Vikan

Tölublað

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 44

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 44
Innbyggðir ofnar me8 Ijósi — gleri í hurð — tímastilli — grilli — með eða ón grillteins. _____g £ A ci Þvottapottar 50 og 100 lítra. cz Eldavélar 3ja og 4ra hólfa. Hellur eða gormar, með eða ón klukku og hitahólfi. -£Z___ ÁBYRGÐ OG VARAHLUTAÞJÓNUSTA. KYNNIÐ YÐUR HINA HAGKVÆMU GREIÐSLUSKILMÁLA bílnum í tré, fimmtíu metra burtu? Og urðum að saga þá úr? Þeir hafa verið eins og byssukúlur. Þeir gætu alveg eins hafa sett atombombu á vesalings manninn. Eg hef aldrei séð neitt þessu líkt. — Hvað notuðu þeir? spurði Marshall. — Það er erfitt að segja, sagði Maynard. — Ef til vill Gelignite. Sé sú raunin. hafa þeir notað einhver ósköp. Eg hélt reyndar, að þetta væri eitthvað sterka'ra fyrst, ef til vill plastik. Þetta gaf ekki réttan loftþrýsting til að vera dynamit. — Það er þá ekki T.N.T.? spurði Marshall. — Þa, væri of erfitt að sprengja það, svaraði Maynard. — Til þess þarf mikinn þrýsting, högg, eins og sprengju eða kúlu. Hann hallaði sér aftur á bak með ánægju þess manns, sem veit að hann á svolítið gott í pokahorn- inu og stóru, fimu hendurnar hans, ótrúlega liprar miðað við stærð, leituðu í gömlum, þykkum poka og komu upp með ömurlegar leifar af þykkum stálkassa og flata blýköku. — Lokið á kassanum er segul- magnað, sagði hann. Hann kastaði pappírsklemmu að því og hún fest- ist þegar við. — Mjög segulmagn- að. Sprengiefnið var í kassanum. Svo allt, sem morðinginn þurfti að gera, var að stinga honum undir bílinn, undir ekilssætið. Svo lá snærisspotti upp úr kassanum í þetta lóð, sem er mjög þungt. Hann kastaði því upp og greip það aft- ur. — Lóðið vó salt á útblásturspípu bílsins. Þegar. . . Læknirinn greip fram í fyrir hon- um: — Það er ómögulegt. Sjáið, hvernig það er í laginu! Maynar hló: — Það var öðru- vísi í laginu, þegar ballið byrjaði, sagði hann. — Við fundum þetta á kafi í múrsteini. Hann Ijómaði við þeim; hann var alltaf hamingju- samur, þegar hann gat talað um sprengiefni. — Þegar hann startaði, hélt hann áfram, — hristi titringurinn lóðið niður og þá kippti það í spottann, sem var tengdur í sprengiefnið. Árangurinn hafið þér séð sjálfur. Það var kominn fyrirlestrarblær á rödd hans,- hún var gersamlega persónulaus, og Marshall leit á hann í undrun. Hann hafði fyrstur séð líkið. Áður hafði hann séð menn skotna, brennda, stungna, lamda til dauðs, en hann hafði aldrei á ævi sinni séð neitt eins andstyggilegt og leifar þessa lík- ama. Fyrir neðan mitti var ekkert og höfuðið var gersamlega af eft- ir höggið, sem það hlaut, þegar það þeyttist á framrúðu bflsins. Og svo hafði eldurinn komið . . . Mað- urinn hafði dátið undir eins, en leifar þessarar mannlegu veru voru svo ólýsanlega ruddalegar í sjálfu sér, að hann hafði haft martraðir tvær nætur í röð. . . Hann sneri sér að Tómasi. — Hafið þér nokkuð að segja, læknir? spurði hann. Thomas taldi upp að þremur með sjálfum sér, áður en hann tók til máls. Þetta var vani hans. — Það er mjög lítið sem ég get sagt, sagði hann að lokum. — Hann hefur augljóslega dáið af mörg- um ástæðum, sem hver um sig er banvæn. Ég fann brotna höfuðkúpu, brotinn háls, allar slagæðar sund- urtættar, að minnsta kosti tíu eða tólf brotin beið og ein álman úr stýrishjólinu var í gegnum hjartað. Enginn hefur hlotið fljótari dauð- daga. Hann þagnaði aftur, tók af sér gleraugun og hreinsaði þau vandlega. — Þegar ég sá hannfyrst, kastaði ég upp, sagði hann. — Ég líka, sagði Hoskins. Thomas sneri sér að Marshall: — Hvernig ætlið þér að fara að því að sanna.. af hverjum líkið var? spurði hann. — Föt og skór, svaraði Marshall. — Það, sem við höfum getað náð af þeim, er sannanlega úr fataskáp Craigs. Allt handgert. Ég hef geng- ið úr skugga um það. Thomas kinkaði kolli. — Þá það, sagði hann. — Þurf- ið þér á mér að halda til einhvers? Marshall sagði nei og Thomas fór. — Þetta er í fyrsta skipti, sem ég hef séð Thomas gamla meyrna, sagði Maynard. — Þú sást ekki fórnarlambið, sagði Marshall. — Ég vildi að ég hefði heldur ekki séð það. En um þessa tímasprengju . . . Sérfræðingurinn útskýrði, hvernig kassinn hefði verið gerður víðari að ofan en að neðan, og segul- magnaða lokið hefði verið þynnra en hliðarnar og botninn. Þannig hafði aðalorka sprengingarinnar beinzt upp á við, beint að öku- manninum. — Fallega gert, sagði Maynard og bætti svo við: — Helvítis kvik- indið. Hoskins leit upp úr vasabók sinni með undrun. Aldrei fyrr hafði hann heyrt Maynard gagnrýna velheppn- aða sprengingu. — Honum var alveg sama hver varð fyrir þessu, sagði Maynard. — Craig gat verið með tíu börn í bílnum. Hvern sem var. Þennan manndjöful skipti engu, þótt það færi allt saman, bara ef Craig færi líka. Ég veit, hversu heimskulegt hatrið er í okkar starfi, en að þessu sinni get ég ekki varizt því. — Hvað færðu út úr þessu? spurði Marshall. Maynard yppti öxlum: — Spurðu mig ekki, vinur. Það er, guði sé lof, þitt vandamál. Ég hef látið þig hafa modus operandi og af- gangurinn er undir þér kominn. Hefurðu lyst á bjór? — Já, svaraði Marshall — en stjórinn vill fá að hitta mig. — Ahl sagði Maynard. — Ég verð á kránni ef þú hefur tíma. Marshall fylgdi honum fram, kvaddi dyra hjá lögreglustjóranum og opnaði um leið og hann heyrði ómennskt urr innan frá. — Fáið yður sæti, sagði Seddons yfirlögregluþjónn. Og Marshall sett- ist með þessari einkennilegu blöndu

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.