Vikan

Tölublað

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 19

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 19
Ð BÆRILEGT vöðva í líkama sínum til að undirstrika sönginn, lýsa honum og auka áhrif hans. Um þetta segir Eartha Kitt sjálf, þegar hún var í fyrsta sinn á leik- sviðinu ein síns liðs: „Ég titraði og skal af spennu. Vegna hvers var ég eiginlega þarna? spurði ég sjálfa mig. Svo mundi ég það: Ég átti að syngja. Ég opnaði munninn, og heyrði rödd — sem tilheyröi sjálfri mér. Þegar söngnum lauk heyrðist lófa- klapp. Ég sveigði kroppinn, og klappið varð kröftugra. Því meira, sem ég hreyfði mig, því meira varð lófatakiÖ . . . Þetta var semsagt aðalatriðið: Ég hafði vonazt til að mér yrði tekið vel á leiksviðinu vegna söngsins, en nú voru það lærin og hreyfingarnar, sem ollu mestri hrifningu". Skyndilega ákvað ég að nota þetta einstaka tækifæri, fara að tjalda- baki, þegar hún hætti að syngja, og reyna að fá leyfi hennar til að taka myndir á næstu sýningu. Kannske stutt viðtal um leið. Lófatakið hjaðnaði loks, Eartha Kitt hvarf af sviðinu, Ijósin kviknuðu ! salnum og fólkið fór að tínast út. Ég sá dyr við hlið leiksviðsins, og yfir þeim spjald, þar sem á stóð að þar væri inngangur leyfður aðeins fyrir listafólk. Eg hikaði augnablik, sennilega vegna þess að ég vissi mig ekki í þeirra hópi, en réðist svo að dyrunum, opnaði þær og gekk niður nokkrar tröppur í bjart og stórt herbergi, eða forsal. Allt í kring voru dyr að búnings- herbergjum listafólksins, en þarna á miðju gólfi var stórt borð, hlaðið drykkj- arföngum og öðrum kræsingum, og umhverfis það sátu 10 — 15 manns, flest háværir og kátir Danir, með bjórglös í höndum, hlæjandi og masandi, eins og þeirra er siður. Þegar ég gekk niður tröppurnar stóð einn þeirra á fætur og spurði mig erindis, en ég sagðist vilja hafa tal af Earthu Kitt. Hann benti mér á dyr innanlega í salnum, og þar knúði ég dyra. Eftir andar- tak kom negrastúlka til dyra og spurði um erindið. Ég sagði til nafns míns, stöðu og erindis, en hún heyrði ekki í fyrstu vegna hávaðans þar inni í her- berginu, og þegar ég leit þar inn, sá ég fjölda karla og kvenna þar inni, masandi og hlæjandi. Ég endurtók því upplýsingarnar, en sú dökka hristi Framhald á næstu síðu. VIKAN 43. tbl. jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.