Vikan

Tölublað

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 27

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 27
segja okkur eitthvað um þessar nýju stefnur, en Atli er eins og kunnugt er mikill óhugamaður um nútímatónlist. — Þú álítur náttúrlega, Atli, að við séum langt á eftir tímanum í tónlist. — Já, það er ekki beinlínis hægt að segja, að [slending- ar fylgist vel með tímanum í þessum efnum. Fólkið hérna er ekki nógu forvitið um það, sem er að gerast í tónlistar- heiminum erlendis, og þess vegna hafa ýmsar nýjar stefn- ur ekki borizt hingað, og alltof lítið hefur verið gert að því að kynna nútímatónlist, eins og til dæmis elektróník fyrir íslendingum. — Hvaða kosti hefur þessi elektrónfk fram yfir annað? Mér finnst hún bæði Ijót og út í hött. — Það er bara vegna þess að þú þekkir alltof lítið af henni, en hún hefur marga góða kosti. Tónskáld, sem sem- ur píanóverk, túlkar yfirleitt ekki sína eigin tónlist, það kemur í hlut einhvers flytjanda, sem hefur mannlegan smekk og mannlegar tilfinningar. Tónskáld, sem fæst við elektróník þarf ekki að taka tillit til neins flytjanda, það semur fyrir vél og vélin er nautheimsk, svo að tónskáldið verður sjálft að taka fram hvert smáatriði, og það liggur í augum uppi að fóðra þarf vélar á allt annan hátt en mannlegar mann- eskjur. Annars er elektróníkin í aðalatriðum ekki svo mjög frábrugðin hljóðfæramúsik, í báðum tilfellum kemur til hæð, blær og styrkleiki, en munurinn á þessu tvennu er bara sá, að elektrónfkin er saman fyrir vél en ekki fyrir venjulegt hljóðfæri. — Heldur þú, að elektróníkin eigi lengi eftir að halda velli? — Það er ég alveg sannfærður um, en hún mun ekki ryðja öðru í burtu, enda hefur það aldrei verið ætlunin, þarna var bara verið að reyna nýjar leiðir. Hins vegar á elektróníkin áreiðanlega eftir að batna. Það er ekki enn farið að búa til vélar, sem eingöngu eru ætlaðar sem flutn- ingstæki fyrir elektrónfska tónlist, þessar vélar, sem við erum að semja fyrir eru yfirleitt ætlaðar sem mælitæki eða eitthvað í þeim dúr. Hins vegar er ekkert hægt að gera við venjulegt hljóðfæri annað en að leika á það. Ef þú átt til dæmis fiðlu og getur ekki leikið á hana, er hún þér algjör- lega gagnlaus. En það hljóta að fara að koma á markað- inn vélar, sem aðeins eru miðaðar við tónlistarflutning og um leið hlýtur öll aðstaða til að semja elektróník að fara batnandi. — Er það satt, að víða erlendis sé fólk farið að taka þessa elektróník sem gjaldgenga list? — Skilningur fólks á elektrónískri tónlist fer ört vaxandi. Hún er upprunnin í Köln, og fyrst, þegar hún var flutt þar í tóileikasölum, urðu áheyrendur gripnir skelfingu, því að ískurhljóðið minnti þá illilega á sprengjur og loftvarnarflaut- ur heimsstyrjaldarinnar síðari. Með tímanum hvarf þessi ótti og fólk fór að venjast þessu, og smám saman hefur áhugi og skilningur almennings í Þýzkalandi aukizt að mun. Þar í landi er því þannig varið, að fyrir hverja elektróníska tónleika eru haldin undirbúningskvöld, þar sem kunnáttu- maður um elektróníska tónlist skýrir ýmislegt fyrir væntan- legum áheyrendum, og á þetta fyrirkomulagt sjálfsagt rfkan þátt í þessum vaxandi áhuga. — A ég að trúa því, að þér finnist jafnmikið til um elek- tróník og tónlist eftir gömlu meistarana svo sem Bach og Beethoven? — Hvort sem þú trúir því eða ekki, er ég jafnhrifinn af ýmsu í elektróník og því bezta í rómantíkinni, en elektróník- in er náttúrulega misjöfn að gæðum eins og rómantíska tón- listin. — Segðu mér eitthvað frá þessum Kóreumanni, sem stóð upp hjá Musica Nova og orsakaði þetta margumrædda hneyksli. — Eg kynntist þessum manni í Darmstadt í Þýzkalandi, þar sem hann kom fram með ýmsar kúnstir, og höfðu marg- ir þar mikinn áhuga á því, sem hann var að gera. Þetta varð til þess, að við fengum hann hingað til að leika hér listir sínar, og gerði hann það. En afleiðingin varð sú, að alls konar fólk, sérstaklega kerlingar, rauk upp til handa og fóta og hellti sér yfir mann með óbótaskömmum. Ég skil ekki svona viðbrögð. Fólk, sem kaupir sig inn á kon- sert fyrir fimmtíu kall og verður óánægt, á bara að láta þar við sitja eða ganga út. Það er engin ástæða til að verða ofsareiður og sleppa sér hreint og beint eins og þær gerðu þarna sumar, blessaðar kerlingarnar. Þær sögðu, að með