Vikan

Tölublað

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 27

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 27
IARLOW IROGðRlÖG OG FOTLEGGIR Hollywood sýnir fegurðina í glysi og hégóma, lokkar og laðar með lof- orðum og skrumi. En svo kemstu að því að þetta er aðeins mólning og mak og loforðin ekkert nema orðin tóm. Hollywood hefir elzt og tekið stakkaskiptum, en ennþá er hún sama hjartalausa skækian og ennþá er hún lokkandi. En áður fyrr var hún mun hættulegri. Þá var þetta allt svo nýtt, aðdráttaraflið meira og háskalegra. Hún seiddi til sín unga Ameríkana frá Texas og Nýja-Englandi, Oregon og örtröðinni í New York. Aðallega voru þetta stúlkur sem dreymdi um auð og frama. Flestar voru þessar stúlkur þjónustustúlkur, afgreiðslustúlkur, saumastúlk- ur, allar fallegar, en nær undantekningarlaust algerlega sneiddar allri lista- gáfu. Daglega mátti sjá þessu fallegu andlit, á sömu stöðunum. Snemma á morgnana fóru þær að hópast að skrifstofum kvikmyndaframleiðendanna, sem hristu höfuðið og furðuðu sig á því hve einfaldar þær voru. En einstaka sinnum fengu þessar stúlkur smáhlutverk. Og svo var það sumarmorgun að sex voru kallaðar fyrir leiðbeinandann, hjá einu stærsta kvikmyndaverinu. Hann horfði á stúlkurnar og skipaði þeim svo að snúa sér hægt í hring. Þær sneru sér í hring með tilgerðarlegum hreifingum. Leiðbeinandinn andvarpaði. Ennþá verri en áður, hugsaði hann. Nema einl Hann benti á hana: — Þessi Ijóshærða þarna. Þú þarna! Hinar yfirgáfu salinn og það sem þær höfðu vonað að væri byrjun á stjörnuferli. Þær héldu áfram hringferð sinni á ráðningastofurnar, þar sem yfirleitt ekki T var neitt að hafa, annað en vonbrigði. Leiðbeinandinn benti á búningsherbergin, og sagði við Ijóshærðu stúlk- una: — Þeir bíða eftir þér þarna inni. \ Hún hljóp. Leiðbeinandinn brosti til mannanna frá ráðningaskrifstofunni. — Hún er áköf, sagði hann. Þeir kinkuðu kolli. — Hún hefir fallegt hár. — Vel vaxin, sagði leiðbeinandinn. — Hvað heitir hún? Maðurinn frá ráðningastofunni leit á kort, sem hann var með í hend- inni. — Jean Harlow. Efst til vinstri er atriði úr kvikmynd- inni: Skopatriðið í baðkerinu. Efst til hægri: Auðlýsingaferðin um Bandaríkin gerði hana fræga á nokkrum vikum. Fyrir neðan: Arthur Landau kynnir nýju stjörnuna fyrir kvikmynda- framleiðendum. Skrípaleikir millistríðsáranna. 1928 snerist ameriska kvikmyndaframleiðslan aðallega um villta skrípaleiki. Kímnin var frumstæð og hávær. í Hollywood var það hámark fyndninnar ef einhver datt ofan í ker með vatni eða að fötin voru rifin utan af fallegri stúlku. Fyrsta hlutverk Jean Harlow var einmitt ( þeim dúr. Hún stóð fyrir framan búðarglugga, klædd mjög skraut- legum kjól. Hetjan kom hlaupandi fyrir húshorn, eltur af lögreglu- þjóni. Hann hélt á stiga, en um leið og hann hljóp fram hjá festist stiginn í kjól Jean, með þeim af- leiðingum að kjóllinn rifnaði af henni. Hún stóð þar á götunni, dauðskelkuð í nærfötunum einum. Þar með var kroppur hennar kom- inn í sviðsljós heimsins. Svo er það önnur svipmynd úr kvikmynd: Jean liggur í baðkeri, hulin sápufroðu. Fyrir utan gluggann var glugga- pússari að hrensa rúðuna í baðher- berginu. Hann sá hana í kerinu og langaði til að sjá meira, svo hann fór og náði sér í veiðistöng, opn- aði rifu á gluggann og náði snúr- unni með tappanum á krókinn og kippti í. Við það rann allt vatn úr kerinu og Jean reis upp, en glugga- maðurinn hló. Þá varð hún svo reið að hún greip blautan svamp og kastaði í hann, og hann hvarf. Þegar þetta atriði var búið, stóð Jean feimnisleg í baðkerinu og hafði ekkert til að hylja líkama sinn með annað en dálítið af sápu- froðu. Starfsmennirnir teygðu úr álkunum og horfðu áfjáðir á hana. Sápufroða hylur ekki mikið af vel- skapaðri stúlku. Leikstjórnn deplaði augunum framan f myndatökumennina og sagði: — Við skulum taka þetta allt aftur, svona til öryggis. — Nær- myndir! Framhald á næstu síðu. VIKAN 43. tbl. 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.