Vikan

Tölublað

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 11

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 11
•O Viljasterka unga stúlkan, sem einbeitti allri orku sinni til aS nó frægS í kvikmyndaheiminum, lagSist allt í einu í óreglu eins og versta götudrós. <5 BrúSkaupiS, sem vakti geysi athygli í kvikmyndaheiminum, endaSi í sorgarleik ó brúSkaupsnóttina. tíðina fyrir þér, sagði Landau, alvarlegur í bragði. — Geturðu hugsað þér að hafa blaðamannafundinn? — Hann sagðist hafa gifzt mér vegna sólar minnar, vinóttu minn- ar, — og það mó til sanns vegar færa. Það er víst alveg satt. . . — Allt í lagi, þú hefir gert slæm kaup, sagði Landau ókveðinn, en ekki óvingjarnlegur. — Ekki mín vegna, ekki frægðar þinnar vegna, en eingöngu sjálfrar þín vegna, bið ég þig um að halda þessu leyndu. Komdu á blaðamannafundinn með manninum þtnum og veittu okk- ur svigrúm til að hugsa um hvað við eigum að gera. Jean kinkaði kolli og brosti dauflega. — Mér líður svo illa að ég hefi ekki kraft til að mótmæla, sagði hún. Stórkostleg sviSsetning. Þegar Jean Harlow mætti á blaðamannafundinum daginn eftir, lék hún stærsta hlutverk sem hún hingað til hafði leikið. Og Paul Bern hefði átt að fá Oscar-verðlaun fyrir sitt framlag. Það var leikið á blaðamennina og allur landslýður gat lesið um þetta hamingjusama hjónaband þeirra Jean Harlow og Paul Bern. Þessi leikaraskapur hélt áfram næstu vikur. Út á við voru þau hamingjusöm, en í raun og veru var tilveran orðin þeim hreint hel- vfti. Bern kvaldist af smánartilfinningu. Hann grátbað Jean um að gleyma brúðkaupsnóttinni og vera kyrr hjá honum. — Ef ég get ekki gert þetta gott á ný, get ég ekki lifað, sagði hann. — Hvernig ætlarðu að gera þetta gott aftur? spurði Jean. — Hvað ætlarðu að gera? Eitthvað, sem er algerlega útilokað? Bern hné niður í stól. — Hver segir, að þetta geti ekki lagazt? Ég er skapaður eins og aðrir menn. Þetta er eitthvað sálrænt. Ég verð hræddur. — Dauðhræddur. En ég hefi löngun til að vera eins og aðr- ir menn. Ég hefi meiri löngun til þess en nokkurs annars hér í þess- um heimi. — Mér var lofað ást, — ekki lífeðlislegu vandamáli . . . Hún sneri sér frá honum. — Fimmtíu milljónir karlmanna, — og svo valdi ég þig! Bern var aumur og auðmjúkur. — Jean, hjálpaðu mér til að vinna bug á þessu. Ég lofa þér því, að ég skal verða bezti eiginmaður, sem nokkur hefir átt. — En ef ég get ekki hjálpað þér? — Þú, sem ert ástargyðja allrar veraldar . . . Jean hló, gleðivana hlátri. — Já, búin til með gegnsæjum nátt- kjólum og auglýsingaskrumi. Þú veizt bezt sjálfur, hve innantómt það er. Ég er ósköp venjuleg kona, sem á við venjuleg vandamál og vandræði að stríða. — Þá ættir þú að geta skilið mfn vandamál, sagði Bern hljóðlát- Framhald á bls. 49. VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.