Vikan

Tölublað

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 39

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 39
um elskaði. Hún veitti keisaran- um svo þungar ótölur fyrir sam- bandið við móðurina, að hann ákvað að losa sig við gömlu kon- una á öruggan máta. Fyrst reyndi hann að drekkja henni, en er það mistókst, réðu nokkrir liðs- foringjar hana af dögum með rýtingsstungum. Litlu síðar kynntist Neró ungri fegurðardís, er Poppea Sabína hét, og gekk að eiga hana. Að vísu var hann áður kvæntur Oktavíu, dóttur Kládíusar keis- ara, en ]ét sér ekki nægja að skilja við hana, heldur fékk til hina sömu liðsforingja, er myrt höfðu móður hans, til að sjá einn- ig fyrir eiginkonunni. Þeir reynd- ust hlutverkinu vaxnir, slógu Oktavíu í rot, skáru hana síðan á púlsinn og létu henni blæða út í volgu baði, til að svo liti út sem um sjálfsmorð hefði verið að ræða. Þrátt fyrir þetta annríki dvín- aði ekki áhugi Nerós fyrir list- um, einkum grískum, sem Róm- verjar snobbuðu álíka mikið fyr- ir og nútímamenn fyrir Picasso og öðrum Parísargoðum. En „Hvað metur skríllinn skálds- ins himneska auð? Skríllinn hrópar: Leiki og brauð,... “ og Neró var auðvitað nógu mik- ill diplómat til að taka hæfilegt tillit til alþýðunnar. Á miðsumri árið 64 hélt hann myndarlega Bakkusarhátíð í fögru umhverfi við vatn eitt í nágrenni Rómar. Var þar öllum rómverskum borg- urum heimilt að éta og drekka að vild á keisarans kostnað, svo og kjósa sér til skyndiásta þær konur, er þeir hirtu að hafa. Skemmti fólk sér þarna á svo frjálslegan máta, að með ein- dæmum þótti, jafnvel á róm- verskan mælikvarða. Þarna gengu prúðustu húsfrúr og meyj- ar af tignustu f jölskyldum heims- veldisins til kærleika við róna og slarkara af lægstu stigum þjóðfélagsins, en eiginmenn þeirra og bræður gömnuðu sér á móti við mellur og ambáttir. Þessi orgía hvarf þó í skuggann fyrir því, sem á eftir fylgdi: Róm- arbrunanum mikla, sem tortímdi miklum hluta borgarinnar. Marg- ir telja Neró hafa ráðið þeim eldi, þótt það verði auðvitað aldrei sannað. Enn síður er ljóst, hvað honum hefur gengið til með þessu tiltæki. Ef til vill langaði hann bara til að sjá stórt bál, því barnaskap hans, sem seinni árin nálgaðist meir og meir hreina geggjun, voru lítil tak- mörk sett. Kannski ætlaði hann, skáldið og söngvarinn, aðeins að þóknast guði sínum á dálítið rausnarlegan hátt, svo sem Davíð Stefánsson kveður í ljóði því um keisarann, sem vitnað var til áð- ur og heitir í samræmi við erfða- sögnina. Þegar Rómaborg brann, lék Neró ó sítar og söng: silveb GiHette Silver Gillette-þægilegur rakstur með rakblaði, sem endist og endist „Feitum nautum fórna menn Júpíter. Slík fórn er samboðin honum, en ekki þér. Menn brenna sauðum og biðja um frið og ró. Ég brenni lýðinn til dýrðar þér, Appolló. Ég brenni hallir. Ég bræði málma og grjót. Ég brenni allt, sem er heiðrað við Tíberfljót... “ Það lukkaðist nú ekki fullkom- lega, því miður, liggur manni við að segja, því varla hefði ver- ið eftirsjá í því óþverrabæli, sem Róm hefur verið á flestum tím- um. Sem kunnugt er, kenndi Neró kristnum mönnum um brunann, en þeir voru þá þegar fjölmennir í borginni og yfirvöld- unum óþjálir á ýmsan hátt. Lét hann aflífa mikinn fjölda á sem fólskulegastan hátt: voru sumir rifnir í tætlur af rándýrum, aðr- ir krossfestir, enn aðrir vættir í eldfimum vökva og síðan kveikt í þeim. Þeim, sem fengu að kenna á síðastnefndu aðferðinni, lét hann gjarnan stilla upp í skemmtigörðum keisarahallar- innar, svo þeir kæmu að notum sem ljósastaurar eftir að dimmt var orðið. Þótt kristnir menn væru ekki vinsælir í þann tíð, þótti mörg- VIKAN 45. tbl. gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.