Vikan

Tölublað

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 22

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 22
FLUG Um leið og hann sagði þetta, kom vitfirring- urinn þjótandi innan úr farþegaklefanum. Hann rak upp öskur og kastaði sér á George aftan frá. Hann var alveg óviðbúinn og rann úr sætinu. Innan einnar sekúndu sat maðurinn klofvega á George og hamraði á honum með kreppt- um hnefum. ÞAÐ FÖR HROLLUR UM FLUGVALLARSTJÓRANN. í SVITABLAUTRI SKYRTUNNI OG JAKKALAUS, FANN HANN ALLT í EINU AÐ MORGUNGOLAN VAR SVÖL. SVO FANNST HONUM ALLT í EINU, AÐ TÍMINN STÆÐI KYRR, AÐ HEIMURINN HÉLDI NIÐRI f SÉR ANDANUM. Framhaldssagan 6. hluti John Castler og flrthur Hailey — Byrjaðu bara, stúlka mínl sagði hann. Janet tók hljóðnema niður af klefaveggnum og hóf móls: — Gjörið svo vel að taka eftir. . röddin brást henni. Hún byrjaði aftur: — Gjörið svo vel að taka eftir. . . Gjörið svo vel að sitja kyrr ( seetunum og spenna beltin vel. Við erum nú rétt norðan við Caen og eftir örstutta stund leggj- um við út yfir Ermarsund í beinni stefnu á London Airport, þar sem við munum lenda! Takk fyrir. George leit með aðdáun til henn- ar: — Stórkostlegt! Þetta var alveg eins og venjulega. — Þetta er líka nákvæmlega eins og venjulega, Janet. — Eða er það ekki? Eg reyni að mnnsta kosti að telja mér trú um það. George rak upp einhvern undar- legan hlátur. — Jú, þetta er nákvæmlega eins og venjulega, sagði hann. — Hrein rútína. Það ætla ég að segja þér. Ég væri ekki kominn hingað, ef þú hefðir ekki verið með. Hann þagn- aði og bjástraði varlega við stýris- tækin til að fá vélina inn á rétta stefnu. Vélin hlýddi. — Hafðu aug- un á þessum andskotans hraða- mæli, sagði George. — Æptu eins hátt og þú getur, ef ég byrja að tapa hraða á ný. Hann starði á giróáttavitann og var harla ánægður. Flugvélin og mælirinn voru í bezta samræmi eftir því, sem hann bezt vissi. Hann lagði að sér að fljúga f boga, án þess að halla vélinni um of, og hafði samtímis auga með áttavitanum, sem sveflaðist hægt fyrir framan hann. — 360! 005! sagði hann. — Ég vona að Turner sé ánægður. Segðu honum, að við séum komin á rétta stefnu 714 kom út úr beygjunni og rétti sig af á nýju stefnunni. 22 VIKAN 43. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.