Vikan

Tölublað

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 26

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 26
Tók hann síðan til viS skóna, belgdi þó alla út og hamraði — en ég söng einsöng. — Þetta var mfn stóra stund. Seiður landa og stranda staur í hendi, er táknaði að hann hefði drepið það með, allt úr marmara og risalega stór mynd. Þar var einn konungur, stór og svipmik- III, á stórum hesti í öllum herklæðum með burt- stöng í hendinni og var meistaraleg smíði. Þarna voru mjög margar myndir fleiri, menn og dýr". Lýsing Eiríks er góð það sem hún nær, og skemmtilega orðuð. Hefi ég reyndar litlu við hana að bæta, því að mér er Ijóst að hrifning okkar af safninu hefir verið álíka mikil, þótt níu áratugir liggi á milli. Þykir mér þeir hugsa fávíslega, sem telja að listaverk „missi gildi" með breyttum tímum. Sönn list er sígild, þótt eðlilegt sé að nýir tímar skapi nýja list og í breyttum stíl. Allt of snemma urðum við að kveðja þennan merka stað. En tíminn leið fljótt og við vorum boðin til hádegisverðar hjá Rasmussenhjónun- um í Stenderupsgade 6. Þar búa afi og amma Anettu og Mariönnu, Og þar fengum við ágætar móttökur og góðan danskan mat að borða. 20. júlí. Kl. 10 árdegis fórum við Margrét ásamt Finni, Sigrúnu og litlu systrunum í heimsókn í Dýra- garðinn. Hiti var mikill og vorum við stundum nokkuð þreytt. En margt var að sjá og skoða. í Dýragarðinum er fallegt og fjölbreytilegt lands- lag, blóm og tré og tjarnir, — og einnig klettar og klungur, tilbúið af mannahöndum. Þarna VIKAN 45. tbl. eru líka allskonar byggingar, veitingastaðir og fleira. Við byrjuðum á að skoða fílana. Þeir voru fremur ótótlegir að sjá. Höfðu velt sér í skít um nóttina og nenntu varla að lita upp, þóti við þeim væri stuggað. ísbirnir sváfu fast á skemmtilegum klettastalli, en vatn var fyrir neð- an. Börnin sóttu mjög á að klifra í girðinguna í kring. En vissara er að gæta þeirra vel, því að ísbirnir eru hættulegar skepnur. Skógarbirn- ir eru þarna miklir sælkerar. Köstuðu börnin óspart sykri til þeirra, en bangsar gripu á lofti og átu. Nenntu þó ekki alltaf að hreyfa sig, því að hitinn fór vaxandi, er á daginn leið. Litlu systur nutu garðsins vel. Maríanna klifr- aði í girðingu (sbjarnanna, klappaði geitum í geitahúsum og horfði á litríka fugla frá suð- rænum löndum. En hrifnust var hún af mar- köttunum. Þeir voru ákaflega skemmtilegir, lögð- ust á bakið og veltu sér í sandinum, þutu svo á fætur og klifruðu upp í hátt vírnet. Þar hristu þeir sig og skóku og gerðu mikinn hávaða. Þetta endurtóku þeir í sífellu. Maríanna hló og hló, en grét hástöfum, þegar hún varð að yfirgefa þessa skrípaleikara. Ann- etta var alltaf glöð og prúð og horfði á dýrin með athygli. Ekki lét hún í Ijós sérstaka hrifn- ingu á einstökum dýrum. En bezt gæti ég trúað, að allt, sem hún sá, hafi verið henni mikils virði — og festst henni í minni. Eftir að hafa reikað um garðinn og skoðað ótal dýr, fórum við inn á veitingastað og feng- um okkur hressingu. Þarna er veitt bæði úti og inni, því að fjöldi manns, innlendra og útlendra, heimsækir garðinn daglega. Þarna í matsaln- um eru dýrahöfuð á veggjum og allskonar skreytingar, er minna á dýr af ýmsum tegund- um. Fannst okkur þetta skemmtilegt og hæfa staðnum og umhverfinu. Við höfðum orðið að skilja eftir bíl, sem Finnur hafði tekið á leigu, og ganga drjúgan spöl að garðinum. A bakaleiðinni gengum við um „blómgan beykiskóg", er á leið okkar varð. Inni í skóginum tókum við eftir svolitlum íkorna, sem klifraði fimlega upp í tré, skammt frá gangstígnum. íkorninn var svo skrýtinn og skemmtilegur, að við stönzuðum og virtum hann fyrir okkur um stund. Tókst Finni að lokka hann niður úr trénu með áköfu blístri, sem íkorninn virtist hrifinn af. Kom hann til okkar og þefaði úr lófum okkar. En hvarf á ný upp í tréð og hóf þar leik, þegar liann fann að hjá okkur var einskis að vænta. Því er ekki að leyna, að mér' fannst þessi aukaþáttur dýrasýningarinnar langtum beztur. Eg get aldrei til fullnustu sætt mig við að sjá dýr í búrum og girðingum, þótt ég að sjálf- sögðu skilji gildi og þýðingu dýragarða. En íkorninn litli var hér frjáls í sínu eigin ríki. Það fannst mér gaman að sjá. Seinna sama dag skoðuðum við Danmarks Akvarium í Charlottenlund. Þar er mikið fiska- safn og merkilegt á ýmsa lund. Þarna gat að Ifta fjölda fiskategunda, stóra og smáa, frá öllum hlutum heims. Þar á meðal og baneitraða muranefiska, skylda hrökkál þeim, sem Þórberg beit. Annars hef ég ekkert vit á fiskum og ætti sem minnst um þá að tala. 22. júlí. Kl. 11 ( morgun komu Finnur og Sigrún og dætur í heimsókn. Maríanna var fremur þreytt og úrill, eftir amstur og erfiði undanfarinna daga. En Annetta var hin glaðasta. Brugðum við okkur nú enn út á Strikið og verzluðum lítið eitt. Hresstum okkur síðan í Jarðaberjakjallaran- um, eins og daginn áður. En Maríanna var dauf og hafði litla lyst á berjunum. Bráði þó af henni, þegar við gáfum henni fallega „dúkku", sem hún varð mjög hrifin af. Eftir það tók hún gleði sína á ný og virtist afþreytt. Við höfðum ákveðið að fara með litlu stúlk- urnar í Tivoli. Að vísu höfðu foreldrar þeirra skropp- ið þangað með þær áður. En afi og amma vildu i líka sjá þær á þessum skemmtilega stað. Tivoli er ekki sízt skemmtistaður barna og ungl- inga. Þarna eru alls konar hjól með körfur og I báta á flugaferð. í þessum tryllitækjum virðast unglingarnir fá útrás fyrir þá hreyfingar og hraða- þörf, sem einkennir æskuna svo mjög. En þar eru

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.