Vikan

Tölublað

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 43

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 43
UNDRAPÚÐINN sem festir tanngóminn, dregur úr eymslum, límist við góminn, þarf ekki að skipta daglega. SNUG er sérstaklega mjúkur plast- ic-púði, sein sýgur góminn fastan, þanuig að þér getið taiað, þorðað og hlegið án taugaóstyrks. SNUG er ætlað bæði efri- og neðrigóm. Þér getið auðveldlega sjálf sett púð- ann á, hann situr fastur og hreins- ast um leið og tennurnar. — SNUG er skaðlaus tannholdi og gómnum. Endist lengi og þarf ekki að skipta daglega. Snug J Ó MÖLLER & CO.. Kirkjuhvoli, Simi 16845. V_________________./ LiLJU LILfJU LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búð verið það, var það fyrir langa löngu, en það gaeti hafa aflað hon- um óvina. — Hann var mjög siðsamur mað- ur, sagði Sir Geoffrey þróalega. — Það er ég viss um, sagði Mars- hall. — Átti hann nokkra ættingja? — Nei, sagði Sir Geoffrey. — Hann var munaðarleysingi vesaling- urinn. En konan hans átti bróður, held ég. — Já, sagði Marshall. — Við verðum að reyna að hafa upp á honum. — Hann var misheppnaður, eftir því sem vesalings John sagði okk- ur, sagði Sir Geoffrey. — Lítið fyrir vinnu. Mikið fyrir að slá og lána. — Var Craig hræddur við hann? spurði Marshall. — John var ekki hræddur við neinn, svaraði Sir Geoffrey og Marshall gaut á hann augunum. Gamli maðurinn virtist svo viss í sinni sök. — Átti hann nokkra óvini sem þér vissuð um? — Nei, svaraði Sir Geoffrey. — Hversvegna það? Hann var mjög viðkunnanlegur eins og ég sagði yður. Einn eða tveir viðskiptakeppi- nautar, auðvitað. En dynamit! Slíkt þekkist ekki í fragtskipaútgerð! — Það er Ijótt, svaraði Marshall alvarlega. — En einhversstaðar verðum við að byrja. Þér segið mér að hann hafi verið viðkunnanleg- ur, en samt get ég ekki fundið einn einasta náinn vin. Eg finn ekki bróður konu hans heldur. Ef ég á að komast að því, hver gerði þetta, þarf ég á upplýsngum að halda. Hversu mikið borguðuð þér hon- um? Sir Geoffrey japlaði og jamlaði, en á endanum sagði hann frá því, vegna þess að það sem gerzt hafði var svo hræðilegt, að hann vildi verða að liði eins og hann gæti. — Fimm þúsund á ári, sagði hann, — auk þess átti hann einhver hlutabréf. Hann vann fyrir þessu. Hann vann mjög mikið. Síðan fóru þeir inn á skrifstofu Craigs og rannsökuðu hana. Þar var ekkert, sem sagði þeim neitt annað en það, að Craig hafði rek- ið fyrirtækið mjög vel. Þeir yfir- heyrðu einkaritarann hans, ungfrú Cross, og komust ekki að neinu öðru en því, að hún var ástfangin af honum, en hann hafði verið of önnum kafinn til að taka eftir því. Kerfisbundið leituðu þeir í skrif- stofunni, i skjalasafninu og pen- ingaskápnum. Samningar, starfs- skrár og bréf fyrir síðustu áratug- ina, sumt var á frönsku, annað á þýzku, og Marshall lagði það til hliðar til að fá það þýtt. Hann myndi ekki græða neitt á því, það vissi hann, en hann gat ekki treyst því. Ungfrú Cross fjasaði eitthvað, áður en hún opnaði peningaskáp- inn, en Hoskins notaði meðfæddan þokka sinn, og að lokum lét hún undan og sýndi þeim röð af