Vikan

Tölublað

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 37

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 37
að de Condé prinsi og tók upp viðræður sínar við hann. Angelique gekk í fylgdarlið konungsins og tók virðulega á móti kveðjum hirð- mannanna. Hún virti hina nýju tizku vandlega fyrir sér, en jafnvel á þessum fáu mánuðum hafði hún breyzt svo, að hennar föt virtust gamaldags og sveitaleg. Hafði Madame de Montespan haft áhrif á allt? Angelique hafði forðazt að heilsa henni, en Athénais brosti til hennar geislandi brosi og veifaði, eins og henni þætti vænt um að sjá hana. Angelique varð að viðurkenna, að Madame de Montespan var orðin ennþá dásamlegri. Fagurt andlit hennar var umkringt kafloðnum, blá- gráum feldi, mjúkum og glansandi, eins og hann væri ennþá á skepn- unni. Allir loðfeldirnir voru mjög fallegir. Konungurinn var með stórt handskjól úr sama feldi og hetta Madame de Montespan. Margir að- aðalsmannanna og kvennanna voru með svipaðar stælingar. Angelique heyrði Monsieur ræða þetta mál með falsetturödd sinni við Madame de Thianges. Þar sem Angelique stóð meðal hirðfólksins horfði hún á Madame de Montespan við borð hinna konunglegu prinsa, þar sem hún hló og spjallaði og gaf hverjum á fætur öðrum tækifæri til að láta ljós sitt skína. Hún var sannarlega mikil hefðarkona og hafði til að bera Þá fullkomnun, sem krafizt var af stétt hennar. Hin nýju forréttindi hennar gáfu henni sérstæðan glans og ferskleik og þar við bættist su staðreynd, að enn einn konunglegur bastarður var væntalegur um ný- ársleytið. Hirðin var fjörugri og ekki eins vanaföst, og þótt hirðsiðareglurnar væru ennþá strangar, hafði hin almenna famkoma tekið á sig óþving- aðan blæ sígildra dansa umhverfis brosandi kóng. Þetta var dagur hinna opinberu veizlu. Fólkið, sem hafði fengið að koma til að horfa á konunginn borða, og þyrptist nú inn í veizlusalinn, ljómaði af ánægju, þegar það horfði á konung sinn. Ánægjan átti ekki sízt rætur sinar að rekja til fæðingar prins númer tvö, Philippe, her- toga af d’Anjou, sem hafði fæðzt í september og myndaði hina konung- ■ ■ ■ - - iSfM? ■ VUtimí WmmÉíí 'mmml * mmm Hverjir eru kostirnir? Ekki þarf aS bíSa eftir aS forþvotti Ijúki, til þess aS geta sett sópuna í fyrir hreinþvottinn. A8 loknum hreinþvotti bætir vélin ó sig köldu vatni (skolun úr velgu) og hlífir þannig dælubúnaSi viS ofhitun. Sparneytnar á straum (2,25 kwst.) Afköst: 5 kg af þurrum þvotti. RySfrítt stál. Forþvottur Hreinþvottur, 95° C. 4 skolanir, þeytivindur á milli og síSan stöSugt í 3 mín. eftir síðustu skolun. Sérvöl fyrir viðkvæm efni, gerfiefni og ull. Forþvottur eingöngu ef óskaS er. 2 völ fyrir hreinþvott. HæS: 85 cm. Breidd: 60 cm. Dýpt: 57,5 cm. LAVAMAT „nova D", LAVAMAT „regina", TURNAMAT. SÖLUUMBOÐ UM ALLT LAND. REYKJAVÍK: HÚSPRÝÐI H.F. Laugaveg 176 — Símar 20440 — 20441. BRÆÐURNIR ORMSSON H.F. AEG LAVAHAT „nm i" —■ Þetta er guðdómleg tízka. Ég er tilbúinn að gera hvað sem er fyrir Rússana, sem uppgötvuðu hana. Hafið þér frétt, að þeir sendu með ambassador sínum þrjá vagna af fegurstu feldum, sem yður hefur nokkurn tima getað dreymt um — refaskinn, bjarnarfeldi, skúnka — alveg stórkostlegar húðir! — Það þýðir, að dagar þessara litlu, leiðinlegu handskjóla, sem eru ekki stærri