðri ásamt fylgdarmanni. Síðan spurðizt ekkert til þeirra á lífi, en svipir Jóns og Bjarna sáust norður á Reynistað. Vorið eftir fannst tjald þeirra félaga og voru í því fjögur lík. Þegar færa skyldi lík- in norður til greftrunar, fundust aðeins tvö þeirra, en lík bræðr- anna voru horfin með öllu. Það er haldið að hraustmennið Jón Austmann hafi reynt að brjótast norður heiðar, því hestur hans fannst skorinn á háls norður á Auðkúluheiði, og mannshönd með vettlingi, merktum Jóni, fannst í Blöndugili. Mikinn ó- hug setti að mönnum við atburði þessa, einkum þess, að hvarf bræðranna varð eigi skýrt með öðru en líkráni. Það var ekki fyrr en mannsaldri síðar, að bein tveggja manna fundust spölkorn frá tjaldstæði þeirra félaganna, og voru það talin bein bræðr- anna. Þau voru hulin grjóti að mestu. Gátan leystist aldrei, en ^ange'dsin* APPELSÍN SÍTRÖN LIME Svalandi - ómissandi á hverju heimili 5&KJÍe^| það ber stundum við, þegar líða tekur að vetrarnóttum, að ferða- maður á Kili sér bregða fyrir tveim skuggum á tjaldi sínu, og er annar minni en hinn. Margir kenna um skýjafari, en aðrir telja þar á ferð friðlausa svipi Reynisstaðabræðra á reiki um grátt og eyðilegt hraunið, minn- andi á, að seint fyrnast níðings- verk svo að gleymist. Við sátum hljóð síðasta spölinn að Hvera- völlum. Ég veit ekki hvort sam- ferðafólk mitt hugsaði til liðinna atburða, en hafi þau ekki gert það, hafa þau fundið til ein- hverra þeirra áhrifa, að þau setti hljóð. Eða var það aðeins þreyt- an sem læddi þögninni til okk- ar? Kvöldið í skála Ferðafélagsins á Hveravöllum er óvenjulegt kvöld. Þegar við komum þangað og höfðum sprett af bílnum og látið hann í nátthaga gengum við og svipuðumst um á hverasvæð- inu fræga. Hverasvæðið er lág bunga vestan skálans. Þar vell- ur sjóðandi vatnið upp úr fjölda mörgum holum, en á hábung- unni eru hverirnir stórir og ólík- ir. Ber þar mest á fimm hver- um. Það eru þeir Bláhver og Grænihver, Fagrihver, Öskur- hólshver og Eyvindarhver. Þrír þeir fyrstnefndu eru vatnsfyllt- ar breðar og djúpar skálar, þar sem vatnið iðar í kring um suðu- markið. Það er sagt að sama vatn sé í Bláhver og Grænahver, þótt litur þeirra sé harla ólíkur. Þessu til sönnunar er sagt, að hundur nokkur hafi orðið fyrir þeirra Ö- gæfu að detta í Grænahver og sökkva þar, en lungun flutu upp í Bláhver og sannaðist þar, að margvísleg eru örlög Húnvetn- inga. Öskurhólshver er kísilþúfa sem þeytir frá sér gufustrók með ónotalegu hvæsi. Þá er að ,nefna Eyvindarhver, sem heitir eftir Fjalla-Eyvindi Jónssyni. Þessi hver virðist vera af svipaðri gerð og Bláhver, en er fylltur með grjóti, því þarna sauð Eyvi þýfi sitt og hefur grynnkað hverinn sér til hagræðis, og þar vellur sjóðandi vatnið upp milli hnull- unganna. Fagrihver er sá hver, þar sem vatnið er tærast. Sagt er, að í morgunsól bregði þar fyrir öllum þeim litum, sem mannsaugað fær skynjað. í þög- ulli hrifningu horfðum við á hvernig hverirnir brostu framan í myndavélarnar og brezku strákarnir tóku ofan til öryggis, þegar þeir komu að Öskurhóls- hver. Fyrir suðvestan hvera- svæðið, skammt frá Eyvindar- hver, eru rústir Eyvindarkofa. Kofarnir hafa raunar aðeins ver- ið hraungjótur, sem útilegumað- urinn hefur reft yfir. Rústirnar munu vera frá árunum 1772—3. Hukur Bjarnason vísaði okkur á staðinn, og ef Eyvindur hefur verið jafn hár maður og Haukur, hefur verið þröngt um kallinn, þ.e.a.s. ef hann hefur sofið með VIKAN 40. tM. 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.