Vikan

Tölublað

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 15

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 15
Madame, Hér er bréf til mannsins yðar, viljið þér ekki taka það með yður? Huguette Tasnier sneri sér undrandi við. Hún stóð við leiksviðsinnganginn í Konunglega Galleri-leikhúsinu í Bryssel. — Bréf til mannsins míns? Er René ekki hér? Dyravörðurinn horfði undrandi á hana: — Vitið þér ekki að maðurinn yðar á frí í dag? Huguette stakk bréfinu í töskuna sína og tautaði: — Jú, það er alveg rétt, ég var bara búin að gleyma því.. . En hendur hennar titruðu. Maðurinn hennar var ekki í leikhúsinu. Hann hafði logið að henni einu sinni enn. Það þyrmdi yfir hana, átti hún að ganga í gegnum þetta allt aftur? Þetta var ekki í fyrsta sinn sem leikarinn René Tasnier sveik konu sína. Síðast var það ein af skrifstofustúlkunum. Og þar áður . . . Nokkrir leikarar gengu framhjá Huguette og heilsuðu henni. Þau leiddust inn um járntjaldið, inn í heim René, sem ekki lengur var hennar heimur. Eins og í svefni gekk hún út um dyrnar, beint út í umferðna, án þess að líta í kringum sig. Á næsta götuhorni tók hún upp bréfið til mannsins síns, reif það upp og las: Það byrjaði á orðum, sem ekki var hægt að misskilja: Ástin mín . . . . — Ástin mín, sagði Marion við René, á sömu stundu, í lítilli íbúð, ekki langt frá leikhúsinu. Ljóshærði leikar- inn gróf andlitið í rauðu hári hennar, sem ilmaði á sama hátt og bréfið, sem Huguette var að lesa, einhversstaðar á götum Bryssel-borgar. — Heyrðu, bráðum á ég að leika í „Skytturnar þrjár", hvíslað hann hróðugur. — En gaman, sagði hún. — En þarftu alltaf að tala? — Eg hélt að þú hefðir áhuga fyrir því, sagði René, hálf móðgaður. — Ég kynntist þér í leikhúsinu. Þá hafðir þú áhuga á leikhúsinu, eða var það ekki? — Leikhúsinu? Jæja, ,að minnsta kosti á leikurunum, sagð Marion. René hló kæruleysislega. Svona átti að lifa lífinu. Að vera elskaður, dáður, heppinn og fallegur. Og svo hélt hann að þetta yrði þannig framvegis. René var eina ástin hennar. — En verðurðu ekki að fara heim- spurði Marion, þegar að klukkan sló tólf. — Það á ekki að beita neinn mann þvingun, sagði René hlæjandi. Einmitt núna átti hann allan heiminn, og hugsaði lítið um konu sína og dótturina Marlene, sem var sautján ára gömul. Þessa nótt beið Huguette Tasnier milli vonar og ótta. í huganum fór hún yfir samlíf þeirra, dag fyrir dag. En þvf lengra sem leið á nóttina, fékk örvilnanin yfirhönd- ina. René hafði verið eina ástin hennar. Hún varð ást- fangin í honum þegar að þau gengu í skóla saman. Árið 1945 giftu þau sig, Huguette Waltz og René Tasnier. Þrem árum seinna fluttust þau til Capelle-au-Bois. Hún átti drauma, eins og allar aðrar ungar stúlkur, drauma um eiginmann, börn, hamingju og vin- áttu. Það að þau fóru á kvöldnámskeið í leikhúsinu, var bara frístúndagaman, hvorugt þeirra dreymdi um frama á leik- listarbrautinni. Þá varð René ástfanginn í ungri og fallegri skrifstofustúlku. Huguette komst að því og var mjög óhamingjusöm. Hún flutti heim til mömmu sinnar, og tók dótt- urina, Marlene með sér. En Huguette elsk- aði René. Eftir þrjá mánuði var hún bú- in að fyrirgefa honum, og sneri heim aftur. René og Huguette fluttu til Bryssel. Og nú leit út fyrir að þetta sameiginlega áhugamál þeirra, leiklistin, ætlaði að verða eitthvað meira en frístundagaman. Þau fengu bæði smá: hlutverk, og allt leit Ijómandi vel