Vikan

Tölublað

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 2
í FULLRI HLVÖRU Þó að sía sé setft á sigarett- una má ekki fórna bragðinu. Reyniö því L&M Síendnrtekin jól Nú líður að því að við höldum heilög jól upp á góðan og nokk- urra áratuga gamlan máta, með rafmggnsljósum alla vega litum og hangikjöti eða jólagraut ell- egar gæsum eða rjúpum ailt eft- ir smag og behag, rásum á milli í jólaboðin og förum jafnvel eitt- hvað út að skemmta okkur, en t uppgötvum svo að við þurfum minnsta kosti þrjá fjóra daga í vinnunni til að jafna okkur eftir þetta heriega frí sem við vorum búin að hlakka til síðan á jól- unum í fyrra. Þetta er kannski kaldhæðnis- lega sagt en það er sannleikur í broddinum. A því hefur verið klifað mörg undanfarin jól að þau séu komin út í hreina sýnd- armennsku og það er líka alveg satt og það verður haldið áfram að klifa á því um ókomin ár, því bílífið er svo gott að það vill enginn sleppa því. En vid þurfum kannski ekki endilega að spilla jólagleði barnanna með því að ausa svo miklu yfir þau af aukajólum, að þau kunni ekki að meta réttu jólin? Ég á hér við öll þessi litlu jól, sem haldin eru í skólunum frá því um miðjan desember og svo aftur jólaböllin, sem verið er að halda fram í miðjan janúar, þar sem brammað er með krakk- ana kringum jólatré og kyrja yf- ir þeim sálma og spássérlög, með- an þau eru að hugsa um það eitt hvort rauðklæddi trúðurinn sem búið er að prakka upp á íslenzk börn fyrir jólasvein fari ekki að koma með epli og appelsínur og mola af súkkulaði, eða hvort þau geti ekki farið að ærslast og hrinda hvert öðru og pústra eða renna sér fótskriðu eftir parkétt- gólfinu í danshúsinu, þar sem jólaballið er tíðast haldið. Litlu jólunum er ég ekki kunn- ugur af eigin reynd, þar sem þau voru ekki komin í tízku þegar ég var í skóla, en mér skilzt að þar sé skreytt jólatré og jólahug- vekjur séu lesnar og jólasálmar 1 sungnir, svo litlu angarnir eru settir í jólaskap; stundum strax hálfvaknaðir klukkan átta að morgni, jafnvel látnir skiftast á gjöfum, kannski ekki ýkja merki- legum, en þessi forauglýsing jól- anna hlýtur að skemma fyrir þeim, þegar kemur að hinum eig- inlegu jólum, helgistundinni sjálfri á heimilinu og því, sem fylgir henni. Tilgangurinn hefur kannski verið góður I upphafi, en er ár- angurinn eftir því? S.H. 2 VIKAN 46. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.