Vikan

Tölublað

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 30

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 30
handklæði konunnar, og eitt þeirra sparkaði í handlegg hennar, þann- ig að hann hékk út af syllunni. Nú! hugsaði Ellie, og beið ( of- væni eftir því að konan risi á fæt- ur og skammaði barnið, en hún gerði það ekki. Sólin var miskunnarlaus. Ellie skalf þar sem hún stóð og starði á höndina, sem lafði máttlaus fram af syllubrúninni. Svo sneri hún sér við, tók upp sundhettuna og handklæðið og oln- bogaði sig á blindni í gegnum mannfjöldann. Halló, Thelma, halló! Seiður landa og stranda Framhald af bls. 27. sátum við góða stund og drukk- um kaffi. Loks kvöddum við hjón- in og litlu stúlkurnar og ókum heim í hótel. Nú skrifa ég þessar línur, en Margrét er að pakka niður í tösk- ur okkar. Á morgun höldum við áfram ferðinni til Þýzkalands. 23. júlí. Við flugum með SAS flugvél til Þýzkalands. Og kl. 11.30 lentum við á ílugvellinum í Frankfurt, ó- þreytt eftir þægilegt ferðalag. Svo hagar til í Frankfurt að flug- stöðvarbyggingin er drjúgan spöl frá flugvellinum Ókum við í vagni á milli. Flugstöðin er grfðarmikil bygging og hreinasta plága fyrir ókunnuga að rata þar. Helzta ráð- ið er að fylgja ferðafélögum sín- um fast eftir og missa aldrei af þeim sjónir fyrr en farangri er náð og líkur eru til að fram úr öllu rætist. Áslaug dóttir okkar og Hrefna vinkona hennar búa í Frankfurt um þessar mundir. Á þær settum við allt okkar traust. Brátt sáum við þær álengdar brosandi og glaðar. Höfðu þær fljótlega komið auga á hökutopp minn, og þótt mikið til hans koma. Þarna urðu fagnaðar- fundir, því að mikið höfðum við öll hlakkað til að sjást. Ég er lítt fær í þýzku, en Þjóð- verjar vilja helzt fala sitt eigið' mál. Við tókum því það ráð að láfa Áslaugu hafa nóg af þýzkum peningum og báðum hana að sjá okkur fyrir skemmtun og afmælis- gleði við okkar hæfi. Hún mundi fara nærri um, hvað okkur kæmi bezt. Síðar sama dag. Eftir hvíld og pylsuát leigðum við okkur bíl og ókum út í sveit. Regnið streymdi úr loftinu, en þó var bjart yfir og angan úr skóg- um. Við ókum til staðar, sem ég kalla Ólgubakka. Þar er lítið veit- ingahús í sveitaþorpi í nánd við Frankfurt. Þarna var undarlegt um- horfs. Fagurt hið ytra, en knæpan sjálf ekki sem girnilegust við fyrstu sjón. V:ð gengum inn ( Ktinn veit- ingasal. Þar sátu dólgar að sumbli, en skottlaus, spikfeitur bolabttur dormaði á gólfi. Við hjónin áttum að sofa á þess- um stað og gerði Áslaug því boð fyrir vertinn. Kom hann brátt í Ijós, fýi ungur maður, gildur og mikill á velli. Sýndi hann okkur tvö þokka- leg herbergi sitt á hvorri hæð, og hvað okkur hjón eiga að sofa í þeim. Leizt Margrétu ekki á að sofa ein á þessum stað, og bað Áslaugu að spyrja, hvort við mætt- um ekki sofa í sama herbergi. Rúmið væri breitt og við ekki ó- vön að sofa saman. Ekki hvað drjól- inn þetta koma til mála. Rúmið væri ekki nógu öflugt til að þola tvo. Að svo mæltu gekk hann snúð- ugt í burtu, en lét okkur ein um þetta vandamál. Kom nú í Ijós að hurðarskráin á öðru herberginu var biluð. Kallaði þá Áslaug enn á veit- ingamanninn. En hann kom ask- vaðandi með heljarmikinn lykil, sem hann rak ( skrána, árangurs- laust. Brást hann þá reiður við og gaf í skyn að við hefðum gert húsbrot. Varð nú að ráði að ég gisti hér einn. En Margrét færi með þeim stöllum og gisti hjá þeim í Bonames þar sem þær áttu heima. Var þetta vel ráðið enda hafði það komið til orða áður. Nú þegar allt var farsællega til lykta leitt, tók- um við gleði okkar á ný. Pöntuðum við nú gómsætt eplavín og sátum um stund þarna á kránni. Við og við skotruðu svolarnir augum, ekki ýkja fögrum, til kvennanna, en mig virtu þeir ekki viðlits, sem betur fór, enda sá ég þá ekki framar, þótt ég gisti þarna um nóttina. 