Vikan

Tölublað

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 12

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 12
Ellie synti einn hring í viðbót í stóru sundlauginni. Það var sunnu- dagur og klukkan var aðeins hólf ellefu. Sundlaugin var ennþó bless- unarlega mannfá, en hún var orð- in þreytt. Hún tók af sér sundhettuna og hristi blautt hárið, meðan að hún klifraði upp tröppurnar, að efstu syllunni, þar sem hún hafði skilið handklæðið eítir. Hún þurrkaði sér vel og nuddaði sig vandlega með sólarolíu, svo setti hún á sig sól- gleraugun, breiddi úr handklæðinu og andvarpaði Hún fékk útborgað á mánudög- um, en var alltaf orðin blönk á sunnudögum. Þetta var svona, og hún var búin að fá góða æfingu í því að eyða hvíldardeginum á sem ódýrastan hátt- Þessi græna sund- laug var sá staður sem hún kunni bezt við, af öllum ódýrum skemmti- stöðum borgarinnar. Hún var vön að fara þaðan klukkan tvö, því að þá var orðið svo þröngt, að fólkið lá næsium því hvert ofan á öðru, og það var jafn erfitt að komast niður í sundlaugina, eins og upp úr henni En fyrrihluta dags- ins leið henni stórkostlega vel hérna. Ellie lagðist á magann, hagræddi sér sem bezt hún gat og undirbjó sig undir einkaskemmtiatriði sitt. Rétt fyrir neðan hana hlupu þrjú lítil börn út úr búningsklefa kvenna. Þau klifruðu niður í grynnri enda laugarinnar og fóru að skvetta vatni hvert á annað. Áður en varði voru þau komin upp öll þrepin og hlupu framhjá henni eins og hvirf- ilvindur. Þau stönzuðu á efstu syll- unni, rétt hjá Ellie, og hún heyrði hvernig þau flissuðu og skríktu. Hún sneri sér á hliðina, til að sjá betur til þeirra, þar sem þau voru að togast á um handklæði. Þetta voru greinilega tvær systur og lítill bróðir þeirra. Sundbolur yngri telp- unnar var nældur saman yfir mög- ur herðablöðin, með öryggisnælu. Eldri telpan, sem sýnilega réði yf- ir hópnum, kallaði skrækri rödd: — Pablito! Ef þú ekki gegnir, segi ég mömmu frá því, og þá færðu rassskell. Þessi hótun dugði, að minnsta kosti í þrjár sekúndur. Allt f einu slepptu þau öll handklæðinu, stukku niður allar syllurnar og hentu sér f laugina. Ellie hló og sneri sér aftur á magann, nógu snemma til að sjá velvaxna konu um þrftugt, ryðja sér braut upp syllurnar. Hún sneiddi liðlega framhjá sólbaðendum og lagðist rétt hjá Ellie. Það var að fyllast af fólki á neðri syllunum, en þessi kona ætlaði sýnilega að fá sér stað, þar sem hún yrði ekki fyrir ónæði af fólki, sem alltaf var að fara í laugina. Það var líka bersýnilegt að hún hafði ekki hugs- að sér að koma nálægt vatninu. Hún hefir líklega hugsað sér að bæta við sólbruna sinn. Hún batt vandlega Ijósrauðan klút um Ijóst hárið og hagræddi sér eftir föng- um. Þarna var komin ein í viðbót við skarann af áköfum sóldýrkend- um. Ellie furðaði sig alltaf á þolin- mæði sóldýrkendanna. Henni fannst þeir líkjast einna helzt glansandi líkum, þar sem þeir lágu þarna á syllunum, í fleiri klukkutíma, án þess að hreyfa legg né lið. Ellie reis upp á olnboga og renndi augunum að pylsuskúrnum. Það gæti verið gott að fá heita pylsu, en hana langað samt ekki svo mikið í pylsu, að hún nennti að troðast til að ná í hana. Þess í stað fór hún að horfa á tvær konur, sem komu gangandi meðfram neðstu syllunni. Þær flýttu sér upp þrepin, og reyndu að finna góðan stað. Þær námu staðar og yngri kon- an benti upp á við. Svo komu þær í áttina að Ellie. Jafnvel langt í burtu sá hún að þær voru líkar. Fyrst hélt hún að þetta væru mæðg- ur, en þegar að þær komu nær sá hún að það var ekki svo mik- ill aldursmunur á þeim. Þetta eru systur, hugsaði Ellie letilega. Svo sneri hún sér á bakið og lokaði augunum móti sólinni. Eins og að hún væri snert með töfrasprota, hætti hún að sjá og fór að hlusta. Ef að hún hafði aug- un opin, og sökkti sér niður í út- sýnið, liti, form og hreyfingar, flaut allt samtal í kringum hana út í eitt og varð að suðu fyrir eyrum henn- ar. En þegar að hún lokaði augun- um, varð heyrnin skarpari og Ellie gat heyrt samtölin í kringum Sig. Hún viðurkenndi fyrir sjálfri sér að þetta var á einn hótt það sama og að liggja á hleri En hvað gerði það til? Þetta var yf'rleitt bara