Vikan

Tölublað

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 20

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 20
Loks er Ifffið bærilegt höfuðið qkveðin og hálf-fúl á svip- inn og sagði að því miður væri ekki hægt að fá að tala við ung- frúna. Ég spurði hvort einhver ann- ar tími væri hentugri til slíks, en hún hristi höfuðið og ætlaði að fara að svara, þegar kvenmanns- rödd kallaði innan úr herberginu: — Hver er það? — Það er blaðamaður frá ís- landi, svaraði hin. — Já, vísaðu honum innfyrir. Strax, var aftur kallað skipandi röddu, og sú dökka leit hálfundr- andi á mig, yppti síðan öxlum og benti mér orðalaust að ganga inn. Eg flýtti mér inn í stórt herbergi, þar sem ég sá söngkonuna standa á miðju gólfi, byrsta á svip og nú með allt öðru fasi en á leiksviðinu áður. Ég gekk til hennar og ætlaði að fara að heilsa, þegar hún klapp- aði skyndilega saman höndum i ákafa, fórnaði þeim síðan upp og hrópaði svo yfirgnæfði allan hávað- ann í herberginu og fyrir utan: — Allir út! Allir út á stundinni! Hávaðinn þagnaði skyndiiega. Eg leit í kring um mig og sá að allir flýttu sér að leggja frá sér glösin og hröðuðu sér orðalaust út, eins og þetta væri dagsdaglegur viðburður. Eartha var samt ekki nógu ánægð, heldur hélt áfram að kjcppa saman lófunum og hrópa á eftir fólkinu að f.lýta sér út: — Ever body! Everybody! hrópaði hún og hvessti röddina, líkt og væri hún að rcka út hunda. Ég tók þetta auðvitað ekki til m'n, því hún var nýbúin að b.dða mér inn, en stóð eins og giópur á miðju gólfi og horfði á s.ðustu men.iina hlaupa út og troð- r t V.ð dyrnar. Sú dökka, sem tók t á móti mér, var líka kyrr og ti hurðinni á eftir þeim síðasta. "ja var hún einhvernskonar j - .stustúika söngkonunnar. •jv svo var ein önnur persóna, ’.éí sér iíka fátt um finnast n, og í stað þess að hlaupa • ;óp húr ti! Earthu og faðmaði I n cð sér. Mamma, sagði hún. Mamma, . :tr förum við heim? ita var Iftil, Ijós og Ijóshærð ctn Ita, ég giskaði á að hún væri 'I ; jrra til fimm ára gömul, en r í :r kcn í Ijós áð hún var aðeins þrigg:a ára. Þetta er dóttir Earthu, ein’- .barn, Ijcs hennar og fjöregg. Tnrtha settist fyrir framan snyrti- bj o sitt, tók telpuna í fang sér, klappaði henni og strauk um koll- inn. — Bráðum, elskan mín, sagði hún. — Vertu nú róleg, mamma kemur bráðum heim með þér. Svo leit hún snögglega til mín, horfði 2Q VIKAN 43. tbl. á mig svörtum, næstum fjandsam- legum augum. Gretti sig, fannst mér, og hreytti út úr sér: — Well, what is it? — Ég æflaði aðeins að fara fram á leyfi yðar til að taka Ijósmyndir af yður á sýningu á morgun, svar aði ég eins hæversklega og ég gat. — Ég hef enga sýningu hér á morgun. Ég fer héðan í kvöld. — Það var leitt. . . hvaraði ég á meðan ég hugsaði mig um. — En verður ekki önnur sýning í kvöld? — Jú, ég kem aftur fram í kvöld eftir hálfan annan tíma . . . — Væri ekki möguleikf á því að ég fengi þá að taka myndir? — Ég veit ekki. Ég leyfi það aldr- ei. Það er mjög óvenjulegt. . . Jæja, ef þér fáið leyfi hjá herra Svend, þá skipti ég mér ekkert af því. — Og hver er herra Svend? — Leikhússtjórinn. Hann verður að veita leyfið. Annars er það ekki hægt. En þér megið alls ekki nota flashljós. — Nei, því lofa ég. Ég hef þá leyfi yðar, ef herra Svend samþykk- ir? — Já, en munið: ekkert flash. Þá læt ég reka yður út. — Þakka yður fyrir. Hafið þér örlítinn tíma til að rabba við mig . . svara nokkrum spurningum? — Nei, þér sjáið að ég er upp- tekin, svaraði hún höstuglega, sneri sér undan og fór að gæla við dóttur sína, sem enn sat í kjöltu hennar. — Afsakið, og þakka yður fyrir, svaraði ég og gekk til dyranna, sem sú svarta hafði nú opnað. Hún kom á eftir mér fram í salinn, og ég spurði hana hvar ég gæti fund- ið herra Svend, en hún benti mér að koma með sér. Við gengum að öðrum dyrum, og þar gekk hún rak- leiðis innfyrir. Ég fór á eftir, og rakst næstum því á leikhússtjórann, sem var á leiðinni út. Ég kynnti mig og sagðist ætla að biðja um leyfi til myndatöku af söngkonunni. Hann var fljótur að svara og sagði að það væri aldeilis ómögulegt. Ungfrú Kitt leyfði slíkt aldrei . . . — En hún hefur einmitt gefið leyfi sitt, svaraði ég. — Ég er ein- mitt að koma frá henni. Það kom undrunarsvipur á andlit hans, og hann sneri sér að þeirri svörtu með spurningarmerki málað á andlitið, og hún staðfesti að ég segði rétt frá. — Það var mjög óvenjulegt, sagði hann. — En úr því svo er, þá megið þér taka myndir mín vegna. Hvar viljið