Vikan

Tölublað

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 2
í FULLRI flLVÖRU FORO LANDBUNAÐARBIFREIÐIN MEÐ DRIFI Á ÖLLUM HJÓLUM Lengd 386 cm. Breidd 174 cm. Hæð 181 cm. Með handtaki má aftengja millikassann. Hlífðarpanna undir skiptikössum. Drif á öllum hjólum. Framdrifslokur. 12 v. rafgeymir. 38 amp. alternator. Fóðrað mælaborð. — Djúpbólstruð sæti. Stór afturhurð. Lengd milli hjóla 233 cm. 6 cyl. vél. 105 hö. Eitt handfang fyrir hátt og lágt drif. 53 ltr. benzíngeymir aftast í bílnum. Gormafjöðrun á framhjólum. Alsamhæfður gearkassi (skiptikassi). Rafmagnsþurrka og rúðusprauta. Leitið upplýsinga. SVEINN EGILSSON H.F. UMBOÐIÐ LAUGAVEG 105 SlMI 22466 Jafnvægi í byggö landsins Árlega eyðum við töluverðu fé í að halda uppi byggð á hinum ólíklegustu stöðum á landinu, að því er virðist til þess eins að þessir staðir fari ekki í eyði. Þetta heitir að halda jafnvægi í byggð landsins. En hverjum ger- um við greiða með þessu? Við erum líka alltaf að ræða um fólksflóttann úr sveitunum eins og hann sé einhver Grýla með átta hala. Það þarf að greiða niður landbúnaðarvörur svo og svo mikið til þess að borga- gammarnir láti sér detta í hug að kaupa þær og neyta þeirra og samt er mæðzt yfir óheyri- legu verði á landbúnaðarvörum. Og hverjum er gagn að þessu? Vitaskuld verður að ákveða einhver skilyrði, sem staðir verða að uppfylla til þess að lagt sé fé í að halda byggð á þeim. Og það skilyrði verður að vera það, að einhverjir vilji búa þar; nógu margirtilþessaðbyggð svari kostnaði. Annars verður hún bara lögð niður. Þegjandi og hljóðalaust, hvort sem einhver fiskimið eru þar fram af eða ekki. Það er ekkert við því að segja, að fólkið leiti úr sveitunum þang- að, sem það fær betri og lífvæn- legri kjör. Lofum því að „flýja“ sveitirnar. Þar kemur, að aftur verður farið að drekka mjólk, éta smjör og osta og feitt kjöt á íslandi, og þá verður aftur arð- vænlegt að búa í sveit. Þá „flýr“ fólkið aftur úr borgunum út í sveitirnar og fær sér kýr og kind- ur og ef til vill fáeinar hænur, nokkra hesta og einn hund. Þetta hlýtur að fylgja hinu æfagamla lögmáli um framboð og eftir- spurn. Og það er brot á þessu lögmáli um framboð og eftirspurn, að leggja í ærinn kostnað til að halda jafnvægi í þeirri byggð landsins, sem ekki getur ballan- * serað sjálf. Það á að skrúfa fyrir alla fjárstrauma til þeirra byggð- arlaga, í mesta lagi veita þeim • fáu íbúum, sem enn hírast þar, einhvern brottflutningastyrk í staðinn fyrir að leggja veg til þeirra svo þeir geti flutt burt i eftir honum, og síðan ekki sög- una meir. Þegar íbúafjöldinn er orðinn svo mikill, að aftur verð- ur þörf fyrir þessa staði, þá er eftirspurn fyrir hendi, og þá verður að sjálfsögðu hafizt handa með að gera það sem nauðsyn- legt er. En fyrr er út í bláinn að vera að því. S.H. 2 VJKAN 45. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.