Vikan

Tölublað

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 6

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 6
HIN SÉRSTÖKU ILMKREM FRÁ AVON. Sex ilmtegundir — indælar, mildar og lokkandi, við hœfi hverrar konu. Svalandi, heit og rómantlsk áhrif. Við öll tœkifœri er ILMKREM ávallt það bezta. Aðeins ögn á hndleggi háls og herðar — kremið hverfur, en ilmurinn verður eftir lengi — lengi. AILTAF MÁ FÁ ANNAÐ SKIPl Kæri Póstur! Ég er í miklum vandræðum. Ég er búin að vera með strák í tæpan mánuð. Vinkonan mín er mjög hrifin af honum líka. En hún er búin að haga sér þannig og nú er hann orðinn hrifinn af henni. Og nú er ég búin að frétta það að þau hafi verið saman í einu partýi sem ég vissi ekkert um. En ég er ennþá mjög hrifin af honum, svo ég veit ekki hvað ég á að gera. Hvað finnst þér, ég ætti að gera? Ein í vandræðum. P.S. Hvernig er skriftin? O, lofaðu henni að hafa hann! P. S. Skriftin er góð, en þú ættir að nota línustrikaðan pappír svo hún yrði beinni. MÓÐGUÐ SVEITAPÍA. Kæri Póstur! Ég les alltaf Vikuna og þykir mikið í hana varið, sérstaklega hef ég gaman af innlendum myndafrásögnum. Ég hugsaði mér því gott til glóðarinnar, þeg- ar ég sá að í Vikunni átti að birtast frásögn úr rétt, undir nafninu me me and a je je. En ég var ekki alveg eins hrifin þegar ég var búin að lesa hana. Mér skilzt að vísu að þetta eigi að vera grín hjá ykkur. En getið þið ekki gert grín að einhverju öðru en sveitafólkinu? Ég get ekki séð að svejitafólkið sé í nokkru á eftir bæjarbúum. Ég las í Póstinum um daginn, bréf frá fávísum sveitamanni, og ég er honum sammála. En ykkur fannst víst allt vitlaust sem hann sagði, eða svo var að sjá á svar- inu. Auðvitað bara af því hann var úr sveit. Svo ætla ég að biðja ykkur Vikumenn að reyna að finna eitt- hvað annað til gamans í Vikunni en lítilsvirðingu um sveitafólkið. 14 ára sveitapía. P.S. Hvemig er skriftin? i kynningn umræddrar greinar stóð: Eyvindur Erlendsson bregð- ur sér í réttir með Iesendur Vik- unnar. Það var sem sagt ekki heitið frásögn úr rétt, eins og þú segir. Hitt er svo víst og satt, að í grein Eyvindar er kveðið í léttum tón með alvarlegum und- imið. Og hvað er eðlilegra, en þar komi sveitamenn nokkuð við sögu? Hverjir aðrir eiga erindi í réttirnar. Og við nánari yfir- lestur sérðu, að ekki fá borgar- búar betri meðferð. f fjórða dálki fremri opnunna, um miðju, seg- ir Stjáni (sveitamaður) við Ey- vind: „Mér hefur alltaf verið soldið vel til þín. Þótt þú sért nú að verða hálfgerður borgarsnáp- ur“. Og framar, strax í fyrsta dálki, við neðstu greinaskil: „Fyllibyttur á drossíum, sem setja þó mestan svip á réttirnar nú orðið, geta ekki skilið, hvað þarna er að gerast, hvað þessi einföldu orð þýða, me-me-me“. Og hverjir em drossíumenn í réttum? Eru það sveitamennim- ir? Varla. Og lestu svo kaflann undir millifyrirsögninni „Nón“. Hann er ofarlega í síðasta dálki á bls. 11. Og ef þú segir enn, að verið sé að níða og hæða sveita- menn, skaltu skrifa mér aftur. Og ef þú finnur aldrei háð og spé í Vikunni um aðra en þá, sem búa í sveitum, skaltu líka lofa mér að vita. V I K A N ER ALLS EKKI DÝR. Kæri Póstur! Mig langar til að biðja þig um að birta fyrir mig textann „Híf- op æpti karlinn“ ef mögulegt er. Einnig vil ég þakka Vikunni allt skemmtilegt og fróðlegt efni. Ég mundi kaupa Vikuna í hverri viku, hefði ég efni á. Með fyrirfram þökk og beztu kveðjum. Frá skipstjóradóttur úr Eyjum. Þetta er skemmtilegur texti en við birtum aldrei texta. Ekki í Póstinum, að minnsta kosti. En það er aðallega seinnipartur bréfsins, sem ég ætla að svara: Hefurðu ekki athugað, hvað VIK- AN er ódýr, ef þú ert áskrifandi? Þá kostar hún aðeins kr. 23,08 eintakið, og þú færð það heim- sent! Þannig hefur þú áreiðan- lega efni á að kaupa VIKUNA í hverri viku. VILL EINHVER FARA? Kæri Póstur! Um leið og ég þakka þér fyrir skemmtilegt og fræðandi lestrar- efni ætla ég að biðja þig um að gera mér greiða. Ég er hjá enskri fjölskyldu hér og fer heim fyrir jól, en eftir jól langar þau að fá aðra íslenzka stúlku. Einnig langar systur og vinkonu kon- unnar að fá aðrar tvær. Þetta eru allt góðar fjölskyldur. Ef ein- hverjar, sem hefðu áhuga, mundu vilja skrifa mér, þá er addressa g VIKAN 46. tUl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.