Vikan

Tölublað

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 48

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 48
Ungar stúlkur f vist f Englancfi Ingibjörg Norberg Framhald af bls. 46. Hinsvegar taka fjölskyldurnar oft stúlkurnar með sér i sumarfri og borga þá allt fyrir þær, enda eru þær þá í þeirra þjónustu i fríinu. Annars var frúin ákaflega liðleg og gott samkomulag okkar á milli um frí og þess háttar. Ég hjálpaði henni oft, þegar það kom henni vel og hún vildi gjarnan gefa mér frí, þegar ég þurfti á að halda. Það var alls ekki verið að reikna mínúturnar þegar þannig stóð á. — Hvað gerðir þú í frítímum þínum? — Á heila frídeginum fór ég næstum alltaf inn til London, skoðaði borgina, sólaði mig í skemmtigörðunum, verzlaði eða skoðaði í búðum o. fl. Oft fór ég lítið út á kvöldin, þótt ég ætti frí, því að lítið var hægt að fara í þessum smábæ, nema á pub, en svo heita krárnar. Þarna var ekk- ert kvikmyndahús eða dansstaður, en 21 pub! Til þess að komast á bíó eða út að dansa þurfti að fara til næsta smábæjar, en ókosturinn var, að lestirnar hættu að ganga svo snemma á kvöldin, að hætta var á að við kæmumst ekki heim fyrir nóttina. Það var dýrt að fara inn til London, kostaði 8 sh. báðar leiðir. — Hvað hafðir þú i kaup? — Það voru 2£, svo að þeir peningar hrukku skammt, rétt fyr- ir nauðsynlegum smáútgjöldum. —- Hvernig voru húsakynnin og upphitunin? — Þau bjuggu í einbýlishúsi fyrst Þegar ég kom, og þar var ekki miðstöðvarhiti; en meðan ég var hjá þeim, fluttu þau í ann- að stærra hús, kallað nýtízkulegt þar í landi, og í þvi var miðstöðv- arhiti. Hann var nú lítið notað- ur á okkar mælikvarða, kynt brot úr degi, rétt til að ylja upp húsið, en það var þó skárra en ekki. — Hve gömul varstu þegar þú dvaldir þarna? —- Ég var 18 ára, og ég held að stúlkur ættu ekki að ráða sig yngri í vist til útlanda. Jafnvel þótt ég hafi verið þetta heppin að lenda hjá svona góðu fólki og Þótt föstum vinnutíma hafi verið komið á frá upphafi, held ég að ekki veiti af að vera vel á verði um að húsmóðirin ætlist ekki til meiri vinnu en au pair tíminn segir til um. Þetta ber flestum stúlkum saman um, sem hafa verið í svona vistum. Sumar segja, að ekki megi rétta enskri konu litla fingurinn, þá taki hún alla höndina. Stúlk- ur innan 18 ára hafa varla nóga festu gagnvart húsmóðurinni und- ir þannig kringumstæðum. Ann- ars tel ég mig hafa haft það gott, en það er meira en hægt er að segja um margar íslenzkar og er- lendar stúlkur, sem ég hafði kynni af í London. Jenný Magnúsdóttir Framhald af bls. 46. er ekki hægt að halda það út. ■—• Hver keypti í matinn og hvernig var hann? — Það var alltaf pantað fyrir vikuna og maturinn var góður, en ég varð aldrei vel södd, það var ekki skammtað meira en það. — Hvernig var svo viðmót þeirra gagnvart þér? — Það var afskaplega kulda- legt. Konan hvorki bað mig um að gera verkin né sagði mér það vingjarnlega, heldur skipaði mér það. Þau töluðu aldrei við mig, kynntu mig ekki fyrir neinum og skiptu sér ekkert af mér, nema til að láta mig vinna. Einu af- skiptin, sem konan hafði af einka- lífi mínu, var að banna mér að iáta pilt fylgja mér heim, því að það gæti komið af stað umtali i nágrenninu. — Áttu við að piltur hafi ekki mátt koma inn með þér? — Nei,. eingöngu að ég mátti ekki sjást með pilti á gangi eða í bíl. Það var nú svo iangt frá því að nokkur fengi að heimsækja mig. Ekki einu sinni vinkonur minar. — Mótmæ.ltir þú aldrei þessum langa vinnutima? — Jú, ég sýndi henni bókina um vinnutíma au pair stúlkna, en hún anzaði því engu. Ég sagði henni líka, að gólfþvottur og gróf- ustu verkin væru ekki í verka- hring au pair stúlku, en það þýddi ekkert. Ég hafði hugsað mér að láta þetta ganga svona og vera liðleg við hana meðan hún gengi með barnið, eða börnin réttara sagt, en þegar það breyttist ekk- ert eftir fæðinguna, fannst mér að ég ætti ekki að sætta mig við þetta. Þá var