Vikan

Tölublað

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 13

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 13
Ég fékk lánaða ferðatösku hjá mömmu, af því að hún var ný, og mamma pakkaði niður í hana, vegna þess að hún treysti mér ekki til að gera það nógu vel. Ég kom að henni þar sem að hún var að troða ilmpokum innan um nærfötin mín og sagði: — Heldurðu að for- eldrum Rogers finnist ég eitthvað skárri, ef ég lykta eins og liljuvöndur? Mamma, seni er oft fljót til að móðgast, sagði ekki neitt, en hélt áfram að setja silkipappír innan í fell- ingar og lek og setja skóna mína í plastpoka. — Mundu eftir að biðja ekki um meira á diskinn, sagði hún. Það var eitt af þessum óbrigðulu ráðum, sem hún stráði um sig með, síðan að Roger hafði beðið mig um að koma með sér til að heimsækja foreldra sína. — Og mundu eftir að brjóta handklæðið snyrti- lega saman, þegar að bú ert búin að nota það, og hentu því ekki í hrúgu á gólfið. Ég var víst nógu taugaveikluð þegar að ég hugsaði um þetta fyrirhugaða mót mitt við tengdafólkið, þótt ég væri ekki að hlusta á allar þessar ráðleggingar hennar, og heyra á hve margvíslegan hátt ég gæti orðið mér til skammar. Líf mitt hafði allt í einu tekið stór- kostlegum stakkaskiptum. Fyrir þrem mánuðum hafði ég ekki einu sinni þekkt Roger Budney, þennan bráðsaklausa unnusta minn. Demantshringurinn á vinstri baugfingri var aðeins átta daga gamall, og ég fór að veita ráðleggingum móður minnar meiri athygli, þótt ég hefði ekki skeytt um að hlusta á þær síðastliðin tuttugu og þrjú ár. Fötin sem ég fékk fyrir þetta ferðalag, flest ný, voru að mínum smekk svo gamaldags, að ég myndi helzt líkjast söngkonu í kirkjukór, þegar að ég færi í þau. Þó að allt væri klappað og klárt með farangur minn, vaknaði ég á morgnana, eftir hræðilega drauma, þar sem ég sat við matborðið með fjölskyldu Rogers, með kórónu á höfðinu, en í rifnum kjól. Roger ætlaði að sækja mig klukkan tólf á föstudag, og svo ætluðum við að aka til Berhamton, þar sem fjölskylda hans bjó. Mér fannst ég sjá þau öll fyrir mér, sitjandi bak við gluggatjöldin til að horfa á mig. Mér yrði auðvitað svo mikið um að ég missti tösk- una, sem opnaðist og nærfötin dreifast um blómabeðin. Þau gátu ekki verið að bíða eftir mér persónulega, þau voru eflaust að bíða eftir stór- kostlegri veru, sem Roger hafði valið sér að lífsförunaut. Þau hlutu líka að ætlast til mikils í því efni, engin var nógu góð fyrir hann, eina soninn, frumburðinn, sem var svo fallegur og framúrskarandi duglegur, og hafði rakað saman verðlaunum fyrir frammistöðu sína í skóla. Ef til vill bjuggust þau við að hann hefði valið stúlku eins og Margaret Wilkes-Jones, sem var stórfalleg og eftir því gáfuð. Það var sannarlega ekki gaman að vera svona venju- leg eins og ég, Eileen Sprague, sem er bæði klaufsk og ekkert falleg. Ég er hraustleg með rjóðar kinnar, en hárið á mér er ekkert líkt hárinu á Margaret, það er mjög óvið- ráðanlegt, sérstaklega í rigningu. En mamma sér auðvitað ekki hvernig ég er. Hún hélt áfram með ráðleggingar sínar: — Þú skalt ekkert minnast á Arthur frænda... Arthur frændi var einskonar svartur sauð- ur í fjölskyldunni, hann gerði aldrei neitt og gekk með sítt hár. — Ég skal reyna *að muna það... Veðurstofan hafði spáð góðu veðri á föstudag, en á hádegi var orðið þungskýjað og far- ið að hvessa. Roger bar töskuna mína út í bílinn og spennti upp regnhlífina, svo að ekki kæmu blettir í hana. Mamma hvíslaði: — Mundu eftir vasaklútnum, um leið og ég fór upp í bílinn. Það var ekki laust við að ég öfundaði mömmu, sem stóð svona örugg í dyrunum, en mér var ýtt út í erfiðustu prófraun lífs míns, með fjörutíu mílna hraða á klukkustund. — Hvernig eru þau? Segðu mér það aftur, sagði ég við Roger, um leið og við vorum komin fyrir hornið. — Heldurðu að við getum ekið á níutíu, þegar við komum á þjóðveginn? Roger hafði vöðva, bein og fallegar tennur, en hann hafði engar taugar. Einu sinni kom leki á bát sem við vorum í, úti á miðju vatni, þá söng hann Lady of Spain, meðan að ég las bænirnar mínar. — Heldurðu að þeim lítist á mig- spurði ég, en það var ekki til neins, Roger talar ekki mikið þegar hann keyrir. — Hversvegna skildi þeim ekki lítast á þig? Er eitthvað að þurrkunum þín megin, Ei- leen? Þau voru fimm, taldist mér til. Faðir Rogers var fyrrverandi kaupmaður, móðir hans, sem safnaði listmunum, tvær ungar systur, Linda og Sonja, og níutíu og þriggja ára göm- ul amma, sem var farin að sjá illa. Nú leið ekki á löngu þangað til ég stæði andspænis þeim. Þetta hefði verið ósköp auðvelt fyrir Margaret Wilkes-Jones, en fyrir mig... Ég þagði mestan hluta leiðarinnar, en Roger flautaði og söng. Við og við sagði hann að hraðinn væri ágætur, og þegar að ég púðraði nefið í síðasta sinn sagði hann glaðlega: — Jæja, þá erum við komin! Ég hafði ímyndað mér húsið gamalt og virðulegt, í Georgiu stö, umkringt gömlum stór- um trjám. En hús Burney fjölskyldunnar var lágreist og hálf hrörlegt. Fyrir framan það Framhald á bls. 30. VIKAN 46. tbl. 1Q Fanta Shyer

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.