Vikan

Tölublað

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 47

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 47
ambassador Persíu, Baktiari Bay, í gær? — Hver sagði yður það? — Kóngurinn. Hann tók bréf upp af borðinu og klappaði á það með fingurgóm- unum. — I morgun fékk ég skipun frá kónginum um það, að færa yður hingað við fyrsta tækifæri og fá skýringu hjá yður. — Njósnarar hans hágöfgi eru mjög fljótvirkir. — Fyrir það fá þeir laun sín, sagði Colbert. — Jæja, hverju svarið þér? Hver kom yður til að heimsækja fulltrúa Persíukeisara? — Aðeins forvitnin. Colbert ræskti sig. ■— Við skulum útiloka allan misskilning Madame. Þetta er alvarlegt mál. Viðskiptin milli þessarrar erfiðu persónu og Frakklands hafa orðið slík að hver sá, karlkyns eða kvenkyns, sem heimsækir hann, getur átt á hættu að vera álitinn svikari. — Hvílík fjarstæða! Mér fannst Baktiari Bay mjög áfjáður í að hitta mesta einvald heimsins og dást að fegurð Versala. — Og ég hélt, að hann væri i þann veginn að hverfa, án þess svo mikið sem að leggja fram skilríki sín. — Hann hefur ennþá meiri áhyggjur af því. Hann líður fyrir það, sem hann álítur kurteisisskort, af hálfu allra þessarra hirðfífla, sem hafa verið send til hans — Tercy, Saint-Amen og hvað þeir nú heita.... — Þér talið mjög óvarlega um reynda stjórnmálamenn í utanríkis- málum. Eruð þér að gefa í skyn, að þeir kunni ekki starf sitt? á morgun. Ég býst við, að konunginn langi til að lieyra sögu yðar, eftir að hann hefur borið hana saman við upplýsingar sínar. Ég mun einnig verða þar, til að ræða við hans hágöfgi um málefni, sem ég hef verið að hugsa um, og þar sem þér getið hjálpað okkur varðandi viðskiptin við Baktiari Bay. Hann leiddi hana til dyra og sagði við varðmennina tvo: — Leyfið henni að fara. Angelique var svo utan við sig vegna endalokanna og þessum óvænta atburði, að hún lét fallast niður í stól frammi í biðstofunni, eftir að lögreglumennirnir voru farnir, og tók ekki eftir umsækjandanum, sem hafði tekið sæ,ti útlendingsins. Að lokum kom hann frá fundi sínum með Colbert, og spurði hana með áberandi errum, hvort hún vildi koma með honum og svipast um eftir leiguvagni, því hann kæmist ekki á annan hátt aftur til Parisar. Angelique fylgdi honum eins og í leiðslu, og það var ekki fyrr en hún rakst á ekilinn sinn, að hún kom aftur með fæturna niður á jörðina. — Ég bið yður að afsaka, Monsieur. Það var ég, sem hefði átt að biðja yður að gera mér þá ánægju að aka með mér til Parísar í vagni mínum. Útlendingurinn virti fyrir sér silfurgráan og silfurskreyttan vagn- inn og búning ekils hennar, og brosti vorkunnsamlegur við henni. — Vesalings barn, sagði hann. — Ég er miklu ríkari en þér. Ég á engar eignir, en ég er frjáls. ■I0HANHES HORflFJOBfl H.F. hvebfisgdtu iu — Þeir kunna ekkert á Persa, svo mikið er víst. Baktiari Bay kom mér fyrir sjónir sem maður með hagstætt hugarfar, þar sem stjórnin er annars vegar. —• Hversvegna neitar hann þá að leggja fram skilríki sín? — Af því að honum finnst hafa verið tekið ókurteislega á móti honum, og að koma til hirðarinnar í vagni með varðmenn við dyrnar, sé fyrir neðan hans virðingu. — En þannig er tekið á móti öllum ambassadorum í þessu konung- dæmi. — Hann sættir sig ekki við það. — Hvað vill hann þá? — Hann vill ríða í gegnum París, meðan rósalaufum er kastað yfir hann, og fólkið lýtur honum. Ráðherrann sagði ekkert. — Það er yðar að sjá um þetta, Monsieur Colbert, sagði Angelique. — Mitt? sagði hann örvæntingarfullur. — Ég kann ekki einu sinni frumatriðin í svona siðareglum. — Ékki ég heldur. En ég veit nóg til að segja, að það er kjánalegt að reyna ekki einhvern milliveg heldur en að missa af sambandi, sem gæti reynzt Frakklandi hagstætt. Colbert strauk óstyrkur af andliti sinu. — Segið mér þetta í smá- atriðum, sagði hann. Angelique lýsti nákvæmlega fyrir honum ferðalaginu. Colbert hlýddi á hana, án þess að það vottaði fyrir brosi á andliti hans, jafnvel ekki, þegar hún lýsti því, þegar hans hágöfgi vildi láta endurtaka pyndinguna. — Minntist