móðir hennar lika komin til hennar, en það var frek- ar að það bættust á mig verk við það. Ég þurfti þá að þvo af henni líka og hún létti ekkert undir með mér. -—• Hvaða frí áttirðu? — Ég átti tvo frídaga í viku eftir að hafa þvegið upp eftir hádegismat, en ég var venjulega búin svo seint, að ég hafði ekki full not af þeim. Aukafrí fékk ég aldrei hvernig sem á stóð. Ég hafði t.d. beðið um að fá að losna fyrr 17. júní, því að ég ætlaði á Islend- ingaskemmtunina og þurfti líka að láta leggja á mér hárið. Hún hafði ekki tekið illa í það og reikn- aði ég þessvegna með því, en þegar til kom tók hún það ekki í mál — spurði hver ætti þá að gera verkin. Hún geymdi alltaf upp- þvottinn frá frídögunum mínum til næsta dags, svo að ég þvoði það þá upp. Hún var fjarska ó- liðleg við mig. Ég mátti t.d. aldrei horfa á sjónvarpið nema með þeim eftir kvöldmat, jafnvel þótt eitt- hvað væri i því, sem mig langaði sérstaklega til að sjá. Ég borðaði aldrei með gestum, ekki einu sinni á afmæli annarrar telpunnar, þeg- ar ekki komu aðrir gestir en amm- an. Ég fékk ekki að fara í bað nema einu sinni í viku. — Hvað hafðirðu svo í kaup fyrir þetta allt saman? — Ég hafði 3£, en það er hæsta au pair kaup. Þessir peningar entust mér fyrir ferðum og frí- merkjum, en annars hafði ég ekki mikla möguleika til þess að eyða miklum peningum, þar sem ég komst næstum aldrei út. En ferð- in inn til London kostaði mig 10 shillinga fram og aftur, því að þetta var í smábæ í úthverfi Lundúna. — Svo hefirðu farið úr vistinni? — Ég neitaði einu sinni að þvo upp eftir hádegismatinn, þegar ég átti frí, því að ég þurfti að vera komin af stað á vissum tíma, en þá varð hún alveg óð og það end- aði með því að ég fór. Ég leitaði fyrir mér um aðra vist, en leizt þar lítið betur á, bæði mikil vinna og herbergið svolítil kytra með einum divan og fataskáp. Eftir það dvaldi ég um stund hjá íslenzkri konu, sem ég Þekkti og heimsótti svo enska vinkonu mína í hálfan mánuð, síðan fór ég heim. Ég var 18 ára, þegar ég var i þessari vist, og mér finnst að stúlkur ættu ekki að leggja yngri en það út í Þá óvissu sem svona ráðning er. Ég mundi ekki þora að hætta aftur á það, að fara i vist erlendis. GerSur Guðmundsd. Framhald af bls. 47. — Alveg sérstaklega. Þau létu mig strax kalla sig með fornafni, en það er sama og að þúast hér heima, og þau vildu allt gera til þess að ég hefði það sem bezt. Fyrst leiddist mér mikið, ég var svo mikið ein heima og allir hlut- ir öðru vísi en ég var vön, en svo vandist ég þessu, og þegar ég kynntist hjónunum betur féll mér svo vel við þau, að leiðindin hurfu alveg. Konan var lítið eldri en ég og kom fram við mig eins og vin- konu sína. Þau tóku mig víða með sér, bæði í ferðalög og oft i boð til fjölskyldu og kunningja. Þau voru bæði frá mjög góðum fjölskyldum, faðir hans var þekkt- ur hagfræðiprófessor, og báðar þessar fjölskyldur tóku mér lika opnum örmum eins og ég væri ein af þeim. Hjónin voru mjög hjálpleg við að kenna mér ensku og aðstoðuðu mig við heimaverk- efnin úr skólanum, þegar ég þurfti á að halda. Þau vildu að ég sæi sem mest í London, og fyrstu tvo dag- an,a, eftir að ég kom, gáfu þau sér tíma til að aka með mig um borgina þvera og endilanga. Þau fóru með mig í íeikhús og stuðl- uðu á allan hátt að því, að ég hefði sem mest upp úr dvölinni. Þau gáfu mér fúslega fri, ef eitthvað sérstakt stóð til, og vin- konur mínar gátu heimsótt mig hvenær sem var, og þær af þeim, sem bjuggu í úthverfunum, gistu oft hjá mér, þegar við fórum sam- an út. Þá var þeim líka velkomið að borða hjá mér. Ég borðaði alltaf með fjölskyldunni, ekki síð- ur þótt gestirnir væru, enda kynntu þau mig fyrir vinum sín- um. — Þú minntist á skóla, hvenær áttirðu frí? — Ég átti frídag frá hádegi einu sinni í viku og svo fór ég í skóla tvo eftirmiðdaga og tvö kvöld í viku. Um sumarið átti ég oft frí um helgar, þegar þau fóru út í sumarhúsið, en ég réði því