Vikan

Tölublað

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 51

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 51
réttinum til að vera eins og annað fólk. — Hver segir það? — Það segi ég, sagði Landau, — og blöðin, Majestic félagið og þasr milljónir dollara, sem búið er að eyða í þig. Þessvegna bið ég þig um að setja tappann í flöskuna og að halda þér sem lengst frá hótelherbergjum og ókunnum karl- mönnum, svo ég þurfi ekki að skammast mín fyrir þig. Jean sneri sér að honum. — Nei, hlustaðu nú á mig, Arthur Landau. Það ert þú sem vinnur fyrir mig. Það er ég sem skipa, þú hlýðir! — Eg vinn fyrir sjálfan mig, svaraði Landau reiðilega. — Ég hefi marga viðskiptamenn, þú ert bara einn af þeim. Þú borgar mér fyrir að gefa þér góð ráð, og það var ég einmitt að gera núna. — Ég borga þér nokkuð mikið, þú gætir bætt því við . . . — Ég sagði einu sinni við þig, að þú ættir eftir að sjá eftir þessum tíu prósentum sem ég fæ. Það eru fáir, sem muna eftir því, þegar þeir eru á uppleið, en þegar þeir eru á niðurleið, verða þeir að skella skuldinni á einhvern annan. — Hver segir, að ég sé á niður- leið? Landau tók andlit hennar í lófa sér og ýtti henni að speglinum. — Líttu á andlit þitt, skoðaðu það nákvæmlega. Þú ert með dökka bauga undir augunum, hrukkur, og svo ertu þrútin í ofanálag. Hugs- aðu um, hvernig þá verður eftir eitt ár, þegar þú færð aðeins lé- leg hlutverk, og svo . . . Landau fór, leiður og vonsvik- inn. Hann var ennþá reiður, en reiðastur sjálfum sér, vegna þess að hann fann vanmátt sinn, van- mátt til að hjálpa henni. Það var ekkert, sem gat bjarg- að Jean Harlow framar. Hún fannst snemma morguns, liggjandi á ströndinni. Enginn vissi, hversvegna hún var þarna. Ef til vill var skýr- inguna að finna í viskíflöskunni, sem lá við hliðina á henni. Ef til vill var einasta skýringin þessi vesæli likami sjálfur, sem lá yfir- gefinn í fjöruborðinu. Og öldurnar sleiktu fætur hennar . . . Hún var með lífsmarki þegar hún fannst. Hún lifði það, að vinir henn- ar gátu séð hana, áður en hún dó. Arthur Landau horfði á hana í súrefnistjaldinu og sá að andar- drátturinn var að fjara út. Og hann sá, þegar allt var búið . . . Læknirinn lagði varlega höndina á öxl hans. — Við ráðum ekki enn- þá við lungnabóigu, sagði hann. — Hún dó ekki úr lungnabólgu, sagði Landau snöggt. — Að mínu áliti . . . Læknirinn var hálf utan við sig. — Lífið varð hennar bani, sagði Landau. — Hún gaf það öðrum, og átti svo ekki nóg eftir handa sjálfri sér. . . Jean Harlow varð aðeins tuttugu og sex ára gömul. ★

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.