þér vera í salnum? Ég sagðist vilja vera í fremsta bekk hægra megin við leiksviðið, því þar hafði ég séð beztu mögu- leikana, — ef allt færi á næstu sýn- ingu eins og á þeirri fyrri. En leik- hússtjórinn sagði öll þau sæti löngu uppseld. Ég bað hann engar á- hyggjur að hafa. Ég skyldi sjá mér fyrir plássi, aðeins ef ég fengi leyfi hans til að koma mér fyrir. Hann játti því, og sagðist skyldi segja vörðunum frá þessu, svo ég yrði ekki rekinn út. Ég þakkaði fyrir og flýtti mér út. Það var tæpur klukkutími til næstu sýningar, og myndavélin mín var heima á hótelherberginu, svo ég flýtti mér út, náði í leigubíl og fór heim á hótel. Þar setti ég nýja filmu í vélina og hraðaði mér til baka, og kom að dyrunum aftur i þann mund að verið var að hleypa inn. En ég hefði ekki þurft að flýta mér svona mikið, því fyrst áttu hundatemjarinn og jonglörinn eftir að sýna listir sínar. Ég notaði tím- ann til að læðast með veggjum fram að leiksviðinu, gekk svo hálf- boginn síðasta spölinn til ungs manns, sem sat í sætinu, þar sem ég vildi vera, og spurði hann í hálf- um hljóðum hvort honum væri ekki sama þótt ég settist á gólfið fyrir framan hann, þegar ungfrú Kitt færi að syngja. Hann sagði það sjálfsagt, og ég flutti mig aftur til hliðar og beið. Það leið ekki á löngu áður en borðalagður vörður kom til mín og bað mig vingjarnlega en þó ákveðinn um að fara þarna í burtu og setjast í sæti mitt. Ég svaraði í sömu mynt og kvað þvert nei við. Hann tók í öxl mér og ætlaði að hjálpa mér út. Ég hristi mig af hon- um. — Ég hef leyfi til að taka hér myndir, sagði ég. — Leyfi frá hverjum? — Herra Svend. — O.K. — afsakið, sagði hann vonsvikinn og fór burtu. Tvisvar enn komu verðir til mín og ætluðu að fjarlægja mig, en töfraorðið „Herra Svend" tamdi þá umsvifalaust. Svo fór ungfrúin að syngja. Ég beið fyrstu tvö lögin, því ég vissi að þá gafst ekki færi á góðum myndum, en þegar hún hóf það þriðja, læddist ég að sætinu, klapp- aði á hnéð á kunningja mínum þar, hlammaði mér á rassinn á gólfið milli fóta honum og fór að taka myndir eins og óður maður . . . Eartha Kitt hefur ekki alltaf haft efni á að koma eins höstuglega fram og hún gerði í búningsher- bergi sínu þetta kvöld. Sú var tíðin að hún var aumust allra aumra, fyrirlitin af öllum, yfirgefin af föð- ur og móður, átti hvergi heima og allur hennar auður lepparnir, sem hún bar. Hún man fyrst eftir sér fjögurra ára gamalli, á gangi með móður sinni og systur, sex ára, í leit að heimili. Faðir þeirra systra hafði hreinlega stungið af frá fjölskyld- unni, og Earthu grunaði að það væri einmitt sér að kenna — végna þess að foreldrarnir voru bæði svört — en af einhverjum ástæðum var hún hálfhvít. Þetta var í South Carolina, þar sem hvítir menn hata negra og negrar hata hvíta menn. Öll fjöl- skylda Earthu var svört, og fyrir- leit móður hennar, sem hafði brugð- izt svona herfilega kynflokki sín- um, og fyrirlitningin og andúðin bitnaði engu síður á Earthu, þótt ekki gæti hún að því gert hvernig hún var til orðin. Móðir hennar fékk að hírast hjá frænda þeirra í nokkra daga með báðar dæturnar, en hann tók það skýrt fram, að því fyrr, sem þær færu, því betra. Loks komust þær inn á heimili einnar frænkunnar, líklega aðeins vegna þess að hún var blind, og sá því ekki hörunds- lit Earthu. En hin börnin á heimil- inu stríddu henni og hrekktu, og ávallt var það hún, sem fékk hýð- ingu, ef eitthvað amaði að. Jafnvel móðir hennar hafði and- úð á henni, og nokkrum mánuðum síðar hvarf hún frá þeim, tók með sér systur hennar, Pearl, en skildi Earthu eftir. Hinn nýi vinur móður hennar var svartur og átti átta börn. Hann vildi ekki hafa Earthu á heimilinu, því hún mundi eyði- leggja heimilisfriðinn og verða öll- um til skammar og ama. Svo skeði það eitt kvöld, að frænkan sem hún bjó hjá, varð veik og þurfti að fá lyf frá lyfja- verzluninni. Það var vont veður, niðamyrkur úti og í gegnum skóg að fara, og enginn krakkanna þorði út fyrir hússins dyr. En Eartha tók í sig kjark og bauðst til að fara. Hún var að farast úr hræðslu á leiðinni, en alla leið komst hún og heim með lyfin. Eftir þetta breytt- ist viðmót frænkunnar stórlega og lífið varð bærilegra. Svo var það dag nokkurn að hún fékk gjafaböggul frá móður- systur sinni, sem bjó í New York, og nokkru síðar kom bréf frá henni, þar sem henni var boðið að koma þangað og dveljast. Þá byrjaði nýtt líf hjá henni. Framhald á bls. 50.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.