hvort ég vildi heldur fara með þeim eða vera ein heima og eiga þá fri. Svo fékk ég hálfsmánaðar sumarfrí, en þá fór ég til Frakk- lands með íslenzkri vinkonu minni. Á kvöldin átti ég oftast frí, eins og ég hef áður sagt. — Hvað fékkstu í kaup? — Ég fékk 2£, en stúlkur þurfa að hafa með sér peninga, þegar þær ráða sig í svona vistir. Þessi tvö pund nægja rétt fyrir bió og ferðum um borgina og þvílíku. — Hver réði þig í þessa vist? — Það var enskur maður í Reykjavík, en hann réði okkur þrjár, Ingibjörgu, Vilborgu og mig. Hann þekkti eina fjölskyld- una og réði hún hinar tvær. Eg held að við höfum allar komizt til þetta góðra fjölskyldna vegna þess að þetta var í gegnum kunn- ingsskap, en ekki ráðningaskrif- stofu. Stella Hálfdánardóttir Framhald af bls. 47. — Nei, ég fór með þvottinn i almenningsþvottahús og beið þar eftir honum úr vélunum. Síðan þurfti ég að straua hann heima. — Fékk frúin þá enga stúlku í erfiðustu verkin? — Nei, ég gerði allt, sem gera átti. Hún bjó til kvöldmatinn, en það var aðalmáltíðin og þá borð- aði húsbóndinn heima, en svo þvoði ég upp. — Var nægur matur og borðað- ir þú með þeim? —• Maturinn var bæði mikill og góður. Ég borðaði aldrei með þegar gestir voru, jafnvel þótt það væru aðeins nánir ættingjar, eins og t.d. móðir hennar. Yfir- leitt var komið fram við mig eins og ég væri vinnukona. —• Gerðu þau ekkert fyrir þig, eins og að aka eitthvað með þig til að sýna þér umhverfið eða kynna þig fyrir einhverju fólki? —• Nei, þau skiptu sér ekkert af mér og töluðu aldrei við mig. Það var ekki hægt að segja að frúin væri beinlínis vond við mig, en hún var ákaflega kröfuhörð og smámunasöm. — Hvenær áttirðu frí? —• Ég átti tvo frídaga í viku frá hádegi, en alla aðra daga var ég heima við að passa börnin og klukkan 4 átti ég að hugsa um te, oft bara fyrir mig og börnin, því að frúin var sjaldan heima. Eftir kvöldmatinn fóru þau út næstum á hverju kvöldi, og Þá átti ég að gæta barnanna heima, eftir að hafa háttað þau og bað- að. —■ Talaðirðu aldrei um, að þú hefðir of mikið að gera? —• Jú, ég sagði henni einu sinni, að ég væri ekki ánægð og væri að hugsa um að ráða mig ann- ars staðar. Þé varð hún alveg eyði- lögð og grátbað mig að vera áfram og lofaði að þetta skyldi breytast, en það varð nú lítið úr því. — Fórstu á nokkurn skóla? — Ég hefði getað farið á frí- dögunum mínum, en þetta var um sumar og þá frí í flestum skólum í London. — Hvað fékkstu í kaup og hvernig entist þér þaö? —• Ég fékk 3£, en það dugar rétt fyrir fari um borgina og bíó einstaka sinnum. Svo þurfti ég að kaupa mér mat á frídögunum, það var ekki ætlazt til að ég kæmí þá í kvöldmat, og Það kostar tölu- vert líka. Kostnaðarsamast var þó það, að síðasta hálfa mánuðinn þurfti ég að sjá um mig sjálf, því að konan sagði allt í einu og fyrir- varalaust, að þau væru að fara i frí til Spánar, og að hún væri búin að útvega mér herbergi á smágistihúsi þangað til ég færi heim, en ég var ráðin yfir sumarið og var búin að panta far á vissum tima heim. Uppihaldið þar þurfti ég svo að borga sjálf. — Varztu ekki fyrir miklum vonbrigðum með förina? — Að sumu leyti, en ég hafði mjög gaman af að íara þetta, sá og kynntist mörgu og lærði tölu- vert í enskunni. Ég þekkti þarna íslenzkar stúlkur og kynntist enskum unglingum. — Hvað ertu gömul, Stella? — Ég er 17 ára. Vilborg Sigurðardóttir Framhald af bls. 47. eins bundin og gat þá oft farið út milli hádegismatar og tetíma. Ég hjálpaði svo til við að útbúa kvöldverðinn og við þvoðum og háttuðum yngri börnin áður en fullorðna fólkið borðaði, en eldri telpurnar sátu þá líka við borð- ið. Ef ég þurfti að fara eitthvað sérstakt, þurfti ég ekki að þvo upp eftir kvöldmatinn, en annars gerði ég það venjulega. Á kvöldin þurfti ég mjög oft að vera heima hjá börnunum, þegar hjónin fóru út. Ég átti einn heilan frídag i viku, og svo fékk ég frí til að

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.