Vikan

Tölublað

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 34

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 34
Skemmtanir skammdegisins eru frainundan RICHARD HUDNUT ELSKAR ALLAR KONUR Richard Hudnut Fashion Style hæfi: bezt síSu hári. Einu sinnl heima hárliðun, og hárið helzt liðað um langan tíma. Richard Hudnut Egg Shampoo hæfir öllu hári og töfrar fram eðlilega fegurð þess. Fyrir feg- ursta og bezta útlit yðar — byrjið ávallt með Richard Hud- nut Egg Shampoo. Þegar hátíð fer í hönd. eða tíminn naumpr, notar stúlkan með stutta hárið auðvitað Ric- hard Hudnut Rollquick heima- hárliðun — og hárið fer betur en nokkru sinni fyrr. Aðlaðandi og ánægð með RICHARD HUDNUT ( þessarri borg. Síðan hefur allt stefnt í betri átt. Og nú er Dubro- vnik orðin mikil ferðamannaborg, þó að íbúatala borgarinnar sé stöð- ugt fremur lág (tæp 30 þús.). Ný hótel rísa af grunni meðfram strönd- inni. Og við þau hlýtur að skap- ast mikil atvinna, bæði við bygg- ingar og þjónustu. Sagt var okkur að 12 þús. gestarúm væru ( þess- um hótelum. (í ferðamannabæklingi eru þau talin miklu fleiri). Dubro- vnik hefur verið talin all mikil iðnaðarborg: tréskurður, útsaumur, og teppavefnaður er hér stundaður með ágætum árangri, og eitthvað mun vera um fleiri iðngreinar hér. Iðnaðarvörur borgarbúa eru hér víða til sölu og þykir ferðamönn- um mikill fengur í hinum ódýru og skemmtilegu hlutum, sem hér eru á boðstólum. En það sem einkum dregur ferða- menn hingað er þó sérkennileg feg- urð staðarins, og baðströndin girni- lega, með sandfjörum, víkum og vogum. Að lokum vil ég segjaþetta: Töfrar Dubrovnikborgar hljóta að hafa áhrif á fólkið, sem hér á heima. Seiður strandarinnar býr í augum þess og fasi. Og þess vil ég óska, að fólkið fái að njóta sinn- ar eigin borgar, að útlendinga- straumurinn víki því ekki til hliðar, eða sogi það til sín og glati sér- enkennum þess. 3. ágúst. Skammt frá dúfnatorpinu er grænmetistorgið fræga. Þar eru seldir alls konar ávextir og græn- meti, alifuglar og sitthvað fleira. Hávaði er þarna mikill á suður- landa v(su, og ekki hefði ég vilj- að dvelja þqr langdvölum, þótt mér þyki forvitnilegt að koma þar og horfa á viðbrögð fólksins. Eigi langt frá grænmetistorginu er annar verzlunarstaður, sem gam- an er að heimsækja. Þar er mikill vörumarkaður á stóru svæði milli skuggasælla bygginga. Hefur þar hver sölumaður eða sölukona sitt sérstaka borð og sínar sérstöku vör- ur af ýmsum tegundum. Vörurnar eru f jölbreyttar, en ekki að því skapi merkilegar, sumar hverjar. Þarna er þó töluvert af góðum gripum, sérkennileg gömul hljóðfæri, tréskurður, alls konar vefnaður, útsaumur og margt fleira, sem gaman er að skoða. Fremur þykir mér fólkið ýtið að koma vörum rínum í verð. Jafnvel kemur fyrir að sölufólk grípur til gesta og leiðir þá að borðum sínum með pati miklu og gyllandi lýsingu á vörunum. Þetta er þó ekki sak- næmt, og enginn mun verða fyrir áberandi vandræðum af þeim sök- um. Eg kemst fljótt í kynni við sumt af þessu torgsölufólki og mun ég segja frá því síðar. En fyrst ætla ég að segja söguna af bjarg- vætti mínum, skósmið einum ágæt- um, sem reyndist mér betur en nokk- ur annar Dubrovnikbúi. Saga þessi hefst með því, að ég geng sem leið liggur frá sölutorg- inu áleiðis til dúfnatorgsins mikla. Fann ég þá allt í einu til óþolandi hitaverkja í fótum, líkt og skórnir mínir væru á góðum vegi með að éta sig inn í hold mitt og kvelja mig til óbóta. Þessi tilfinning á- gerðist stöðugt, þangað til ég sá þann kost vænstan að fara úr skón- um og ganga berum fótum á heit- um steinfleti „Stradunglavna ulica". Við þetta létti mér mjög, en fólk- ið starði á mig hvar sem ég fór, því að Dubrovnikbúar ganga allir á einhverjum skónefnum á götum úti, og aðkomugestum mun hafa fundizt þetta villimennska. Brátt hugkvæmdist mér að leita inn í þrönga mjógötu. Þar var ég svo stálheppinn að rekast á skó- smið einn, kempulegan náunga, sem hamaðist kófsveittur á verk- stæði s!nu. Garpur þessi tók mér forkunnar vel, bar mig svo að segja á stól úti í horni, tók af mér skóna setti púða undir fætur mér og tók síðan til að berja skóna og troða þá út á allar lundir. Falleg sólbrún unglingsstúlka settist á stól við hlið mína. Gerði ég tilraun til að mæla við hana á enska tungu, og undraðist mjög, er ég varð þess vísari, að hún kunni töluvert í ensku, og vissi auk þess þó nokkuð um ísland og (slendinga. Skósmiðurinn negldi skóhæl stúlk- unnar meðan skórnir mínir tútnuðu út [ þvingunum. Og eftir nokkra stund gátum við unga stúlkan yfir- gefið mjógötuna og stikað út ( sólskinið, bæði f nýviðgerðum skóm. En margt fer öðruvísi er ætl- að er. Nokkru seinna varð ég aft- ur að leita á náðir skósmiðsins í mikilli neyð. Ég fann ekki betur en að skórnir mínir væru stöðugt að þrengjast, og það svo mjög, að ég gat bókstaflega [ hvorugan fótinn stígið. Skósmiðurinn hafði notað daginn vel og var nú orðinn þétt- kenndur. Tók hann mér enn betur en áður, faðmaði mig að sér, setti mig á stólinn góða og sleppti engri þjónustu, sem hann hafði áður sýnt mér. Auk þess grep hann nú vodka flösku eina mikla, hellti í glas og bað mig að drekka. Tók hann síð- an til við skóna, belgdi þá allt út og hamraði svo að þeir mega heita eyðilagðir. Að því búnu hóf hann upp söng mikinn og falskan. Ég tók undir og hætti hann þá brátt, VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.