Vikan

Tölublað

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 15

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 15
Framhaldssagan efftir Sergeanne Golon 19. tiluti Þér hafið undarlegan hugsanagang. Þér taliS eins og spjátrungur í Saint-Germain, sem á sér ekki annað takmark en aS fara í keiluspil meS afhöggnum kóngahausum. — Péguilin, hafið Þér gleymt því, sem fyrir mig kom ekki alls fyrir löngu? — Já, ég hef alveg gleymt því, sagði hann glaðlega. — Við verðum að gleyma öllu þvíiíku, um leið og við gerum upp sakirnar við skapara okkar. Þar að auki hefðuð þér ekki komið aftur til hirðarinnar, ef þér hefðuð ekki ætlað að gleyma. Svo þér skuluð hætta að sýta yfir sjálfri yður opilyálpa mér í staðinn. Hann fok í handlegg hennar og leiddi hana með sér. — Konungurinn hefur loksins samþykkt hjónaband okkar, hvislaði hann eins og þetta væri mikið leyndarmál. — Hvaða hjónaband? — Hvað, auðvitað giftingu Mademoiselle de Montpensier og hins ómerkilega Gaskonaaðalsmanns, Péguilin de Lauzun. Látið ekki sem þér hafið ekki heyrt Þetta! Hún er brjáluð í mig. Hún hefur beðið konunginn aftur og aftur um leyfi til að giftast mér. Drottningin, Monsieur og Madame hafa reynt að berjast á móti þessu, og haldið því fram, að slíkt hjónaband væri móðgun við virðingu krúnunnar. Uss.... konungurinn er réttlátur. Hann er ánægður með mig. Hann á- lítur, að enginn hafi rétt til að neyða ættingja sinn til að lifa einlífi, allra sízt þegar ættinginn er fjörutíu og þriggja ára og getur ekki lengur átt von á því að fá maka sem hæfir þjóðfélagsstöðu hans. Svo þrátt fyrir allt kvakið í kjúklingunum sagði kóngurinn já. — Er yður alvara, Péguilin? — Fullkomlega. — Það þykir mér leitt. — Það er ástæðulaust. Ég er ekki verri en kýlapestargemlingurinn Portúgalskonungur, sem einu sinni ætlaði að svíkjast að henni, eða prinsinn frá Silesia, barn I reifum, sem einnig var meðal biðla hennar. — Ég er ekki leið fyrir hennar hönd, heldur fyrir yðar. Hún nam staðar til að virða fyrir sér kunnuglegt andlit hans, sem ennþá bar keim af æsku, og augu hans ljómuðu, þrátt fyrir hrukk- urnar, sem teknar voru að myndast í kringum þau. — Ég verð þá Montpensier hertogi, hélt Péguilin áfram, — og með því fæ ég allskonar dásamleg hlunnindi. Með hjúskaparsamningnum afhendir Mademoiselle mér næstum tuttugu milljónir. Hans hágöfgi er nú að skrifa til allra hirða Evrópu til að tilkynna brúðkaup frænku sinnar. Angelique, stundum finnst mér að mig sé að dreyma. Jafnvel i villtustu vonum mínum hef ég aldrei þorað að vera svona bjartsýnn. Ég kemst í mágsemdir við konunginn. Ég trúi því ekki ennþá. Þess- vegna er ég hræddur og þessvegna þarfnast ég yðar hjálpar. —• Ég skil ekki hversvegna. Yður virðist ganga allt í haginn. — Þvi miður er gæfan hverful. Þar til ég er giftur hinni fögru prinsessu, mun ég ekki sofa rólegur. Ég á marga óvini, þeirra á meðal í hinni konunglegu fjölskyldu, og hinir konungbornu prinsar Condé og sonur hans d'Enghien hertogi eru miklir óvinir minir. Gætuð þér ekki notað þokka yðar til að róa prinsinn svolítið? Hann er mjög hrifinn af yður. Á hinn bóginn getið þér haft áhrif á það, að konungurinn láti aðra ekki hafa áhrif á sig. Madame de Montespan hefur þegar heitið mér stuðningi sínum, en það er ekki hægt að treysta henni. í svona stjórnvisindum eru tvær hjákonur betri en ein. — Ég er ekki hjákona konungsins, Péguilin. Þau voru nú komin úr garðinum upp að aðalhliðinu. Innan úr vagni, sem framhjá fór, heilsaði karlmannsrödd þeim. — Eftir öllum sólarmerkjum að dæma er mikil eftirspurn eftir yður, sagði Péguilin. — Ég ætla ekki að vera þrándur í götu yðar. En má ég ekki reiða mig á aðstoð yðar. —• Alls ekki. Allt, sem ég myndi gera, hefði aðeins neikvæð áhrif. — Ekki segja nei. Ég veit hvert vald þér hafið. Þér viljið ekki viður- kenna það, en þér getið ekki slegið ryki í augu gamals hirðmanns á borð við mig. Ég meina það, þegar ég segi það, að þér getið fengið konunginn til að gera hvað sem er. — Ekki þennan barnaskap. — Það er eins og ég segi. Þér skiljið þetta ekki. Þér eruð þyrnir i hjarta konungsins, sem veldur