Vikan

Tölublað

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 49

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 49
Mikil er snilld sögunnar, aS kom- ast svo hæversklega aS orði, að einhver týni sjálfum sér, þegar hann ferst. En nú á dögum týna menn sjálfum sér, og eru þó bráðlifandi. Þar sem Kjalvegur er hæst yf- ir sjó heitir Geirsalda. Örnefnið er nýtt og er til heiðurs Geir Zöega fyrrum forseta Ferðafé- lagsins. Þar hefur Ferðafélagið reist honum minnisvarða og enn- fremur er þar sólúr, hin feg- ursta smíð. Geirsalda er mel- bunga, þar sem jökullinn hefur skilið eftir stór björg á strjálingi. Þar er eyðilegt mjög um að litast og mannvirkin stinga annarlega í stúf við umhverfið. Ekki minn- ist ég þess, að hafa séð fegurri fjallasýn heldur en á öldunni. Þaðan sér allt norður á Strandir og til Eyjafjarðarfjalla þegar vel viðrar. Það er líkt og einskonar gleði fari um menn við að líta land sitt svo víðáttumikið og fagurt. Það er ef til vill þetta, sem menn kalla frelsi öræfanna, en ég er viss um aS þessi til- finning er ekki sprottin af út- sýninni einni saman, vegna þess, að ég hef aldrei fundið til öræfa- frelsis á jafn víðsýnum stað og Grillinu á Hótel Sögu, heldur mun þessi tilfinning sprottin af þeim hlutum sem enginn maður hefur breytt. íslenzkar útilegumannabyggð- ir hafa löngum þótt fýsilegar til fróðleiks. Ein slík er í Kerlingar- fjöllum. Þangað fórum við á heimleiðinni um fagra leið sem liggur yfir Jökulfallið er renn- ur úr Hofsjökli vestanverðum. Ég tók eftir því, að foss einn, sem ekið er hjá, og heitir Gígja- foss, myndast af tveim ám. Þær renna samhliða, þetta skítuga jökulfljót og lítil bergvatnsá og mætast í fossinum. Það fer lítið fyrir bergvatnsánni þegar niður er komið og svona er það ætíS; hreinleikinn víkur fyrir því sem óhreint er. í dal einum í Kerl- ingafjöllum, sem er útilegu- mannadalur eins og þjóSsögur greina frá meS grænum hlíSum og sléttum völlum, er búsældar- legt um aS lítast. Tveir skálar veglegir, og náShús á árbakkan- um, setja höfSingsblæ á staSinn. Austan þessa dals rís fjallið Snæ kollur og þangað lögðum við leið okkar til þess eins að komast í snertingu við snjó á sumardegi. — 1 Kerlingarf jöllum er nú starf- ræktur skíðaskóli af framtaks- sömum ungum mínnum, og enn er þetta lítil stofnun. En þegar fram líða stundir geri ég ráð fyrir að þarna verði haldnir Vetrarolympíuleikar. Þá verður mikið um dýrðir í útilegumanna- byggðum. Þá geta útlendingar setið með kokteilglasið sitt í hlíð- um Snækolls og horft vestur að Langjökli, því Langjökull er frægur um heim allan, síðan Lyndon B. Johnson Bandaríkja- forseti fékk ísmola úr honum :W w IML, © vandinn leystur RAÐSÓFI húsgagnaarkitekt SVEINN KJARVAL nú ervandalaust að raða i stofuna svo vel fari — þessi glæsilegu raðhusgögn bjóða ótal möguleika; þér getið skipt með þeim stofunni.sett þau i horn eða raðao áhvern þann hátt sem bezt hentar fást aðeins hjá okkur HUSGAGNAVERZLUN ÁRIMA JDNSSDMAR laugavegi 70 simi 16468 þegar hann var að hugsa út að- stoð Bandaríkjanna við Víetnam, og ég myndi ráðleggja sem fæst- um að éta mikið af Langjökli. Skáli Ferðafélagsins í Kerlingar- fjöllum er nýstækkaður og engu óvistlegri en Hveravallaskálinn. Við dvöldum þar dágóða stund yfir lútsterku kaffi og ég sá fyr- ir mér í huganum blaktandi flögg og stássbúna áhorfendur hinna miklu Vetrarolympíuleika, sem verða ef til vill aldrei haldn- ir á þessum stað. Það er ólíkt að vera á leið heim og að heiman. Það er eins og heimleiðin sé ætíð styttri, ekki sízt ef farið er um sama veg. Maður lítur út um glugga bílsins, og hugsar: Hér hef ég komið áður. En í þessu tilfelli var annað uppi á teningnum, því við gerðum krók á leið okkar og ókum niður í Hvítárnes, sem er heimkynni einhvers kynlegasta draugs, sem enn er við lýði. Mörg dæmi eru um það, að draugar (einkum kvendraugar) haldi hluta af sinni mannlegu náttúru, samanber Miklabæjar-Sólveigu. En þó mun Hvítúrnesdraugur- inn taka henni langt fram í þessu efni, því hún er bæði vergjörn og afbrýðisöm. í Hvítárnesi var mikil byggð til forna, meðal ann- ars átti að hafa staðið þar býlið Stóra-Borg. Það er hugsanlegt, að Hvítárnesdraugurinn sé frá þeim tíma, og , er því helzt til sönnunar, að henni er illa við Dani, en með því að bæjarrúst- ir í Hvítárnesi eru lélegar orðnar, hefur hún flutt sig inn í skála Ferðafélagsins og tekið ástfóstri við eina lokrekkju þar. Það eru margir til frásagnar um það, að engum Dana og sízt dönskum konum, verði vært í þeirri hvílu. Einnig er sagt frá því, að þegar brezkir hermenn dvöldu í Hvít- úrnesi á stríðsárunum, hafi þeir séð konu ganga heim að skálan- um. Hugðu þeir gott til næturinn- ar og gengu til móts viS hana, en þegar til kom, var hún horf- in. Þetta endurtók sig þrisvar sinnum og urSu þeir þá svo hræddir, aS þeir flýSu úr skál- anum. Af þessu má sjá, aS forn- eskjan er svo römm, aS þegar menn verða hræddir við draug, hætta þeir að treysta á byssuna. ViS, sem höfum sett þessar glefsur saman í máli og myndum, gerum okkur Ijóst, aS Kjalvegi verSur ekki svo lýst íeinu grein- arkorni, eSa þeim atburSum er við hann eru tengdir, að vel sé. En ef þetta verk okkar getur orðið til þess, að þig fýsi á fjöll, eða hafir orðið nokkurs vísari, þá er tilgangi okkar náð. Níels Óskarsson, Steindór Guðmundsson. VIKAN *». tbL 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.