þessum kúnstum hefði maðurinn brotið f bága við almennt velsæmi. Ef svo hefur verið, hefur það kannski verið eðli- legt, að fólk hafi orðið hneykslað, en hefur fólk almennt efni á því að hneykslast? Er almenningur yfirleitt svo hrein- lífur og saklaus, að hann megi við því að hneykslast og reiðast, þótt honum finnist eitthvað ósiðlegt? — Það er náttúrlega tvennt ólík+ að vera óhreinlífur og það að fara að sýna alls konar ógeðslegheit uppi á senu frammi fyrir fullu húsi af fólki. — Nei, nei, það stendur í biblíunni, að það sé ekkert betra að drýja synd í laumi og í hugrenningum heldur en opinberlega. Ég skal segja þér eina sögu um Kóreumann- inn. Einu sinni stóð hann úti á götu í Þýzkalandi og kastaði grjónum út um allt. Þá kom að honum einhver háttsettur embættismaður, akandi í bíl og sagði: „Hvernig dirfist þér að kasta grjónum út um hvippinn og hvappinn, meðan helmingur mannkynsins sveltur". Þá sagði Kóreumaðurinn: „Þér getið trútt um talað, sem akið f bfl, sem kostar tfu þúsund mörk". Ég segi það enn og aftur, ef fólk telur sig hafa efni á því að hneykslast og telja um fyrir öðrum, er ekki nema sjálfsagt og eðlilegt að það geri það. En hefur fólk efni á því? Ég er stórefins um það. — En það er þó ekki hægt að kalla þetta tónlist, sem Kóreumaðurinn bar á borð fyrir saklausan almúgann? — Jú, að vissu leyti er þetta tónlist. — Eru þá engin skil milli þess, sem er tónlist og þess sem ekki er tónlist? — Það er mjög erfitt að greina á milli tónlistar og ekki tónlistar, að mínu áliti eru engin glögg skil þar á milli. Sumum finnst eitt vera tónlist, enda þótt öðrum þurfi ekki endilega að finnast það. — Heldur þú ekki, að þessar öfgastefnur í tónlist eigi eitt- hvað skylt við ýmsar öfgastefnur í öðrum listgreinum eða bókmenntum? — Jú, ég hugsa að svo sé. Tónlistarmenn eru oft og tfð- um mjög vel að sér f bókmenntum og kunnugir öðrum list- greinum og fylgjast vel með því, sem er að gerast á þeim sviðum, svo að ekki er ólíklegt, að einhver tengsl séu þarna á milli. — Hvernig er með tónskáld nú til dags, gera þau ekkert af því að semja í svipuðum dúr og gömlu meistararnir? — Það er alltaf verið að semja tónlist í gamla stílnum og mörg ung tónskáld reyna miskunnarlaust að stæla gömlu meistarana, til dæmis Bach, en þau geta bara ekki náð sama anda. Við erum svo háð umhverfinu, að allt, sem við gerum, hlýtur að vera í samræmi við það. Á átjándu öld- inni óku menn í hestvögnum og skrifuðu með fjaðrapenn- um við kertaljós, sem sagt, allt ákaflega rómantískt og fallegt og tónlistin frá þessum tíma er líka ákaflega róman- tísk og falleg. En hver maður er barn síns tíma, og nú eru tfmarnir orðnir gjörbreyttir frá því sem þeir voru á átjándu og nítjándu öld, nú eru allir að flýta sér og enginn má vera að því að hugsa um rómantík. Þú getur nú rétt ímyndað þér, hvort samin verður angurblíð tónlist í anda Mozarts árið 2200, þegar menn eru farnir að búa í kúlum, aka um á loftbílum og éta bara vítamín. Tímarnir breytast og menn- irnir með, ég er viss um, að ef Bach væri uppi núna, mundi hann semja elektróníska tónlist. — Þú ert auðvitað alveg sannfærður um, að barnabörn okkar, sem nú erum á unga aldri, geti metið þessar hæst- móðins stefnur í tónlist. — Það geta þau áreiðanlega, og það gætuð þið líka, ef þið fengjuð næg tækifæri til að hlusta, en það fáið þið bara ekki. Til dæmis heyrist hér aldrei neitt eftir snillinga eins og Schönberg og Bachhausen. Það sem þarf að gera, er að kynna nútfmatónlist fyrir íslendingum miklu meira en gert hefur verið. Fólk þarf auðvitað sinn tíma til að melta það, sem borið er á borð fyrir það, og það er ekkert undar- legt, þótt menn verði ekkert yfir sig hrifnir af elektróník í fyrsta sinn, sem þeir heyra hana. Þegar Stravinski kom fyrst fram með sína tónlist, þóttu það einhver mestu konsert- hneyksli sögunnar. Þetta var árið 1910, og nú er Stravinski viðurkenndur snillingur um allan heim. Annars er það mjög misjafnt, hversu langan tíma það tekur hinar ýmsu tón- listarstefnur, að falla í kramið hjá fjöldanum. Stundum hríf- ast allir eins og skot, en oftar er það, sem fólk þarf að venjast þessu, og yfirleitt er þetta svo með allt annað. — Semur þú eingöngu elektrónísk verk, Atli? Framhald á bls. 40. VIKAN 46. tbl. 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.