Vikan

Issue

Vikan - 14.10.1965, Page 40

Vikan - 14.10.1965, Page 40
Er næturkrem sem allar konur hafa beðið eftir. Hefur alla eiginleika sem krafizt er af fyrsta flokks næturkremi. Mýkir húðina og minnkar hrukkur og drætti. Gerir húðina matta og er ósýnilegt eftir að það er borið á hörundið. Gefur yndislega ferskan og frískandi ilm. Smitar ekki og kemur ekki í veg fyrir að þér kyssið barnið yðar góða nótt. Er næturkrem sem eigin- menn mæla með. jfAN^ASTGR Nú er ég orðinn meistari. Sonur, ég get elskað allt, ég þarf jafn- vel ekki lengur að hugsa um það. Ég sé stræti fullt af fólki og það kviknar í mér eitthvert dásam- legt ljós. Ég horfi á fugl á himn- inum, eða ég mæti förumanni á veginum. Allt, sonur minn. Og hvern sem er. Allt framandi og allt elskað! Skilurðu, hvað vís- indi eins og mín geta þýtt? Drengurinn var stífur og hend- ur hans krepptust fast um bbrð- brúnina. Að lokum spurði hann: — Fannstu nokkum tíma kon- una? — Hvað? Hvað sagðirðu, son- ur? —• Ég á við, sagði drengurinn feimnislega, — hefurðu aftur orðið ástfanginn af konu? Gamli maðurinn losaði takið á kraga drengsins, sneri sér undan og í fyrsta sinn kom eitthvað hikandi og flöktandi í augu hans. Hann lyfti krúsinni af borðinu og drakk gulan bjórinn. Hann hristi höfuðið hægt. Að lokum svaraði hann: — Nei, sonur. Það er síðasta skrefið í vísindum mín- um. Ég er varkár, og ég er ekki alveg tilbúinn ennþá. — Jæja! sagði Leo. — Jæja, jæja, jæja! Gamli maðurinn stóð í opnum dyrunum. — Mundu, sagði hann. Innrammaður 1 gráa, raka birtu árdegisins, var hann saman- skroppinn, hrörlegur og gamall. En bros hans varbjart. — Mundu, að ég elska þig, sagði hann og kinkaði kolli. Svo lokuðust dyrn- ar hægt á eftir honum. Drengurinn þagði lengi. Hann dró húfuna niður á ennið og strauk með vísifingri yfir brún- ina á tómum bollanum sínum. Svo spurði hann að lokum, án þess að líta á Leo: — Var hann fullur? — Nei, svaraði Leo stuttara- lega. Drengurinn hækkaði skæra röddina: — Er hann þá eitur- lyfjaneytandi? — Nei. Drengurinn leit á Leo og það var örvænting í litla andlitinu, röddin áköf og mjó: — Er hann klikkaður? líeldurðu, að hann sé brjálaður? Svo lækkaði blaða- drengurinn röddina og í henni kviknaði nýr efi: — Leo, er hann það, eða ekki? En Leo svaraði honum ekki. Leo hafði rekið næturkaffistofu í fjórtán ár og hélt að hann væri farinn að þekkja brjálæði. Þeir voru margvíslegir, sem voru á ferli á nóttunni og slæddust inn. Hann þekkti þá hvern fyrir sig og vissi á hvern hátt þeir voru öðruvísi en hinir. En hann vildi ekki svara spurningum barnsins. Hann herpti fölar varirnar og þagði. Svo drengurinn braut nið- ur hægri eyrnahlífina og um leið og hann sneri til dyra gerði hann þá einu athugasemd, sem virtist örugg, bar fram þá einu fullyrð- ingu, sem ekki var hægt að hlæja að eða fyrirlíta: — En hann hefur nú samt ferðazt mikið. Flug 714 Frh. af bls. 23. — Nei, svaraði radarmaðurinn og hafði ekki augun af skerminum. — Þau hurfu, þegar útvarpið þagn- aði. Hér er allt autt og tómt. Treleaven hallaði sér upp að borði og studdi á það með lófun- um. Þegar hann lyfti höndinni aft- ur var brúnn rakablettur eftir á trénu. — Það má ekki verða! hrópaði hann. — Það er ekki hægt! Ekki núna! Ef við missum af þeim, eru þau búin að vera . . . í flugstiórnarklefa 714 ríkti al- gjör þögn. Nálin á sendinum hreyfðist, sagði George. — Ég er viss um, að við sendum út. — Þá er það viðtækið sem hef- ur bilað, svaraði Janet. George reyndi aftur með ákafa örvæntingarinnar: — Allar stöðvar! Mayday, may- day, mayday . . Mayday, þetta er flug 714 í alvarlegum vandræðum! Svarið! Yfir! Hann sleppti hljóðnemarofanum og hlustaði af öllum kröftum. Rúm- ið var algjörlega autt. Hann beið enn. — Það er ekki um nema eitt að ræða, sagði hann. — Við hljótum að hafa misst af bylgjulengdinni. — Hvernig þá? spurði Janet aumlega. — Spurðu mig ekki að því! Ég er enginn sérfræðingur. Ég hélt þú værir farin að vita það, bætti hann beisklega við. — Það hlýtur að hafa gerzt einhvernveginn, þegar ég missti stjórnina þarna áðan. Þú verður að fara í gegnum allan skal- ann, Janet! Janet leit hikandi á æstan mann- inn í hinum stólnum. — En er það ekki hættulegt, Georg? George rak upp hlátur. — Hættulegt? Þú getur svo sann- arlega komið orðum að hlutunum, Janet. — Jú, þettta er djöfull hættu- legt! Allt okkar ástand er helvftis, djöfull hættulegt! Hann leit á stúlkuna, sá tárvot augu hennar og þagnaði. — Fyrirgefðu Janet! Ég er víst að verða móðursjúkur! Vertu nú ekki leið. Við skulum ráða fram úr þessu. Snúðu nú þarna skffunni á viðtækinu og þá hljótum við að hitta á eitthvað. Janet renndi sér niður úr stóln- um og teygði sig upp f viðtækið. VIKAN 41. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.