Vikan

Tölublað

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 23

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 23
og koma nákvæmlega inn á sömu línuna aftur og lækka sig með ná- kvæmlega réttum hraða, svo hann kæmi í réttri hæð inn á sjálfa flug- brautina á móti vindi. Þetta var ágæt áætlun, hugsaði flugvallarstiórinn. Ef 714 gæti ekki lent, gat Turner leitt vélina út á Ermarsund, þangað sem hann hafði valið henni nauðlendingarstað. Þetta var áætlun, sem einnig not- aði sér sívaxandi dagsbirtuna. Flugvallarstjórinn velti því fyrir sér, hverjar tilfinningar og hugsanir bærðust með farþegunum um borð í 714. Það er að segja þeim, sem voru heilbrigðir. Hann gat vel í- myndað sér það. Það voru varla 300 metrar upp í ský yfir þessum hluta Englands nú, og þeir myndu sjá, þegar þeir kæmu inn yfir ströndina, sjá akra og engi undir sér, sjá London Airport. í fyrsta skipti fann flugvallarstjórinn til taugaóstyrks. Setjum nú svo, að æðisleg skelfing gripi um sig meðal farþeganna. Setjum nú svo, að ein- hver kastaði sér yfir flugmanninn í þeirri trú, að hann gæti betur gert það, sem fyrir höndum lá. En þessi Fellman virtist vera nokkuð öruggur vörður. Flugvallarstjórinn hafði fengið upplýsingar um, að þessi óþekkti læknir hugsaði bæði um ifkama og sálir um borð, með rósemi og öryggi. Það fór hrollur um flugvallar- stjórann. ( svitablautri skyrtunni og jakkalaus, fann hann allt í einu að morgungolan var svöl. Svo fannst honum allt í einu, að tíminn stæði kyrr, að heimurinn héldi niður í sér andanum. Hversu marga morgna hafði hann ekki staðið hér meðan á stríð- inu stóð og talið vélarnar, sem komu til baka? Hann þurfti ekki að loka augunum til að minnast þess- Framhald á bls. 39. — Ég fer upp í turninn um sinn, sagði hann. — Gott flugvallarstjóri! — Taktu hana varlega niður. — Verið bara rólegur. Ég skal halda í höndina á þeim, sagði Turn- er og gretti sig. Flugvallarstjórinn stökk upp tröppurnar, sem lágu upp á turn- þakið. Hann var með sjónauka um hálsinn. Þar stóð yfirmaður flug- turnsins þegar og starði út í dög- unina. Mennirnir brugðu sjónaukum fyr- ir augun og renndu sjónum sínum yfir flugvöllinn, yfir tankbílana, sem höfðu verið fluttir á öruggan stað, yfir flugvallarljósin, sjúkra- bílana, brunabílana. Allt virtist vera fullkomlega undirbúið. [ dag- renningunni sáu þeir nokkurn hóp manna, sem stóð og beið eftir fyr- irmælum. Við fjarri endann á flug- vellinum dunaði vörubílsmótor. Hljóðið undirstrikaði þrúgandi og næstum óbærilegt andrúmsloft kvíða og spennings, sem ríkti yfir öllum flugvellinum. í huganum fór flugvallarstjórinn yfir áætlun Turners, til að athuga, hvort hann gæti endurbætt hana eitthvað. Flug 714 átti að koma inn yfir flugvöllinn, nokkuð undir 2000 feta hæð. Síðan átti að halda áfram út í áttina að Slough og lækka sig hægt á þessum meðvindakafla. Síð- an átti að setja Spencer í harða raun. Hann varð að snúa alveg við — Sko til, ég er bara að ná mér, sagði George glaðlega. En Janet var alvarleg, þegar hún tilkynnti. — Halló, London Airport! Flug 714 hér. Við erum á hinni nýju stefnu okkar, 005. — Gott 714. Verið þar um sinn. Ég kem bráðlega aftur. Það var flugvallarstjórinn, sem var að trufla Turner. VIKAN 43. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.