Vikan

Tölublað

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 25

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 25
unnudaginn 18. júlf 1965 lögðum við Margrét, kona mín, af stað f ferðalag til meginlands Evrópu. Tókum við far með flugvél fró F.í. kl. 8 að morgni. I Lentum ó Kastrup flugvelli ó Amager eftir IV2 st. flug fró Glasgow. Flugstöðin í Kastrup er mikil bygging og hvergi nærri vandalaust að ótta sig ó mannvirkjum þar. Við hjónin fylgd- h BU umst með ferðafélögum okkar upp tröppur miklar, inn f afar langan gang. Gengum lengi, lengi og sóum fjölda fólks ó öðrum gangi ofar og til hliðar. Beygðum loks til hægri og gengum niður í mikinn forsal, þar sem ferðahópar bíða eftir dóti sfnu. Þar fundum við töskur okkar eftir skamma bið. Ufan við flugstöð- ina beið fjöldi bfla eftir farþegum. Virðulegur karl greip töskur okkar og snaraði þeim inn í bíl sinn, ón þess að við óskuðum nokkurs. Ók síðan af stað. Leiðin ló um breiðar og hreinlegar götur, milli húsa úr brún- leitum steini. Mikill trjágróður fór vel við hinn milda brúna lit og vafn- ingsjurtir prýddu veggi húsanna. Bráðlega ókum við yfir Löngubrú, en hún liggur yfir sundið milli Amager og aðalborgarinnar. Þetta kyrrláta sund líktist lygnu og breiðu fljóti, en yfir brúna þjóta bílar og sporvagn- ar með miklum gný. Af og til lyftist miðhluti brúarinnar og vítt hlið myndast, þar sem skip og minni bátar sigla í gegn. En járnbraut til hliðar við brúna lætur sig ekki muna um að klofna í tvennt og víkja með- an skipin sigla fram hjá. Við sáum gistihúsið „Flótel Evrópu" gnæfa við himin skammt frá brú- arsporðinum. Töidum við okkur þá komin heim og vorum glöð. En bíl- stjórinn ók nú f ótal hringjum fram og aftur. Loksins staðnæmdist hann þó við aðaldyr hótelsins, og þjónn kom og opnaði bfldyrnar, greip töskur okkar og hélt á þeim inn í hótelið. Ekki var stofan okkar amaleg, öll hugsanleg þægindi voru þar inni, tvö rúm, hægindastólar, speglar, skrifborð, matborð, skápar og skúff- ur. — Og dýrðlegt útsýni yfir brúna, höfnina og eyjuna Amager. Dóttir okkar og tengdasonur, Sigrún og Finnur, voru í sumarleyfi f Kaupmannahöfn ásamt dætrum sínum Annettu og Marfönnu. Komu þau brátt í heimsókn til okkar. En ekki voru litlu stúlkurnar með. Þær voru gengnar til náða hjá afa og ömmu í Stenderupsgade 6. Við fórum nú öll f lyftuna og gengum út á götu. Veður var milt og blítt og mikil umferð á götum borgarinnar. Við gengum meðfram háum byggingum, með Ráðhústorgið á hægri hönd. Brátt komum við að hlið- um Tivoli og gengum inn. Allt var Ijósum skreytt og mikill hátíðabrag- ur á staðnum. Við gegnum lengi um götur og gangstíga. Þótti okkur staðurinn fallegur og tilbreytingarríkur, og undruðumst við, hve margt var þarna af skemmtiatriðum og glöðu fólki. Við horfðum á spænska balletsýningu og hlustuðum á söngkonuna Shirley Bassey, en hún er talin frægust ,,plötu"-söngkona Breta um þessar mundir. S.B. er falleg stúlka og hefir yndislega söngrödd. Hún er alin upp við mikla fátækt í brezku kolanámuhéraði. Minnist hún þess, að fjölskyldan skolaði af sér kolarykið í litlum blikkbala í eldhúskytrunni heima í Cardiff. Nú er S.B. mjög auðug og baðherbergið hennar hlaðið skrauti og þægindum. Rödd hennar hljómar víða, skær og laus við allt kolaryk. 19. júlí. Kl. 10 í morgun koma dóttir okkar og tengdasonur aftur í heimsókn með litlu stulkurnar. Þótti þeim nú heldur hafa hækkað hagur afa og ömmu að eiga þessa fínu íbúð f 17 hæða húsi, með útsýni til Sviþjóðar. Var nú ekki laust við að þær væru feimnar, einkum leizt þeim ískyggi- Iga á hökutoppinn á afa, en hann er þeim nýtt og óþekkt fyrirbrigði. Feimnin rauk þó út í veður og vind, þegar öll fjölskyldan var komin út á götu í glaða sólskini. Nú var ferðinni heitið á Thorvaldsens Museum, sem Eiríkur á Brúnum nefnir: „Þorvaldsens fallega smíðahús". Lýsing Eirfks á safninu (árið 1876) er á þessa leið: „Þegar komið er inn úr dyrunum, liggja þar tvö Ijón úr marmara, svart og hvítt og vant- ar ekkert nema Iffið. Þar var í einum sal frelsarinn og 12 postular. Þar sat Píus páfi 7. á stóli með kórónu gulli búna á höfði og í öllum tignar- skrúða, gullsaumuðum niður á ristar, og þótti mér svipmikil og merki- leg Ifkneskja. Þar stóð Samson sterki með Ijónshúð á handleggjunum, hausinn fastur við, rauður holdrosinn og hárið á og með kvistóttqn reka- Og ég kaupi pípurnar án umhugsunar eða tilgangs. Hljóðpípur eru alltaf hljóðpípur, og öllum börnum þykir gaman að eignast hljóðpípur. Ekki kvað drjólinn þetta kom til mála. Rúmið væri ekki nógu öflugt til að þola tvo. VIKAN 45. tbl. 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.