hann nokkuð á hin ýmsu atriði samningsins? — Ekki hið minnsta. Hann minntist aðeins á, að við gætum hvergi fegið jafn fallegt silki og frá Persíu.... og ó, já, svo minntist hann dálítið á frönsku trúboðsstöðvarnar. — Minntist hann nokkuð á bandalag við Araba eða Rússa? Angelique hristi höfuðið. Ráðherrann var niðursokkinn í hugsanir sínar. Angelique leyfði honum að hugsa stundarkorn, áðúr en hún hélt áfram að segja frá. — Þegar allt kemur til alls, endaði hún glaðlega, — hef ég unnið yður og konungi Frakklands þó nokkurt gagn. —• Ekki aldeilis! Þér hafið verið fljótfær og spillt fyrir! —• Hvernig, i drottins nafni. Ég er ekki skráður hermaður, sem verður að biðja yfirmenn sína leyfis, ef hann ætlar að heimsækja einhvern. — Þar farið þér villur vegar, Madame. Leyfið mér að segja yður afdráttarlaust, að þótt þér haldið yður sjálfráða gerða yðar, er stað- reyndin sú, að því hærra sem þér rísið, þeim mun vandlegar verðið þér að gæta þess að taka ekki víxlspor. Heimur hinna stóru er fullur af gildrum. Þér sluppuð nú með naumindum hjá því að vera tekinn höndum.... — Ég hélt, að það væri búið að handtaka mig. — Nei. Ég tek á mig þá ábyrgð að láta yður ganga lausa, þar til ég hef jafnað málin við hans hágöfgi. Gætið þess samt, að vera í Versölum — Sá er skrýtinn! hugsaði hún um leið og vagninn lagði af stað. Borið saman við áhyggjur hennar um morguninn var ferðin til baka mjög þægileg. Nú gat hún viðurkennt fyrir sjálfri sér, að hún hefði verið dauðhrædd, því hún vissi vel, að misskilningur eins og hafði átt sér stað, er ekki alltaf auðleystur. Nú gat hún rabbað í ró og næði við þennan kurteisa mann, sem hafði verið svo almennilegur við hana, þegar allir virtust forðast hana eins og pestina. — Má ég spyrja yður að nafni, Monsieur. Ég minnist þess ekki að hafa séð yður við hirðina. — Ah! en Þér hafið gert Það. Hérna um daginn, þegar hans há- göfgi veitti yður skammel, og þér hreyfðuð yður með slíkri fegurð og virðingu, og svarti kjóllinn virtist eins og ásökun í garð allra þess- ara marglitu fugla. — Ásökun? — Það er kannske ekki rétta orðið. Þér voruð svo frábrugðin hin- um, svo miklu æðri, að mig langaði til að hrópa: Ekki hana! Ekki hana! Takið hana burt héðan! — Guði sé lof að þér gerðuð það ekki! — Ég hefði átt að gera það, andvarpaði hann. — Allan þann tíma, sem ég hef verið í Frakklandi, hef ég ekki verið hálfur maður. Frakkar eru ekki eins fljótir til og aðrar þjóðir. Þeir taka höfuðið á undan hjartanu. — Hvaðan eruð þér? — Ég er Rakoczy prins og land mitt er Ungverjaland. Prinsinn sagði henni að allt frá bernsku hefði hann afsalað sér öllum sínum eigum og helgað sig fólkinu, en ömurleg kjör þess höfðu snert hann djúpt. Hann hafði stofnað til byltingar til að setja konung Ung- verjalands af, með þeirri afleiðingu að konungurinn varð að flýja til Rómakeisara í útlegð. — Þá hlýtur þetta land að vera i Evrópu, hugsaði Angelique. — Síðan var lýðveldi í Ungverjalandi um hríð. Svo kom gagnbyltingin og henni fylgdi hræðileg niðurlæging. Samherjar mínir sviku mig fyrir munnfylli af brauði, en mér tókst að flýja, og faldi mig I klaustri. Svo komst ég yfir landamærin, þótt mín væri leitað, og til Frakklands, þar sem vel var tekið á móti mér. — Það er gott að heyra. Hvar eigið þér heima í Frakklandi? — Hvergi, Madame. Ég er förumaður eins og forfeður minir, Ég bíð eftir að snúa aftur til Ungverjalands. — En eigið þér ekki vísan dauða þar? —• Ég sný aftur fyrir þvi, strax og ég hef fengið konung yðar til að hjálpa mér til að efna til annarrar byltingar. Ég er byltingarmaður af öllu mínu hjarta. Augu Angelique stækkuðu. Þetta var fyrsti raunverulegi byltingar- maðurinn, sem hún hafði séð. Köllun hans til byltingar hafði gert hann hræðilega magran, en það var ljós í augum hans, sem kom í veg fyrir að nokkur aumkaði hann eða gerði grín að honum. Og hann virtist hæst ánægður með það hlutskipti, að vera ofsóttur maður. — Hvað kemur yður til að halda, að konungur okkar muni veita VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.