honum ljúfsárri kvöl og svo skrýtnum tilfinningum, að hann veit ekki hvernig hann á að bregðast við þeim. 1 hvert skipti, sem hann heldur að hann hafi náð yður, eruð þér horfin. Og þegar þér eruð farin, kemur það honum á óvart að uppgötva, að hann er haldinn ólýsanlegri þjáningu. — Þjáningu, sem heitir Madame de Montespan.... — Madame de Montespan er brjóstsykursmoli, sæmilegur málsverð- ur, þolanleg kássa kjöts og kímnigáfu. Allt, sem einvaldur þarf til að fróa skilningarvitin og viðhalda sjálfsvirðingunni. Hann þarf á henni að halda og hann hefur hana. En þér.... Þér eruð lindin í eyðimörk- inni. Draumur þess, sem aldrei hefur dreymt.... Leyndardómur leynd- ardómanna.... Tregi, undrun og þrá.... Kvenlegasta kona heimsins .... og hin óræðasta.... hin næsta og hin fjarlægasta.... Hin ósigran- legasta.... og ógleymanlegasta. Péguilin stakk þumalfingri undir knipplingana á jakkaboðungnum. — Þér talið næstum eins fallega og ambassador Persíukeisara. Ég fer nú að skilja, hvernig þér hafið lagt snörurnar fyrir vesalings Made- moiselle. — Viljið þér nú ekki heita því, að tala við konunginn fyrir mína hönd? — Ef ég fæ tækifæri til, skal ég hjálpa yður. Leyfið mér nú að fara, Péguilin, til að finna drottninguna. — Hún þarf miklu síður á yður að halda en ég. Þar að auki er hér annar kominn, sem er ákveðinn í að gleypa yður í þjónustu hans há- göfgi. Or vagninum, sem röddin hafði borizt, kom nú maður sem flýtti sér til þeirra. — Það er Colbert, sagði Péguilin. — Hann hefur ekkert að segja við mig. Ég get ekkert gert við peningana annað en að eyða þeim. — Ég er þakklátur fyrir að finna yður svona fljótt, sagði ráðherr- ann, þegar hann kom til þeirra. — Ég ætla að tala við hans hágöfgi nú þegar, og síðan munum við kalla á yður. — Hvað ef hans hágöfgi vill ekki hlusta á mig.... ? — Það væru aðeins duttlungar — ef til vill réttlætanlegir — en hann mun hlusta á mig. Komið, Madame. Bjartsýni Colberts reyndist ótímabær. Samtal hans við konunginn tók lengri tíma en nauðsynlegt var fyrir einfalda skýringu. Hann hafði beðið Angelique að bíða eftir sér á bekk í friðarsalnum. Þar sá hún koma í áttina til hennar bróður sinn, Raymond de Sancé; hávaxinn í virðulegum svörtum munkakufli, sem var algjör andstæða við marg- lita búninga hirðmannanna í kring. Hún hafði ekki haft tækifæri til að hitta hann síðan hún giftist Philippe. Var hann kominn til að votta henni samúð sína sem bróðir? Hann gerði það, en henni varð fljótt ljóst, að það var ekki eini tilgangur hans. — Kæra systir, þér hlýtur að koma á óvart, að ég skuli koma að leita að þér við hirðina, þar sem ég á sjaldan erindi. — Ég hélt, að þú hefðir verið gerður að ölmusustjóra eða einhverju þvíumlíku fyrir drottninguna. — Faðir Jósep var útnefndur í staðinn fyrir mig. Yfirmenn mínir kusu að gera mig að yfirmanni húss okkar í Melun. — Sem þýðir.... — Að ég er klausturstjóri eða eitthvað í þá áttina, sagði hann og 'brosti. — Ég er yfirmaður trúboðs okkar erlendis, sérstaklega í Austur- löndum. — Aha! Faðir Richard.... — Einmitt! — Baktiari Bay.... sem neitar að koma í vagni.... axarsköft Saint Amen.... skilningsbrestur konungsins.... hann getur ekki skilið hvílík vandamál, bæði andleg og efnisleg, hafa hlotizt af þessu.... — Angelique, ég hef alltaf dáðst að því, hvað þú ert fljót að hugsa. — Kærar þakkir, Raymond. En í þessu tilfelli hefði ég verið illa á mig komin, ef ég hefði ekki getað lagt saman tvo og tvo. — Við skulum snúa okkur að aðalatriðunum. Faðir Richard, sem ég hef nýlega talað við, álítur að þú sért eina manneskjan, sem geti ef til vill lægt öldurnar. — Mér þykir mjög fyrir þvi, Raymond, en þetta kemur á fremur óheppllegum tima. Það liggur við, að ég sé í ónáð. — Konungurinn tók á móti þér með ýmsum heiðri. Ég hef heyrt, að þú hafir öðlazt skammel. — Rétt er það. En hvað svo? Duttlungar hinna miklu eru mjög 6- útreiknanlegir. — Þetta er miklu minna komið undir duttlungum konungsins en ambassadorsins. Faðir Richard hefur ekki einu sinni vitað til hvaða Framhald á bls. 28. VIKAN 46. tbi. jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.