Vikan

Eksemplar

Vikan - 07.10.1965, Side 48

Vikan - 07.10.1965, Side 48
UNGFRÚ YNDISFRÍÐ býður ySur hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ÖRKIN HANS NOA? 1-aS cr alltaf saml lclkitrton í bennl Vna- isfríð okkar. Ilim hcfur faliS örkina hans M6a efnhvers staÆar f hfaðinu og heitir göðum verölaunum handa heini, sem getur íumliö örkina. VcrSlaunin eru stór kon- fektkassi, fullur af hezta konfekti. og framieföandlnn er auSvitaS SielgœtisgcrS- in Nöl. Náfn ílcimili örkln er & bls. SíSast er dre'gið var hlaut verðlaunin: Inga Björnsdóttir, Vinninganna má vitja í skrifstofu Tómasarhaga 21. vikunnar. 40. tbl. Höllu sína til fóta. Eftir þenn- an litla, undurgeðfellda göngu- túr, ásamt tilheyrand fornleifa- rannsóknum, var setzt að kaffi- drykkju í skálanum, sem er vist- legur og hlýr, því hann er hit- aður upp með hveravatni. Ferða- félag íslands flutti skálann upp á HveraveHi árið 1932. Hann var áður verkstjóraskúr við Sogið, og þar hafa margar örlagaríkar skipanir verið gefnar. T.d. hefur einhver verkstjórinn ef'til vill sagt: „Strákar mínir, viljið þið ekki skreppa út, og byggja eina Sogsvirkjun". — Þegar líða tók á miðnætti, gerast þeir atbuðir, sem ég held að fáir gleymi, er sáu. Það var ekki draugagang- ur né náttúruhamfarir, heldur enfaldlega lítil matargerð, fram- in á íslandi miðju við miðnæt- ursólarskin, sem ameríkani myndi borga 60 dollara fyrir að sjá. Hvernig getur ein soðning á kjöti orðið ógleymanleg? Það gerðist þannig, að Haukur stóð upp, tók staf og snaerisspotta. Að svo búnu dró hann fram kjötpoka með útilegumanna- hangikjöti (það var kjötlaust í Reykjavík, þegar þessir atburð- ir gerðust, og ég hugsaði með þakklæti til Þorbjarnar í Borg, þegar ég sá pokann). Með þenn- an útbúnað var haldið að Ey- vindarhver. Stafnum var potað í rifu á móður jörð, unz hann íestist, og pokinn síðan bundinn við hann með snærinu. Þá var pokinn látinn í Eyvindarhver, sem tók óðum að breytast í hangikjötssoð. Það er lítið um eldhúsklukkur á Hveravöllum, svo við tókum tímann á arm- bandsúr. Haukur sagði okkur, að hann væri vanur að feta í fót- spor Fj alla-Eyvindar á þennan hátt. Hafðu þökk, Haukur. Það er bæði snjallt og þjóðlegt. Það hvarflaði að mér, að frú Halla, kona Eyvindar heitins, hafi ekki tekið tímann á armbandsúr, og ég hef aldrei séð jafn fábreyti- lega eldhúsinnréttingu og við Eyvindarhver. Meðan kjötið var að sjóða, rifjuðum við upp sög- una um Magnús sálarháska, sem eitt sinn hugðist leggjast út á Hveravöllum. Magnús stal lambi, golsóttu, og ætlaði að sjóða það í Eyvindarhver. Hann hefur lík- legast verið fátækur af kjötpok- um og snæri, því hann tapaði allri soðningunni nema lungun- um. Af þeim dró hann fram líf- ið í viku, en næstu viku lifði hann á munnvatni sínu. Þriðju vikuna lifði hann á guðsblessun einni saman, og það er haft eftir honum, að það væri langversta vikan. Það er ógleymanlegt, að sitja í Hveravallaskálanum á miðnætti, og læsa ungum og ó- fölskum tönnum í nýsoðið hangi- kjöt og finna hvernig bráðin fit- an rennur niður munnvikin — já, það getur meira að segja æst upp í manni villidýrið. Abraham Sveinsson, sem var hengdur í klettaskoru hérna fyr- ir sunnan skálann, er líklegast kominn á kreik um miðnættið. Þessi tvöhundruð ára draugur hefur séð ferðamenn koma og fara, og sumir hverjir af þeim hafa séð hann. Af gamalli reynslu veit þessi uppáhalds- draugur sunnan- og norðan- manna, að bráðum slokknar ljós- ið í glugga Hveravallaskálans og þreyttir ferðamenn leggjast til hvílu. Á Kili hafa margir lokið erfiðum regi og sumir ævinni. Abraham flæktist hingað frá Vestfjörðum með Fjalla-Eyvindi, og þrátt fyrir hina landsfrægu seiglu Vestfirðinga, endaði hann ævi sína í hrosshársreipi. En nú er svo komið, að margur ferða- maðurinn fer fram hjá Hvera- völlum á hraðri ferð sinni. Vissu- lega er það í samræmi við annað á öld duglegra bíla og langra vega... Akandi koma Suðurlands af svæðum sönglandi ferðamenn um ó- byggð þvera og gefa skít í græna velli hvera. Gufukennt land með nóg af bílastæðum. Hafa þeir ekki séð í fornum. fræðum frásögn um þá er áttu þarna. heima og enn um staðinn afturgengn- ir sveima með ömurlega reynslu af heimsins gæðum. Landshornamaður, líttu við hjá þeim, þótt líði á meðan stuttur sól- arhringur. Haltu svo burtu einhvern ann- an dag. Dynur í eyrum er þú kemur heim Oskurhólshver, sem hrjúfum rómi syngur örlagastef við óbygðanna lag:. Á sumarmorgni þegar hvergi sést skýhnotta á himni, og undr- andi hitamælar sýna plús 23 °' á Celsíus, er ógaman að skilja við Hveravelli, en þegar konur höfðu lokið morgunsnyrtingu (þær eru oft úfnar eftir nótt- ina), héldum við þaðan og lögð- um leið okkar suður Dúfunefs- skeið, en það er sandflæmi S-A Hveravalla. Skeiðið heitir eftir Þóri taónda dúfunef á Flugumýri í Skagafirði. Einhverju sinni hitti Dúfunefur landshornamann þarna á Skeiðinni. Sá var kall- aður Örn og vildi hann reyna hest sinn við Flugu, reiðhest Þór- is. Skagfirðingurinn Þórir hefur líklegast verið að gorta af mer- inni, en svo fór að lokum, að þeir reyndu hestana. Þegar Örn var kominn hálfa leið, mæitti hann Þóri er þá var á bakaleið, og varð svo mikið um, eftir því sem sagan segir, að hann týndi sjálfum sér undir Amarfelli. VUCAN 40. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.