Vikan

Tölublað

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 4

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 4
Aárunum 1958 — 1962 varð ung kona, Irene Botteri frá Massaehusetts ófrísk fjórum sinnum, en öll skiptin end- aði það með skelfingu. Hún missti þrjú fóstur og eitt ófullburða bam. Þau hjónin voru ákaflega rauna- mædd yfir þessu, og voru mikið að hugsa um að ættleiða barn. í byrjun ársins 1963 varð hún ó- frísk í fimmta sinn, þá tuttugu og átta ára. Læknir hennar, sem þekkti raunasögu hennar kom að máli við hana og spurði hvort hún væri til- leiðanleg til að láta gera á sér til- raun, ósköp hættulausa, sem ætti að framkvæma í St. Margarets spít- alanum í Boston. Læknirinn sagði henni að tilraun- in væri í því fólgin að lítil skinn- pjatla væri tekin af handlegg manns hennar og yfirfærð á handlegg hennar. Aðgerðin væri alveg hættu- laus. — Yðar tilfelli er sérstaklega gott til þessara rennsókna. þar sem þér hafið svo oft misst fóstur, sagði læknirinn við hana. — Við erum einfaldlega að reyna að kynnast bet- ur efnafræði líkamans hjá konum, sem geta ekki haldið fóstri. — Mér fannst þetta auðvitað dá- lítið undarlegt, sagði frú Botteri, — en ég sagði við sjálfa mig að ég hefði engu að tapa, og að það væri sjálfsagt að reyna þetta, sérstak- lega ef það gat orðið til einhverrar hjálpar fyrir læknana ... Þegar hún var komin átta vikur á leið var aðgerðin gerð á henni. Frú Botteri fór heim strax að að- gerðinni lokinni og beið nú í of- væni, eins og svo oft áður. Hún kveið fyrir því augnabliki þegar hún færi að finna fyrstu einkenni þess að hún færi að missa fóstrið. En þessi einkenni komu ekki, og tíunda október 1963 fæddi hún sitt fyrsta barn, fullburða, vel skapaða litla stúlku. Á síðustu fjórum árum hefir þessi tilraun verið gerð á sextíu og sex hjónum í Boston. Allar konurnar áttu það sammerkt að þær höfðu misst mörg fóstur og gert allt sem á mannlegu valdi stóð til að halda þeim, en án árangurs. Eftir aðgerðina eignuðust fjöru- tíu og sex af þessum konum lifandi og heilbrigð börn, eða 70%. Enginn, ekki einu sinni læknarnir sem að þessu vinna, geta gefið skýringu á þessum hlutum. Læknarnir sem vinna að þessum rannsóknum dr. Mitchell og dr. Bardawil, hafa verið tregir til að láta nokkuð uppi um þessar til- raunir sínar, segjast ekki geta skýrt þetta ennþá á vísindalegum grund- velli. Aðrir læknar hafa ekki svo vitað sé fengizt við rannsóknir á þessu fyrirbæri, og þeir sem hafa léð því eyra, bíða eftir frekari stað- reyndum, segja jafnvel að þetta geti verið tilviljun ein með þessar kon- ur. Aðalástæðan fyrir því að fólk er tortryggið er sú að ástæðan fyrir fósturláti er ennþá óleyst gáta. f ^ VIKAN 46. tbl. TVEIR AMERÍSKIR LÆKNAR HAFA KOMIÐ FRAM MEÐ MJÖG ATHYGLISVERÐA KENN- INGU UM AÐ ÞAÐ SÉ EF TIL VILL HÆGT AÐ HJÁLPA KONUM SEM STÖÐUGT MISSA FÓST- UR MEÐ ÞVf AÐ FLYTJA SKINNBÓT FRÁ MANN- INUM YFIR Á LÍKAMA KONUNNAR. Greiri eftir Robert Goldman

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.