höfuð- bókum, hundrað pund í reiðufé og hnefafylli af gömlum skyndimynd- um. Craig í sjóhernum, sem venju- legur sjómaður, formaður á bát, stðan undirliðsforingi á litlum bát- um, hrörlegum fleytum, arabiskum í útliti. í enda stríðsins var hann orðinn lautinant, sjóræningjalegur með prjónapottlu ( skítugum galla, alltaf í litlum bátum, alltaf með harða sólbirtu Miðjarðarhafsland- anna á bak við sig. — Special Boat Service, sagði Marshall. — Erfið vinna. Við verðum Nýtt rey któbak ILMANDI reyktóbak Hafið þér reynt þetta nýja ilmandi reyktóbak? Nú sem fyrr, bezta pípu- tóbakið í hinum nýju hand- hægu umbúðum, sem halda tóbakinu ætíð fersku. að hafa samvinnu við yfirstjórn sjóhersins um þetta. Hoskins muldraði eitthvað, svo stakk hann sér enn einu sinni inn í peningaskápinn. Innst innan úr honum dró hann fram vafning úr svörtu, ofnu klæði og rakti hann sundur í höndum sér. Löng, mjó lína raktist á gólfið og Hoskins vatt hana upp aftur, næstum með lotn- ingu. — Svart judobelti, sagði hann. — Er það gott? spurði Marshall. Hoskins kinkaði kolli. — Of gott handa mér. Það bezta sem til er. Hann sneri sér að ungfrú Cross. — Hafið þér séð þetta áður? Hún hristi höfuðið. — Eg held ekki, að Craig hafi átt þetta, sagði hún. — Hversvegna ekki? — Judó er ruddaleg íþrótt, er það ekki? Hoskins kinkaði kolli. — Craig hafði ekki áhuga fyrir þesskonar hlutum. Hann var ekki óheflaður maður. Marshall leit á myndirnar, sem hann hélt á. Maðurinn, sem þær sýndu, var ungur, varla orðinn karl- maður, en harður nagli. Hann leit aftur á ungfrú Cross, sem hafði í hugsa sér breytt myndinni af Craig,- sett á hann harðkúluhatt, séð hann í Bristolbíl, notið ómeðvitaðrar kurteisi hans; ungfrú Cross elskaði þessa ímynd. Ef til vill voru tilfinn- ingar frú Craig eitthvað svipaðar. Marshall sagði ekkert, en hann hélt myndunum og beltinu. 2. kafli. Marshall og Hoskins sneru aftur til stöðvarinnar til að flokka það niður sem þeir höfðu aflað, áður en þeir ræddu við lögreglulækninn og sérfræðinginn á rannsóknarstofu lögreglunnar. Þegar þeir komu inn, sagði varðstjórinn þeim, að lög- reglustjórann langaði að hitta Mars- hall, strax að fundi fjórmenning- anna loknum. Marshall hlustaði, án þess að nokkur svipbrigði sæjust á honum, og Hoskins fann djúpt til með honum. Leynilögreglumaður, sem ekki hefur frá neinu að segja, ætti að minnsta kosti að vera laus við það þurfa að ganga fyrir lög- reglustjórann. Tveir menn biðu þeirra inni á lítilli skrifstofu Marshalls. Thomas, lögreglulæknirinn, var hæglátur og fámáll með gleraugu. Maðurinn frá rannsóknarstofu lögreglunnar, Maynard. var fyrrverandi konung- legur verkfræðingur, með svo mikla ánægju af sprengiefnum, að hún hafði staðizt jafnvel það, að hann væri settur yfir sprengjubirgðir hersins. Þegar Marshall kom, sló hann þakklátur á öxl' hans. — Jæja Bob, sagði hann. — Þessi var falleg! — Gott þú ert ánægður með hana, sagði Marshall, en hann var að hugsa um lögreglustjórann og röddin var fýluleg. — Bezta, sem við höfum séð, sagði Maynard. — Stórkostleg. Veiztu, að við fundum hluta úr VIKAN 46. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.