en grasker, eru taldir, sagði hann og leit útundan sér á handskjól Angelique. •—• Sjáið, hvað þetta er tíkarlegt og fráhrind- andi. Hvernig gátum við nokkurn tímann sætt okkur við þetta?.... Já, ég er með astrakan. Eru þessir litlu lokkar ekki stórkostlegir. Þetta er eins og feldur af ófæddu lambi.... Hópurinn gekk hægt í áttina að höllinni og vetrarsólin glitraði á gluggunum. Það logaði eldur í öllum örnum vegna kuldans úti og hvit reykjarský teygðu sig beint upp í bláan himininn. Vegna eldanna og kolapottana, sem komið var fyrir meðfram veggj- unum, var hitinn bærilegur innan dyra. Og í Venusarsalnum, þar sem lagt hafði verið á borð fyrir konunginn, en þangað þyrptust nú allir, var hitinn kæfandi. I vandræðum sínum faldi Angelique litla hand- skjólið sitt, „sem ekki var stærra en grasker" í dimmu horni. Svarti kjóllinn hennar var einnig gamaidags. Henni fannst hún enn þurfa að vera svartklædd, vegna fráfalls eiginmanns síns, en sætti sig við það vegna þess, að svarti liturinn fór vel við hár hennar og hörund, en hún varð að viðurkenna, að klæðaburður hennar var verri en hinna. Madame de Montespan hafði svo sannarlega sveigt tízkuna eftir eigin smekk. Nú var hún komin í aðstöðu til að haga flestu eftir sínu höfði, og hafði tekið sér fyrir hendur að breyta hirðinni og setja inn- sigli ímyndunaraflsins á flesta hluti og breyta flestu eftir sínum í- burðarmikla smekk. legu fjölskyldu ásamt „Litlu Madame" Maríu-Thérese prinsessu, sem nú var tæplega ársgömul. En fólkið tók einnig eftir Madame de Montes- pan, sem var svo fögur og svo aðlaðandi og svo ósvifin. Verzlunar- mennirnir, iðnaðarmennirnir, listamennirnir, með rauð nefin elí kulda, þykkar skikkjur á öxlum, sneru aftur til Parísar, glaðir yfir því að hafa fengið að sjá æðsta yfirmann sinn og hina fögru ástmey hans. Þegar borðhaldið var senn á enda, kom Angelique auga á Florimond, þar sem hann þjónaði konunginum með einbeittnisdrætti við munn- vikin, þegar hann fyllti bollann, sem Duchense hélt fram, úr stóru silfur- og gullskreyttu vatnskönnunni. Eftir að fyrsti aðalsmaður vín- þjónustunnar hafði smakkað á drykknum gaf hann sveininum að bragða og rétti slðan bikarinn að yfirbollaberanum, sem hellti fáeinum dropum af vatni í hann, áður en hann rétti hann að konunginum. Þegar flestir hurfu fram í friðarsalinn, að máltíðinni lokinni, gekk Florimond til Angelique. Hann var æstur og stoltur. — Sástu til mín, mamma? Gerði ég þetta ekki vel? Fyrst fékk ég bara að halda á bakanum, en nú helli ég úr vatnskönnunni og smakka á víninu. Er það ekki dásamlegt! Ef einhver ætlar einhverntíma að eitra fyrir konunginn, mun ég deyja fyrir hann. Angelique óskaði honum til hamingju, með að hafa fengið svo mikil- væga stöðu. Duchense sagði henni, að hann væri mjög ánægður með Florimond, sem tæki skyldustörf sín mjög alvarlega, jafnvel þótt hann virtist vera kærulaus. Hann var yngstur hirðsveinanna, en snjallastur, hafði öruggt minni, var kurteis og hafði ríka siðferðiskennd. ■— I stuttu máli sagt, fullkominn lítill hirðmaður! Því miður hafði það komið til tals, að taka hann aftur úr þjónustu konungsins, því ríkiserf- inginn hafði a'ldrei komizt yfir það að vera sviptur uppáhalds leik- VIKAN 43. tbl. Q7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.