Vikan

Tölublað

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 30

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 30
HELP - HELP - HELP Engin hljómplata með „The Beatles" hefur farið aSra eins sigurför. Ungt fólk um víða veröld hefur talið það sitt stolt að eignast plötu þessa. Fylgist með tímanum. Eignist „HELP" og aðrar hljómplötur ensku „Bítlanna". fAlkinn h.f. HLJÓMPLÖTUDEILD. NÝTT FRÁ Eitt fullkomnasta sjónvarpstækið ó markaðinum í dag. 25" skermir er gefur 20% stærri mynd. Tækið fæst með stereo plötuspilara eða segulbandstæki. Læsanlegar rennhurðir. Fullkomin viðgerðaþjón- usta á staðnum. Margar gerðir fyrirliggjandi. EINAR FARESTVEIT & C0. H.F. aðalstræti is. ÚTVARPSVIRKI LAUGARNESS, Hrísateig 47, HÚSGAGNAVERZLUN AKRANESS, STAPAFELL H.F., Keflavík, KAUPFÉLAG SUÐURNESJA, Grindavík. stað varð henni kalt aftur og hún endurtók hvað eftir annað við sjálfa sig: — Auðvitað er kalt, vegna þess að það er vetur, en hversvegna er heyið þá svona grænt? Og hún vissi ekki, hvernig hún átti að út- skýra þennan vetrarkulda og þennan nýja lit á heyinu, fyrr en hún vaknaði ísköld og skjálfandi, og neri öxlina, þar sem henni fannst hún enn finna snertingu, hlýrrar mjúkrar handar. Þessa nótt vakti draumurinn hana eins og venjulega. Tennurnar glömruðu í munni hennar. Hún dró yfir sig sængurfötin, sem hún hafði sparkað ofan af sér í draumnum. Það var svo kalt, að hún velti því fyrir sér, hvort hún ætti ekki að kalla í aðra Gilandonstúlkuna, sem svaf í næsta rúmi, og segja henni að kveikja upp eldinn. Ibúð hennar i Versölum var tvö herbergi og lítið baðherbergi með mósaikflísagólfi, sem hallaðist inn að miðjunni, þar sem vatnið rann niður. Angelique ákvað að hlýja sér, með því að fá sérdótabað í lavender- vatni. Vatnið í katlinum á glóðarkerinu var mátulega heitt til þess. Hún dró rekkjutjöldin til hliðar og þreifaði með fótunum eftir bláu satíninniskónum. Aríus gelti. — Uss! 1 fjarska sló klukka og Angelique var ljóst að hún gat ekki hafa sofið lengi. Það var ekki komið miðnætti. Stutta stund var hin stóra höll Versala þögul, meðan hún leitaði hvildar frá dansleikjunum, frá matarveizlunum og glaum kvöldskemmtananna. Angelique varð að leggjast á fjóra fætur til að leita að inniskónum. Þegar hún var komin niður á gólfið, sá hún til vinstri, rétt við rúmið, litlar dyr, en bak við þær var nú ljós, sem brauzt í gegn og sýndi út- línurnar. Hún hafði aldrei tekið eftir þessum dyrum áður; það var aðeins flöktandi kertisbjarminn hinum megin, 'sem kom upp um þær nú. Þarna hlaut einhver að vera að reyna að opna. Svo heyrðist daufur smellur og Ijósstrikið breikkaði, unz í ljós kom skuggi af manni á veggn- um gegnt. Framliald t ncesta bla&i. öll réttindi áskilin — Opera Mundi Paris. Við nánari kynni Framhaid bis. 13. var eitt og eitt tré á stangli. Ljómandi fallegur hundur tók á móti Roger með gleðilátum og flaðraði upp um okkur. — Leggstu niður, Emerson, sagði Roger við hundinn, og allt í einu, eins og tjald væri dregið frá leiksviði, var öll fjölskyldan komin. Allir föðmuðu alla, það var eins og að þau hefðu feng- ið aukahandleggi í þessum til- gangi. Mér leið hræðilega, og áð- ur en ég gat stunið upp þeim fáu orðum, sem ég hafði undir- búið svo vandlega í bílnum, tók móðir Rogers utan um mig, þrýsti mér blíðlega að sér og leiddi mig upp að húsinu, en Emerson hopp- aði við hliðina á mér. . . Innan dyra var allt ósköp venjulegt. Ég hafði ímyndað mér hátíðlega stóra stóla frammi fyr- ir arninum, en það var enginn arinn og engir stórir stólar. Stof- an var full af slitnum, en yndis- lega notalegum húsgögnum. Ab- strakt málverk, úr safni frú Budney, voru skemmtilega dreifð um veggina og allstaðar var fullt af blómum. í einu homi stofunnar sat lítil gömul kona, eiginlega alveg vaf- in í teppum, með gleraugu sem voru þykk eins og brauðsneið- ar. — Þetta er amma Rogers, sagði frú Budney. — Góðan daginn, sagði ég og var að hugsa um að taka í hönd hennar, en var hrædd um að brjóta hana, ef ég gerði það. Hún kinkaði kolli, eða titraði, ég gat ekki gert mér grein fyrir hvort heldur væri. — Láttu nú fara vel um þig, sagði frú Budney. Hún leit alls ekki út eins og ég hafði hugsað mér móðir Rogers. Hárið var sett upp í tveim hnútum, og hún líkt- ~ ist miklu fremur skólasystur en tilvonandi tengdamóður minni. Svo sagði hún: — Þú ert sér- kennilega falleg stúlka. Mér þætti gaman að því að mála þig... ‘Brúðarkiólar stuttir og síðir í miklu úrvali. BRÚÐARSLÖR - BRÚÐARKÓRÓNUR. 0Q VIKAN 46. tW.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.