Vikan

Tölublað

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 9

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 9
Kaupið setja upp eina í New York, og hyggst færa enn út kvíarnar, og bæta við sig stofum í San Fran- sisco, Washington og Los Angel- es. Hvernig hann ætlar að fara að því að vera á öllum þessum stöð- um í einu, vitum við ekki. En sennilega má hann til með að æfa aðstoðarfólk sitt upp í sinni aðferð og dreifa því á staðina. Við sjáum hér myndir af nýjustu tízku Sassoons. Annars vegar er mynd af því, þegar þekkt sýning- arstúlka á Manhattan kom til rakarans, og meistarinn teygir út hár hennar og rannsakar málið. Á hinni myndinni er verkið full- komnað —og það er ekki hægt að neita því, að breytingin er mikil. Sassoon segir: — Flestir karlmenn eru að spekúlera í augum eða fótleggjum eða öðrum líkamshlutum, en ég hef mestan áhuga á hálsinum. Og á nýju klippingunni leggur hann líka sýnilega áherzlu á hálsinn, ekki satt? Höfuðborgin er að verða að höfuðborg Það var Kubitschek forseti, sem hóf byggingu hinnar nýju sam- nefndu höfuðborgar Brasilíu árð 1957. Hann nefndi hana „höfuð- borg vonarinnar“. Eftirmenn hans hafa ekki verið á sama máli. Qua- dros kallaði hana t.d. „borgina bölvuðu“, og eyddi meiri tíma í að horfa á kvikmyndir með Liz Taylor en hann varði til að dvelja í borginni. Goulart forðaðist borgina eins og heitan eld og um það leyti beittu stjórnmálamenn öllum ráðum til þess að fá stjórnar- setrið flutt til Ríó. En Brasilía Iifði þetta af og er nú farin að skjóta traustum rótum og líta út sem stórborg. Castello Branco, sem kom í stað Goularts, er svo sem ekkert sér- lega hrifinn af borginni heldur. Vinur hans hefur komizt þannig að orði: — í Ríó starfar forsetinn og hvílist. En í Brasilíu starfar hann aðeins. Samt sem áður virðist Branco ákveðinn í að ljúka því, sem Kubitschek byrjaði á. Eins og stendur er húsnæðisvandamálið hið erfiðasta í nýju borg- inni. Yfir tíu þúsund manns í þjónustu hins opinbera hafa t.d. ekki viðunandi húsnæði. Ríkið stendur nú að byggingu 2 þúsund íbúða, og hefur auk þess samið við verktaka um að reisa fjórar 800 íbúða risablokkir, og gefur verktökunum að launum m.a. fimm ára frí frá því að greiða skatta. Margt er og gert til að örva skemmtanalíf og samkomur í Brasilíu, til þess að laða fólk að. Stórt gistihús er risið af grunni, og verið er að fullgera íþróttaleikvang, sem tekur 55 þúsund manns í sæti. Auk þess hafa íbúar sjálfir stofnað með sér 29 klúbba. íbúafjöldi Brasilíu er nú um 330 þúsund manns, en áætlað að árð 1985 verði hann kominn upp í hálfa milljón. Á næsta ári mun brasilíska utanríkisskrifstofan flytja til borgarinnar, og ásamt henni 69 erlend sendiráð. Þá er álitið, að ekki verði þess langt að bíða, að allar opinberar skrifstofur flytji til hinnar nýju höfuðborgar, sem stendur 580 mílur norður af Ríó. COMBI COMBI HJARTAOARHID F0LG MODEN - STRIK SELV F0LG MODEN - STRIK SELV -|-#garn hjá okkur LAUGAVEG 59 SÍMI 10095 VIKAN 45. tbl. 0

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.