Vikan

Tölublað

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 41

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 41
— Takið yður nógan tíma, Spenc- er! Það liggur ekkert ó! Þetta geng- ur Ijómandi vel. Þegar þér eruð búinn að því, skuluð þér stilla for- hitarann ó kalt! Er það meðtekið? — Já, flugstjóri! svaraði George. — Forhitarinn? Hann sneri til höfð- inu. — Veiztu hver fjandinn það er, Janet? Það var eins og Turner hefði fjarskyriun. — Rofarnir eru beint fyrir fram- an bensíngjafirnar. Það varð hljótt stundarkorn. Frammi fyrir þeim kom London Air- port í Ijós. George sá turninn, flug- brautirnar og lendingarljósin. Hann horfði löngunarfullum augum á flugturninn. Þar inni voru örlög þeirra ráðin. Fyrir aftan Turner kom flugvallarstiórinn enn einu sinni í Ijós. — Hvernig er með bensíntank- ana? spurði hann. Turner kreppti höndina utan um hlióðnemann. Flugvallarstjórinn fór í taugarnar á honum. Honum fannst hann fullfær um að ráða fram úr þessu sjálfur. — Við erum að koma að því, sagði hann. — Halló 714! Heyrið þér til mín? — Við heyrum. — Nú skulum við tengja yfir á vængtankana, Spencer! Það er rof- inn hægra megin undir flöpsunum. Sjáið þér hann? — Sérðu hann, Janet? hvíslaði George. Hann var hræðilega tauga- óstyrkur. Öll þessi tæknilegu smá- atriði rugluðu hann. — Ég sé hann, George! Janet teygði fram hendina og færði til rofana. — Vængtankarnir klárir, Turner fIugstjóri, sagði hún í hljóðnemann. — Gott! Þið eruð nú kominn yfir flugvöllinn eins og þið hafið kannske tekið eftir. Hvílið ykkur nú, ef þið viljið, því nú fljúgið þið í meðvindi burt aftur. Eftir stund- arkorn eigið þið að snúa alveg við. Þetta gengur allt Ijómandi . . . Ég kem aftur! Uppi í 714 starði George á mæl- ana, þar til hann verkjaði í augun. Andlit hans var eins og meitlað í stein. Hálf mínúta leið án þess að nokkuð heyrðist annað en malið í hreyflunum. Síðan kom róleg rödd Turners aftur í hátalarann. — Halló 714! Þá byrjum við aft- ur. Heyrið þið til mín? — Við heyrum. — Gott, Spencer! Nú eigið þér að setja lofthreinsarann á „uppl' og forþjöppurnar á „lágt". — Eruð þér með? Takið yður bara góðan tíma og gætið þess að ruglast ekki. George bölvaði lágt og innilega. — Eruð þér með? Það var einmitt það, sem hann var ekki nú. Hann var dauðþreyttur, það hvein í eyr- um hans og hann verkjaði í höf- uðið. Honum fannst, að hann myndi æpa, þegar hann heyrði í Turner næst. Rödd Turners kom þegar til baka og George beit á jaxlinn. — Lofthreinsararofinn er þarna SOLUUMBOÐ: Júlíus P. GuSjónsson, Hcildverzlun, Skúlagötu 26, Rvík. Sími 11740 — 13591. SÖLUSTAÐIR: London, Rvík, Tízkan, Rvík, Verzl. Huld, Akranesi, Kf. BorgfirSinga, Borgamesi, Einar & Kristján, ísafiröi, Jóh. Blöndal, Sauðárkróki, Markaðurinn, Akureyri, Fönn, Neskaupstað, Verzl. Sigurbj. Ólafsdóttur, Vestmannaeyjum, Edda, Keflavík, Verzl. Fons, Keflavík, Nonni & Bubbi, Sandgerði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.