alls- konar bull og þvættingur. — Hvar heldurðu að Clyde haldi sig eiginlega, sagði eldri konan, hálf ergileg. — Hann ætti að vera hér fljót- lega. Líklega hefir hann orðið að standa í biðröð við búningsklef ann. — En hvernig í ósköpunurr. á hann að finna okkur, hérna uppi'? — Við verður að reyna að komc auga á hann. — Hvernig datt þér í hug að draga okkur hingað, þar sem þetta er síðasti dagurinn okkur í New York. . . — Ég er búin að segja þér að það var vegna þess að mér finnst svo skemmtilegt hérna . . . — Drottinn minn, við getum leg- ið í sólbaði á skipinu. Ég var að vona að ég gæti séð eitthvað meira af borginni, áður en að við för- um heim. — Já, þetta er mér að kenna, Thelma. — Þér er auðvitað sama, þar sem þú býrð hérna. En ég hefi aldrei verið í New York áður. Er þér það Ijóst, að ég hefi ekki einu sinni komið nálægt Radio City. — Hún andvarpaði, sótti svo í sig veðrið og malaði áfram. — Við sjáum nú til hvernig það verður á heimleiðinni. En hvenær það verður veit ég ekki. Eftir tvo mán- uði, kannske þrjá, — Clyde er svo óákveðinn. Ég get ekki einu sinni sagt þeim heima, hvenær þau mættu búast við okkur heim . . . Ellie fékk gusu af vatni, þegar að börnin þrjú þustu aftur fram- hjá. — Þetta er það frekasta sem ég hefi vitað! hvæsti eldri konan. — Að vaða yfir handklæðið okkar, með svona óhreina fætur. Hún brýndi raustina. — Heyrið þið þarna! Hvar er mamma ykkar? Börnin flissuðu. — Bíðið þið bara, sagði hún í hótunarróm. — Þið hlægið ekki, þegar maðurinn minn kemur . . . — Thelma, í guðs bænum. — Einhver verður að kenna þeim að skammast sín. En ! alvöru Ruth, þá er það ekki svo undarlegt að ég sé hrædd um þig, eina í New York, þar sem svona mikið er af skrítnu fólki. -. — Ó, Thelma, byrjaðu nú ekki á þessu aftur. — Clyde lítur vonandi til þín ein- staka sinnum, þegar að hann er f New York? — Jú, það gerir hann. — Það ætla ég að vona. Mér finnst eiginlega andstyggilegt að vera að fara til Evrópu, og skilja þig eftir hér. Ég lofaði mömmu að líta eftir þér . . — Thelma, ég er ekkert barn lengur. Reyndu að skilja það. — En það er eitt, sem ég aldrei get skilið. Hversvegna hættirðu við þessa góðu stöðu, sem þú hafðir heima í Cleveland, til þess að flytja hingað. Rétt eins og að þú værir reið út í okkur, eða eitthvað því- líkt. — Það er nú búið og gert, og engin ástæða til að þvæla um þetta einu sinni enn. — Þú veizt að við höfum alltaf reynt að gera okkar bezta til þess að þér gæti liðið vel. Þú heldur vonandi ekki að Clyde hafi haft eitthvað á móti því að þú byggir hjá okkur? Þú veizt vel að hann er yfir sig hrifinn af þér. — Thelmal — Er þetta ekki Clyde, sem er að koma þarna? Jú það er hann. Clyde! hrópaði hún. — Hæ, æ, við erum hérna. — Hann heyrir ekki til þfn, í þess- um hávaða. — Það gerir ekkert til, hann er búinn að koma auga á okkur. Við hliðrum svolítið til, þá fær hann pláss. Drottinn minn, þvflfk þrengsli. Ellie opnaði augun, og gaut þeim að hinum margumtalaða Clyde. Hann var reglulega snyrtilegur, já, hann var eiginlega reglulega lag- legur. Hann breiddi úr handklæð- inu, og settist við hliðina á hinni málóðu konu sinni. — Hvar í dauðanum hefir þú haldið þig. Við Ruth erum búnar að bíða eftir þér í eilífðar tíma. — Það var svo þröngt í búnings- klefanum. En hvað vatnið er freist- andi. Eigum við ekki að stinga okk- ur f? — Alls ekki, ég er með nýlagt hárið, og ef ég fer að bleyta það, verð ég eins og drusla á skipinu. — Jæja, sleppum því þá. En þú, Ruth? — Ekki strax, kannske seinna. — Allt f lagi. Það er líka ágætt að liggja hér, og njóta sólarinnar um stund. — Pa-bli-to, heyrðist barnsrödd, vinstra megin við þau. Það kom eldri konunni til að æsa sig upp að nýju. — Andstyggð- arormar. Ef þú vissir hvað þau gerðu, Clyde. — Hvað var það, vina mín? — Þau hlupu hér fram hjá og trömpuðu á handklæðunum okkar. Sjáðu hvað þau eru óhrein. — Ó, já, börn eru svo hugsunar- laus. — Hugsunarlaus, það er nú held- ur vægt sagt. Geturðu ekki gefið þeim áminningu. — Ef þau koma aftur, skal ég tala við þau. Og svo skifti hann um umræðuefni. — En það dásam- lega útsýnil VIKAN 45. tW.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.