Vikan

Tölublað

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 40

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 40
Zanussi heimilistækin eru árangur af löngu samstarfi og rannsóknum tæknifræðinga og skipulagsfræðinga á þörfum heimila og húsmæðra, ásamt áralangri reynslu á fjölmörgum sviðum tækninnar. Hin sívaxandi sala á Zanussi heimilistækjum hér á landi sýnir að það er óhætt að treysta hinum þroskaða smekk og gæðamati íslenzkra húsmæðra. SNORRABR&UT 44 - SÍGSI 16242. Hefur fólkig efni á ...? Framhald af bls. 27. — Nei, nei, nú er ég til dæmis farinn að semia melódíur, það eru að vísu nokkuð óveniulegar meló- díur, en melódíur eru það nú samt. Á tónleikum í fyrra var flutt eitt verk eftir mig, það var í þessum nýmóðinsstil, eins og þú kallar það, en það endaði í a-moll, og því tók auðvitað enginn eftir. Og í þetta skipti, sem endranær, var ég hund- skammaður fyrir þessa hringavit- leysu sem ég léti sýknt og heilagt dynja á saklausu fólki. Mér er það alveg hulin ráðgáta, hvers vegna fólk er að skamma mann, þótt því líki ekki allt, sem maður lætur frá sér, og hvers vegna er fólk að koma á tónleika hjó mér, þegar því líkar ekki tónlistin mín og vill ekki láta sér líka við hana. Ég er á móti því að gera tónleika að eins konar óskalagaþáttum, og það er ekki með góðu móti hægt. í sal eins og Háskólabíó eru þúsund á- heyrendur, og þessir þúsund áheyr- endur hafa allir mismunandi smekk. Ef ég ætti nú að fara að gera með- altal af smekk þúsund manna, hver yrði þá útkoman? Og það vita a11- ir, að smekkur fjöldans er yfirleitt miklu lélegri en smekkur einstakl- ingsins. Ég held þess vegna, að heppilegast sé, að semja eftir eig- in höfði, hvað sem öllum skömm- um líður. Það er ekki fátítt, að við mig sé sagt: „Við viljum ekki svona tónlist, eins og þú ert að semja. Okkur líkar ekki þessi nútímatón- list". Hvaða „við" er þetta fólk að tala um, og í umboði hverra talar það, mér er spurn? Það á bara að láta þessa nútímatónlist sem vind um eyru þjóta, ef því líkar hún ekki, og það á ekki að vera að koma á tónleika, þar sem nútíma- tónlist er flutt, heldur væri ráðleg- ast fyrir það, að kaupa sérgrammó- fón og plötur eftir eigin vali og hlusta á þær í stofunum heima hjá sér. Það er enginn að þvinga nú- tímatónlist upp á nokkurn mann. Hins vegar finnst mér ósköp eðli- legt, að tónlistin mín falli ekki í kramið hjá öllum. Ég álít sjálfan mig enga véfrétt, sem kemur með alheilagan sannleika, öðru nær. En eins og ég sagði, þá skil ég alls ekki hvers vegna fólk er að skamma mig, þótt því líki ekki verk- in mín. Ekki rífst ég yfir öllu, sem ég er óánægður með. — Heldurðu ekki, að þessi reiði stafi af því, að fólki finnist þetta hættuleg þróun í tónlistinni? — Hættuleg þróun, jú það getur svo sem vel verið, að því finnist það, en það getur ekkert ráðið við þessa þróun nema það fari að kompónera sjálft. — Þú segist vera farinn að semja melódíur. Á það að þýða, að þú sért hættur að semja elektróník og aðrar lagleysur? — Ég fæst aðallega við að semja melódíur bessa stundna, en það er ekki þar með sagt að ég sé búinn að afneita því, sem ég hef gert fram til þessa. Það er eðlilegt að viðhorfin hjá manni breytist frá ári til árs, og enginn maður getur geng- ið út frá sama punkti alla ævi, hvorki listamenn né aðrir, en mað- ur verður alltaf að standa fyrir því, sem maður hefur gert áður. í tón- listinni eru til ótal stílar, og ekkert tónskáld er typískt upp á einn ein- stakan. Það er til dæmis vafasöm klössun að kalla eitt tónskáld róm- antískt og annað klassískt, því að ekkert tónskáld er bara rómantískt og ekkert bara klassískt. Ég hef leitazt við að láta sem mestrar fjöl- breytni gæta í verkum mínum, og í rauninni ætti að vera alveg nóg að semja eitt verk í einum stíl. Ef menn ætla hins vegar að semja í sama stíl alla ævi, verður þetta bara upptugga en ekki sköpun hjá þeim. — Hefur þú eitthvað gert af því að breyta verkum gamallra tón- skálda? — Ég reyndi einu sinni að breyta verki eftir Bach á ýmsan hátt, en komst að raun um, að bezta út- koman var að breyta ekki neinu. Ég held, að menn þurfi að gjalda mjög varhuga við að breyta svona verkum. Sumum hefur að vísu tek- izt ágætlega að breyta Bach, en verk hans njóta sín alltaf bezt eins og hann r.krifaði þau sjálfur. Ann- ars hugsa ég, að okkur nútíma- mönnum fyndist ekkert sérlega mik- ið til um Bach, ef við heyrðum verk hans eins og þau voru flutt, upp- runalega, því að hljóðfærin hafa tekið svo miklum stakkaskiptum síðan á þeim tímum. — Ertu hrifinn af þjóðlagamúsik, Atli? — Það fer alveg eftir því, hvers konar þjóðlagamúsik það er. Tón- skáld á öllum tímum hafa meira eða minna notað þjóðlög í tónsmíð- ar sínar, meira að segja gerði Bar- tók talsvert af því. En það er erfitt að umbreyta þjóðlögum svo að vel fari, því að í sambandi við þau kemur þrennt til greina, lag, texti og flutningur, og sé þetta slitið úr tengslum hvað frá öðru, hlýtur eitt- hvað að fara forgörðum. Hvað gömlu íslenzku þjóðlögin áhrærir, eru þau svo bundin sínu gamla um- hverfi, lágreistu baðstofunni uppi í sveit, eða einhverju áþekku, að þau hljóta að missa marks, ef þau eru hrifin þaðan og þeim skellt inn í gjörólíkt umhverfi. Einu sinni hlust- aði ég á gamlan mann raula fyrir munni sér íslenzkt þjóðlag, meðan hann var að dytta að netum inni í gömlum beitningaskúr. Ég skal segja þér, að ég hef sjaldan orðið jafn hrifinn. En ef við tækjum nú karlinn, beitningaskúrinn og netin og settum þetta allt saman upp á senu í Austurbæjarbíói og héldum með þessu konsert, væri það eins og að setja sinnep út á rjómaköku, algjörlega absúrð. Að vísu er ég ekkert á móti absúrdisma, síður en svo, en maður verður að fara var- lega með hann. í sambandi við þjóðlög langar mig til að minnast á VIKAN 46. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.