Vikan

Tölublað

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 7

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 7
mín hér, og ég mun svara bréf- unum strax aftur. Guðríður Friðriksdóttir, 5, The Leadings, Wembley Park, Middlesex, England. Með fyrirfram þakklæti og kærri kveðju! Guðríður Friðriksdóttir. neitt vaxið síðan. Hvað á ég nú að gera? Er ekki hægt að fá gerviaugnahár? Hvað kosta þau? Svo vonast ég eftir góðu svari sem fljótast. Svo þakka ég fyrir allt gamalt og gott. H.S. Blönduósi. P.S. Hvernig er skriftin? TÓBAKSAUGLÝSINGAR SJÁLF- SAGÐAR. Kæra Vika! Getur þú ekki sagt mér hver það er, sem er farinn að auglýsa Camel-sígaretturnar svona fjálg- lega? Ég hefi nefnilega heyrt að það sé ekki eingöngu ríkið, sem hirði gróðann af sölu þessarar vöru, heldur séu hér umboðsmenn fyr- ir flestar tegundir. Og nú langar mig að spyrja hvort þetta sé rétt, eða er það einungis ríkið sem stendur bak við þessar ósmekk- legu auglýsingar? Ég vonast til að þessu verði ekki stungið undir stól og þakka jafnframt fyrir væntanlegar upp- lýsingar. K-2. Ég hef verið að skoða þessar aug- Iýsingar en ég get ekki séð, að neinn umboðsmaður leggi nafn sitt við þær. Hins vegar hef ég heyrt, að Rolf Johansen hafi um- boð fyrir Camel. Það er nefni- lega rétt, að hver tóbaksverk- smiðja hefur sér einn umboðs- mann, sem ríkið kaupir íóhak af til sölu í sinni einkasölu. Rík- ið stendur þó ekki á hak við aug- lýsingarnar, og það má deila um, hvort þær eru smekklegar eða ekki. Hins vcgar þykist ég sjá af bréfi þínu, að þú sért að fiska eftir því að sjá einhvem ákveð- inn umhoðsmann negldan upp á staur eins og einhvem fjanda mannkynsins og tek því skýrt fram, að Rolf er alls ekki eini tóbaksauglýsandinn — þeir era margir — og ég get ekki betur séð fyrir minn smekk en þeir auglýsi smekklega. VARASTU ELDINNI Kæra Vika! Ég hef séð að þið veitið mörg- um sem til ykkar leita holl og góð ráð. Þess vegna skrifa ég nú. Ég sveið af mér öll augnahár- in um dagin (það er svona % mánuður síðan) þau hafa ekki Ljótt er að heyra! Það er gott að eldurinn skaddaði ekki augun. En þú getur verið róleg, hárin vaxa aftur. Það er hægt að fá gerviaugnahár í flestum snyrti- vöruverzlunum og eftir því sem ég hezt veit, kosta þau frá 150,00 til 200,00 kr. Það er gamalt ráð að bera bómolíu eða laxerolíu á augnhárin til að láta þau vaxa fljótt og vel. Og varaðu þig svo á því að halda þeim yfir opnum eldi. Skriftin er fremur þokkaleg. GÓÐA FERÐ! ÁN ÚTÚRSNÚNINGA. Kæri Póstur! Ég bið þig að svara þessari spurningu án útúrsnúninga og með lélegum bröndurum. Svona einfalda spumingu ættu gáfaðir menn eins og þið ekki að vera í vandræðum með að svara. Spurningin er: Hvar er SAN FERNANDÓ dal- urinn? í hvaða landi? Ef hann er í Ameríku hvað þá í Ameríku, í hvaða fylki eða í hvaða ríki, nálægt hvaða borg, eða nálægt hvaða á eða fljóti? Sem sagt ég vildi helzt fá sem nákvæmasta skýringu á því hvar hann sé. Með fyrirfram þökk. Einn sem langar að vita meira. P.S. Vonast eftir góðu svari því ég ætla þangað, í San Fernandó dalinn. San Femando er í Argentínu, stendur við la Plata, skammt frá Buenos Aires. Svo er San Fern- ando í Californíu, sömuleiðis horg í Chile, ekki langt frá Ran- cagua, borg á Luzon, Filipiseyj- um, skammt frá Guagua, enn- fremur borg á Suður-Spáni og þá líka á Trinidad, fyrir svo utan San Fernando de Apure, San Fernando de Atabapo, og San Fernando de Henares, sem þú þarft tæpast að vita um. Annars skaltu bara skrifa aftur; við höf- um alltaf gaman af svona kóm- ískum bréfum, sem gefa tilefni til brandara og útúrsnúninga. PELSAR % LOÐÚLPUR % NAPPA KÁPUR * NAPPA JAKKAR * ULLARKAPUR * RÚSKINNSKÁPUR % RÚSKINNSJAKKAR * TÖSKUR * HANZKAR % SKÚR OG KULDASTÍGVÉL. Uíma VIKAN 46. tbl. rj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.