Vikan

Tölublað

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 23

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 23
Tvíburarnir leika sér saroan að nýju leikföngunum. Hérna eru þær að reyna nýtt þríhjól, sem er gjöf frá ítölsku rikisstjórninni. — Ég er ekki lengur ég sjálf.... Þetta voru fyrstu undrandi og angistarfullu orðin, sem heyrðust frá Santinu Foglia, þegar hún vaknaði í súrefnistjaldi, á barnasjúkrahúsinu í Torino, eft- ir skurðaðgerð, sem losaði hana endanlega við tvíburasystur sína Guiseppinu, en þær höfðu verið samvaxnar í sex ár. „Ég er ftkkí lengur ég sjálf“.... 011 höfum við líklega einhvern tíma á lífsleiðinni, einhver vandamál gagnvart okkar eigin persónuleika, en aldrei svona áþreifanleg. Telpurnar voru samvaxnar á bökum og mjöðmum og höfðu sameiginlegan ristil, þangað til að þær voru á fjórða ári, þá var fyrsta skrefið stigið til að skilja þær að. Þær lærðu að ganga, fyrst á átta, síðan á fjórum fótum og nú eru þær að læra að ganga á tveim. Nú eiga þær að vera eins og aðrir, og það getur orð- ið erfitt.... Stóra skurðaðgerðin, 10. maí, þegar fjórtán læknar, í þrem hópum unnu að því að aðskilja þær, undir handlleiðslu Luigi Solerino prófessors, lítur út fyrir að hafa heppnazt með afbrigðum vel, þrátt fyrir mikla erfiðleika. Hún stóð yfir í tvær klukkustundir og fjörutíu mínútur. Að baki þessarar skurð- aðgerðar liggur margra ára rannsókn á tvíburunum, sem ef til vill er ennþá athyglisverðari en sjálf aðgerðin. Skurðaðgerðin var eiginlega sönnun á því að rannsóknir læknanna á röntgenmyndum af beinagrind og æðakerfi telpnanna voru réttar. Eitt erfiðasta vandamálið vissu þeir fyrirfram, það var öndunin. Brjóstkass- ar telpnanna voru ekki fullþroskaðir, og það gat haft hættu í för með sér, við svæfinguna. Maður getur sett sig í spor prófessorsins, þegar að svæfingarlækn- irinn tilkynnti öndunarerfiðleika og að blóðþrýstingur Santinu hefði lækkað það mikið, að líf hennar var í hættu. Það, að blóðþrýstingur lækkaði með- an á skurðaðgerð stendur, er ekkert óvenjulegt, líkaminn bregzt venjulega þannig við hníf skurðlæknisins, en vandinn lá í því að hér var um einskonar „tvíveru“ að ræða. Hættunni var þó afstýrt með aðstoð lyfja og öndunar- hjálp. Aðgerðin byrjaði klukkan sjö um morguninn. Hálftíma áður hafði verið farið með Guiseppinu-Santinu af sjúkradeildinni niður í undirbúningsher- bergið, þar sem svæfingarlæknar tóku við þeim Telpurnar sjálfar voru ekkert órólegar, en í næsta herbergi sat móðir þeirra, sem grét og bað fyrir þeim, meðan á aðgerðinni stóð. Faðirinn, föðurafi og föðurbróðir voru þar líka, en þeir létu ekki bera eins mikið á angistinni, sem þeim bjó í brjósti. Sofandi var börnunum ekið inn í skurðstofuna, þar sem þær voru lagð- ar á óvenjulega breitt skurðborð, vegna þess að þær voru samvaxnar á bak- inu, þurfti gott pláss fyrir hendur og fætur. Fyrsti skurðurinn var gerður nokkrar mínútur yfir sjö og gengið frá þeim síðasta tuttugu mínútum fyrir tíu. Þegar læknarnir voru komnir í gegnum vöðvana, voru þeir komnir að viðkvæmum stöðum, þar sem slagæðar og taug- ar voru í einni flækju. Nú var um að gera að vera glöggur í líffærafræðinni, og í ofanálag líffærafræði samvaxinna tvíbura. Hvernig myndast svona vansköpun.. .. ? Hvað er það sem orsakar hana veit enginn. Aftur á móti vita menn að þetta eru alltaf eineggja tvíburar og að venju- leg klofning eggsins fer eitthvað úr lagi. Það hafa verið tvíburar samvaxnir á höfði, — brjóstkössunum, og með sameiginlegt æðakerfi eins og Ghang og Eng, sem frægastir voru allra tvíbura, á bökum og útlimum. Ef aðallíffæri eru sameiginleg, er aðskilnaður útilokaður. Ef tilraun hefur verið gerð þegar þannig er ástatt, er það venjulega gert til að bjarga þeim sem hefir meiri lífsskilyrði. Að öðrum kosti hefðu ef til vill báð- ir látið lífið. Guiseppina og Santina eru nú farnar að venja sig við að sofa hvor í sínu rúmi, eftir að hafa samrekkt í sex ár. Þær leika sér að brúðum sínum, hitta foreldra sína og verða heilbrigðari með degi hverjum í ítölsku sumarsólinni. En — hvað liggur fyrir þeim....? Jafnvel þegar að sárin eru gróin, eru mörg vandamál óleyst. Læknarnir vona að með sjúkraleikfimi verði brjóst þeirra sterkari, og þær eru nú þegar farnar að halda jafnvæginu og ganga einar sér, eins og annað fólk. Sálfræðingar hjálpa til með að byggja upp þeirra „innri mann“. í staðinn fyrir tilfinninguna „þetta er ekki ég“, verður að koma „þetta er ég“. Auðvitað var strax hugsað um skurðaðgerð, þegar að Ijósmóðirin í Grazz- ano d’Asti gaf skýrslu um þessa sérkennilegu tvíburafæðingu, og Giuseppina og Santina voru fluttar á barnasjúkrahúsið í Torino. Þar hafa þær dvalið allt Framhald á bls. 49. VIKAN 45. tbl. 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.