út fyrir þeim. En svo fór René að fá stærri hlutverk. Hún átti ekki samleið með honum lengur, hvorki í leiklistinni eða einkalífinu. Það fann hún betur og betur og hún óttaðist fram- tíðina. Nú vissi hún það, sönnunin var í bréf- inu frá hinni stúlkunni. Það var orðið áliðið nætur, þegar að René kom loksins heim. Huguette heyrði strax að hann var í góðu skapi og hafði drukkið allt of mikið. Og þegar hann kom inn í svefnherbergið gat hún ekki stillt sig lengur. Hún réðist á hann með ásökunum, þrátt fyrir það að hún hafði hugsað sér að rífast ekki við hann. Hann sagði að það væri ekkert að, hún skildi bara vera róleg. — Er það ekki neitt að þú ert búinn að fá þér ástmey? spurði Huguette. — Þú ímyndar þér nokkuð mikið, sagði hann. Þegjandi rétti hún honum bréfið. Þá rann af honum. Hann fann að hann var bara venjulegur maður, sem sá hvað hann var að missa, Huguette, sem hann var búinn að búa með í átján ár og dótt- urina. Hann vissi líka að hann vildi ekki missa þessa hlið af lífí sínu. En hann gat heldur ekki hugsað sér að missa Marion. Hún var hluti af lífi hans utan fjölskyldunnar, eitthvað sem undirstrikaði velgengni hans og gerði hann að þýðing- armikilli persónu. En framar öðru, var það hún sem gat hjálpað honum áfram. Að stórum hlutverkum í beztu leikhús- unum. En hvernig átti hann að fá Hugu- ette til að skilja það? Huguette var skarpskyggnari en René. — Hún segir þetta bara, það er ekki til að taka mark á. Losaðu þig vð hana, áður en það er of seint. Ég get ekki búið við þetta, það endar með því að ég fyrirfer mér . . . René tók ekki mark á því sem hún sagði, hann hló að henni. Þá fékk hún sjálfsmorðshugmyndina. Daginn eftir, við morgunverðarborðið, reyndi hún ennþá einu sinni að tala um fyrir honum. Þá fór hann að skilja að henni var alvara. — René, ég get ekki búið við þetta leng- ur. Hann ýtti bollanum frá sér, óþolinmóður og ergilegur. — Þú ert brjáluð. Hugsaðu um dóttur okk- ar. Þá þagnaði hún, eins og lömuð. Þegar að hann stóð upp frá borðinu, sagði hann hikandi: — Ég skal gera eins og þú vilt. Ég skal hætta við hana. Huguette tók þetta ekki eins og það var, að losna við óþægilegt samtal á þægilegan hátt. Hún fór að vona að René kæmi aft- ur til hennar, og að allt yrði eins og áður. En strax næsta dag kom hann ekki heim. Hann fór' frá leikhúsinu í „Chez Stans'', veit- ingahús sem var hinum megin við götuna. Þar voru allir kunningjarnir samankomnir, leikarar, rithöfundar og listamenn. René leit hlæjandi í kringum sig. Hann vissi að hann hafði faNegt bros og leit vel út. Margir brostu á móti, því að þeim lík- aði vel við René Tasnier. Ekki svo mjög vegna þess að hann var leikari, frekar végna þess að hann var glaður og áhyggjulaus náungi, sem ekki sagði nei við glasi af góðu víni. En eftir stutta stund varð hann óróleg- ur. Hann borgaði og fór; en hann fór ekki heim til konunnar, hann fór til ástmeyjar- innar. Morguninn eftir krafðist Huguette svars. Hún var ennþá tilbúin til að fyrirgefa hon- um, bg byrja á nýjan leik, ef að hann tæki það alvarlega, að vilja breyta um Ifferni. Þetta sagðist hún gera vegna þess að hún elskaði hann, og vegna dótturinnar, sem líka var farið að gruna að ekki væri allt eins og það átti að vera. í þetta skipti hló hann ekki,' en hann lofaði heldur engu. Huguette fannst hann hafa auðmýkt sig, og Framhald á bls. 48. VIKAN 43. tbl. JPJ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.