24. júlí. Reyndar var þetta ágætur gisti- staður. Um morguninn var allt hreint og fágað, þegar ég kom ofan ( salinn kl. 7. Fuglarnir sungu ( garð- inum fyrir utan og sólin skein á blóm og tré. Og húsmóðirin var þarna brosandi, allra fallegasta kona að velgja kaffi á könnunni. Og innan skamms var bolabítur- inn syfjaði orðinn hinn ágætasti vinur minn. Allt í kring var fegurð og ánægja, nema hjá gestgjafan- um. Hann var fúll og þögull. Hef- ur líklega átt slæma nótt og ekki treyst sér til að sofa hjá konunni sinni, vegna ótta um hjónarúmið. Kl. rúmlega 7 að morgni komu stúlkurnar að sækja mig. Þótti þeim ég sællegur og ánægður með lífið hjá gestgjafafrúnni og bolabítnum. Ekk er ég þó grunlaus um að ugg- ur hafi sótt að konu minni, þegar hún hugsaði til mín á kránni, meðal hinna dólgslegu drykkjurúta. En sannleikurinn er sá, að þetta var aðeins skemmtilegur sjónleikur, sem lífið setti á svið að kvöldi hins ógleymanlega afmælisdags míns, en í dag varð ég hvorki meira né minna en sextugur! 25. júl(. — Salzburg. Erkibiskupinn hrekkjótti. — Hell- brunn. í nótt var hellirigning með þrum- um og eldingum. Birti þó til og gerði sólskin um hádegisleytið. Kl. 14 fórum við íslendingarnir í bíl til víðfrægs skemmtistaðar, þar sem margt var að sjá. Heitir þar HELLBRUNN, og er staðurinn skipu- lagður og stofnsettur af erkibiskupi einum, gamansömum og hrekkja- lóm hinum mesta. Fyrst gengum við gegnum fagran og friðsælan lystigarð. Þar var trjágróður fjöl- breytilegur og fagurt blómalíf. Djúpur lækur liðaðist eftir garðin- um. I honum synti urmull af fisk- um, stórum og smáum, og höfð- um við ekki séð slík fyrirbrigði áð- ur. Við suðurrönd garðsins gnæfði hár bergtindur, vafinn gróðri, hvar sem trjám eða öðrum plöntum tókst að festa rætur. Meðfram þessu bergi er lítill dýragarður, og voru girðingar dýranna sums staðar all- hátt uppi í klettunum. Ekki eru dýrategundir þessar mjög margar. En vel er að þeim búið, einkum þóttu mér skógarbirnir, steingeitur og gemsur athyglisverðar, þarna í þessu ævintýralega umhverfi. Nú áttum við eftir að skoða þann hluta bessa svæðis, sem ef til vill þykir minnisstæðastur. Líkist þetta reyndar töfrum, sem framdir eru með aðstoð gosbrunna af öllum hugsanlegum gerðum. Nokkrir blá- klæddir umsjónarmenn eða galdra- karlar stjórna þeim hrekkjabrögð- um, sem þarna fara fram. Gestum, sem þangað koma er skipt í hópa. Eru þeir látnir ganga hringferð um svæðið, inn í ótal sérkennilega hella, gerða samkvæmt hugkvæmni erkibiskupsins hrekkjótta. Þegar fólkið er sem ákafast að skoða ýmis töfratæki, byrja þau allt í einu að gjósa vatni. Fer þá ekki hjá því að gestirnir flýi skrækj- andi í allar áttir, rennblautir eftir hin óvæntu gos. Skal ég nú lýsa tveim þessara gosstaða lítið eitt. — Við upotök brunnanna er skeifu- laga svæði. Inni í því er steinborð eitt mikið og kringum það stein- stólar. í miðju borðinu er ofurlítil þró, þar sem vín voru kæld áður en þeirra var neytt. Erkibiskupinn frægi hafði það fyrir venju að bjóða hingað öl- kærum gestum til drykkju við þetta borð. Þegar drykkjan stóð sem hæst Helmingur mannkynsins er annaðhvort soltinn eða vannærður. HERFERÐ GEGN HUNGRI. OQ VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.