Vikan

Tölublað

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 22

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 22
Hár hefst ný framhaldssaga, Sölumaður dauð- ans, eða „The man who sold death“, eftir James Munro. Saga þessi hefur farið um löndin eins og eldur í sinu og hvarvetna hlotið eindæma viðtök- ur, enda er hún óvenju vel skrifuð og spennandi. Aðal söguhetjan er John Craig, fyrrverandi vopna- smyglari með meiru, og sagan hefst á því, að gífurlegsprenging verður í bílskúrnum hans. Þar ferst mágur hans, en kona hans fellur í rot. Hann sjálfur leggur á flótta og býr þannig um hnútana, að álitið er, að hann hafi sjálfur farizt. Þar með hefst æsispennandi atburðarás, óvenjuleg saga og mjög skemmtileg. Ný framhaldssaga ■'í:-::'1" '■■■ÁysS\ efftip James Munro Einkaréttur á íslandi VíKan Sagan er tileinkuO Burt og Caroline Allar persónur og atvik í þessari sögu eru upp- spuni, þótt ég láti hana gerast á ýmsum, raun- verulegum stöðum. Ég verð að biðja Nizza fyrir- gefningar á, að ég skuli eigna borginni spilavíti, sem ekki er til þar. James Munro. 1. kafli. i apríl 1961, á köldum, fögrum sunnudagsmorgni fór Charlie Green til að setja bíl mágs síns í gang. Charlie hlakkaSi til. Sjálfur átti hann mótorhjól en hafði ekki lok- ið við að greiða það. Bíll mágs hans var af gerðinni Bristol, átti strokka með diskahemla. Að halda í stýrishjólið; að stíga á bensíngjöf- ina, það var að hafa aflið f hönd- um sér, að tefla ef verkast vildi, við dauðann Charlie var ríkmann- lega til fara, í fötum, sem höfðu kostað fimmtíu gíneur, og hand- gerðum skóm, en mágur hans var orðinn þreyttur á þessu hvoru- tveggja. Hann opnaði bakdyrnar og gekk út í garðinn. Þetta var í norð- vestur Englandi og það var kalt. Vindurinn næddi, enn mengaður af þvf illa kryddi, sem hann hafði hlaðizt í Sfberíu, og yfir höfði Charlies sveif máfur og vældi f kvörtunartón. Það fór hrollur um Charlie, og hann flýtti sér út í bíl- skúrinn. Það var auðvelt að opna bílskúr- inn og í þúsundasta skipti dáðist Charlie að því, sem hann sá fyrir innan; bílnum, sem gljáði af bóni, snyrtilegu verkfærahaldinu á veggn- um, vinnuborðinu, jafnvel smur- gryfjunni. Allt þetta angaði af pen- ingum. Systir hans hafði komið sér vel fyrir, hugsaði hann, og reynd- ar hann sjálfur, þótt í minna mæli væri. Með svona mág f bakhönd- inni þurfti enginn að líða skort. Hann var ríkur — og alls ekki naum- ur. Það fór sjaldan saman, mjög sjaldan. Það var hlýtt í bílskúrn- um — það logaði á ofni f horninu — og Charlie ákvað að láta lifa lengur á honum. Það var notalegt að hafa ylinn, láta sér líða vel, Finna öryggið. Hann opnaði bílinn ag settist inn, leitaði í vösunum, bangað til hann fann lykilinn á •njórri silfurkeðjunni. Hann stakk honum í kveikjulásinn og sat þarna hamingjusamur, meðan hann f- myndaði sér, af hvílfkri leikni og með hve miklum glæsibrag hann myndi aka stóra, hlýja og fallega bflnum. Lffið er unaðslegt, hugsaði hann. Svo sneri hann lyklinum. Sprengingin tætti bílinn gersam- lega í sundur og þeytti hliðinni úr bílskúrnum. Hún breytti Charlie Green úr manni, sem dreymdi um hamingju, f hrátt og viðbjóðsiegt kjötflykki. Svo brauzt eldurinn út og Charlie Green mynd aldrei fram- ar þekkjast. Sprengingin þeytti einnig múrsteinum og spýtnakubb- um langar leiðir í burtu, skemmdi málninguna á húsi mágs Charlies og braut timbrið f útihurðinni, mol- aði þá gluggana, sem ekki höfðu splundrazt af loftþrýstingnum. Múr- steinn þaut í gegnum eina rúðuna og lenti í höfði systur Charlie Green. Hún féll meðvitundarlaus á gólf- ið, þar sem löng og mjó glerbrot- 22 VIKAN 46. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.