Vikan

Tölublað

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 10

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 10
HEIMSÆKIR VIKAN Jón Júlíusson og Signýju Sen TEXTI: KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR MYNDIR: KRISTJÁN MAGNÚSSON Alþióðlegt, var það lýsingarorð, sem mér var efst í huga, þegar ég hafði litazt um í húsi nr. 111 við Hvassaleiti. En þar eiga einnig jafnvel við orðin listrænt, fallegt, heimilislegt. Og hjónin, sem þar róða rikjum, eru mörgum kunn: Signý Una Yun-Ho, B.A., fulltrúi hjó Sementsverksmiðjunni, og Jón Júlíusson, f 11. kand., löggiltur dóms- túlkur og skjalaþýðari, mennta- skólakennari, starfsmannastj. Loft- leiða, formaður Filmfu. Tvö börn eiga þau, Erlend, 17 óra nemanda f Menntaskólanum og Tónlistarskól- anum, og Sigríði Hrafnhildi, 12 ára í Hlíðaskóla. Það var angurblftt haustveður þennan dag og garðarnir rauðir, gulir og brúnir. í garði Signýjar og Jóns stóðu sfðustu rósir sumars- ins í fullum blóma. Sjálf voru þau nýkomin úr sikileysku sumri. — Við förum gjarnan eitthvað út á hverju ári. í ár var það ítalfa, ísrael í fyrra, Grikkland árið þar áður. — Þið haldið ykkur vlð Miðjarð- arhafið. — Já, leitum uppi gamlar minj- ar fró rómverskri menningu, segir Jón. — Og sólina, bætir Signý við. — Þið hafið ekki óttazt glæpa- JQ VIKAN «. tbl. mennina á Sikiley? — Nei, venjulegum ferðamanni stafar ekki hætta af þessum verstu. Hins vegar má hann vara sig á þjófunum. Við urðum ekki fyrir neinu slíku. En samtímis okkur voru þarna sænsk hjón, sem bárust mik- ið á og drógust um með ósköpin öll af farangri. Þau voru hins veg- ar orðin býsna létt klyfjuð, þegar þau lögðu af stað heimleiðis, þvf að þjófur sprengdi upp bflinn þeirra einn góðan veðurdag, með- an þau fengu sér að borða á veit- ingahúsi, og stal öllu, sem hann komst yfir. vegabréfum, peningum og skilríkjum, fatnaði og öðrum munum. Og engin leið var að fá þetta bætt. Réttvísin er alveg mátt- laus á þessum slóðum, a.m.k. gagn- vart slfku. — Hafið þið ekki viðað ýmsu að ykkur á ferðum ykkar? — Við kaupum nær aidrei mfnja- grip, segir Signý. Þessir munir, sem við höfum f kringum okkur, eru að mestu leyti kfnverskir listmunir úr dánarbúi móður minnar, Odd- nýjar Erlendsdóttur Sen. En faðir minn var prófessor og rektor há- skólans í Amoy í Kfna, og þar fæddumst við systkinin. Ég var 9 ára, þegar mamma drelf sig loks- ins f það að heimsæk|a ísland, og þá skall stríðið á, og við komumst aldrei aftur til Kína. Það þarf ekki að líta tvisvar á Signýju til þess að sjá kínverska svipinn. — Verðurðu ekki stundum fyrir barðinu á forvitni manna vegna útlitsins, Signý? — Ég tek þá víst ekki eftir þvi lengur. Ég hef alltaf verið útlend- ingur. Þegar ég gekk um með pabba í Amoy, sagði fólkið: „Nei, sko kínverska manninn með út- lenda barnið". Væri mamma við hlið mér, sagði það: „Nei, sko út- lendu konuna með kínverska barn- ið". Og fyst eftir að ég kom hing- að, fannst mér ég hlyti að vera eitthvert furðuverk. Einu sinni var ég í heimsókn hjá frænku minni og varð það á að standa stundar- korn við gluggann. Það varð hrein- lega umferðarstopp, allir þurftu að sjá Kínverjann. Og svo var ég sí- fellt beðin um að segja nú eitthvað á kínversku. Kannski er það þess vegna, sem ég hef gleymt henni svo til alveg. Ég vildi gleyma henni, svo að ég þyrfti ekki að vera skemmtiatriði í veizlum. En ég hef ekki gleymt Kfna, og mig langar að sjá það aftur. — Við eigum eftir að heimsækja Kína, segir Jón ákveðinn. Tengda- móðir mfn var óþreytandi að kynna Kfna hér á íslandi, flufti fyrirlestra í útvarp og f félögum, skrifaði greinar f blöð og tímarit. Og þrisv- ar sinnum hélt hún sýningar á kfn- verskum listmunum. Þessir munir, sem við höfum erft, eru hreinustu gersemar. sumir eru sfðan fyrir Krists burð. Signý handleikur postulínið mjúkum höndum. — Hér eru nokkr- ir munir úr Céladon-postulíni, hér er Blanc-de-Chine-postulín, og hér eru „Hérafelds"-skálar. — Og hér er kínversk pfpa, seg- ir Jón og seilist í allforkostulegt á- hald ofan af bókaskápnum. Reyk- urinn er vatnskældur. Ég prófaði hana einu sinni — en aðeins einu sinni. — Svo höfum við auðvitað marga guði, segir Signý. Hér er guð gleð- innar, bráðskemmtilegur náungi, alltaf í sama góða skapinu. Og guð hagsældar trónir á flyglinum. Þessi — ja, það stendur nú bara God of Heaven hér neðan á hon- um. Svo er hér húsguðinn, hann rekur út úr sér tunguna framan f okkur. Og hann virðist ekki líklegur til að láta af þeim dónaskap næstu árin,- tungan er grár, brimsorfinn steinn. Húsguðinn er eins og andlit í súlu, sem Ferró hefur greypt í einn vegginn, úr margvíslegum steinum víðs vegar úr veröldinni. Þar eru m.a. tveir hnullungar úr glerfjallinu fræga. Ferró er góður vinur fjölskyld- unnar, enda sjást spor hans í hverju herbergi, mósaik og málverk. Það eru sem sagt talsverðar andstæður í listmunum þessa heimilis, allt frá kínversku postulfni síðan fyrir Krist til nútímaverka eftir Ferró. Á ein- um veggnum hanga hlið við hlið nýlegt málverk Ferrós og veggdúk- ur frá lofti til gólfs, álentrað kín- versku vorljóði. Slfkt er nefnt „Kaligrafi", mikið stunduð listgrein í Kína. — Má ekki bjóða þér kaffi? spyr Jón. Blaðamenn drekka öll ósköp af kaffi. Þeir eru alltaf að bíða eftir orðinu. Ég kannast við þetta, síðan ég vann á útvarpinu í gamla daga. Signý ber fram kaffi, sem við drekkum úr lystilega fallegum boll- um. Danskir, segir frúin. Og með- lætið er ekki af lakara taginu. — Þú hefur tíma til að baka dýr- indis tertur, þrátt fyrir stórt heimili Framhald á bls. 49.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.