Vikan

Tölublað

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 4

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 4
RONSON RONSON fyrir dömuna RONSON fyrir herrann RONSON fyrir heimilið RONSON KVEIKJIRI ER TILVALIN JÓLAGJÖF c HOPP OG HÆ Á HÆÐINNI. Kæra Vika! Fyrir nokkrum mánuðum keypti ég íbúð á annarri (efri) hæð í gömlu timburhúsi í gamla aust- urbænum; ágæta íbúð og ný- standsetta. Ég fékk hana á mjög góðu verði með frábærum kjör- um, svo ég var hálf hræddur um, að það væru einhverjir maðkar í mysunni — húsið fúið, hitinn slæmur eða eitthvað þess háttar. En svo er komið á daginn, hvar hundurinn liggur grafinn. Hann er nefnilega grafinn á hæðinni hérna fyrir neðan. Þar búa mið- aldra hjón, sem eru vægast sagt súpersensitíf og allt sem þau eiga og fest er upp á loft eða veggi, er svo hrörlegt og illa frá geng- ið, að það hrynur, ef einhverjum verður á að hnerra í Vesturbæn- um — ef marka má sögusagnir þeirra sjálfra. Nú eru þau eilíft og ævinlega að koma þjótandi hér upp og rífast og skammast yfir hoppi og hæi í mér, kellu minni og krökkunum okkar tveimur, 12 og 9 ára. Um þetta hef ég það að segja, að konan mín vinnur úti fyrir hádegi, og eins og skólasystemið er nú til dags eru krakkarnir að koma eða fara í skólann allan daginn, og þau hafa sízt hærra um sig en börn almennt, nema þá kannski þvert á móti, þótt ég segi sjálfur frá. Og yfirleitt held ég því eindregið fram — það er sannfæringaratriði hjá mér — að við séum með lágværara og létt- stígara fólki, öll fjögur! En það kemur fyrir ekki. Strák- urinn (9 ára) sat flötum beinum á gólfinu hér eitt kvöldið og lék sér að eldspýtustokksbíl. Þá hrundi ljósakrónan hérna niðri. Einu sinni krækti ég tánni á nýju, támjóu skónum mínum undir gólfteppisbrúnina og hras- aði — þá lék allt á reiðiskjálfi og sparsl og málning hrundi ofan í grautardallana hjá þeim niðri. Og þannig mætti lengi telja. Segðu mér nú Vika mín, hvern fjandann ég á að gera. Mér er nefnilega skapi næst að safna hingað fjölmenni dag eftir dag og hafa balletskóla eða hástökks- æfingar innan húss, gera ein- hvern djö .... bara svo að pakk- ið pakki þá saman og hypji sig. Því mér þykir of vænt um fjár- muni mína til að ég vilji láta hrekja mig héðan fyrirhafnar- laust — en eitthvað verður að gerast í snarheitum. Ég vona þú getir hjálpað mér. Ri Ká. Sumt fólk þolir ekki öðrum að bæra á sér. Það þekki ég af reynslu. En reyndu að fara betri veginn til að byrja með, talaðu alvarlega en reiðilaust við fólk- ið og reyndu að leiða því fyrir sjónir, að þú og þín fjölskylda eigið ykkar íbúð og þið hafið allan rétt til að haga ykkur þar eins og ykkur þóknast, innan mannsæmandi ramma þó, eins og ég þykist vita að þið gerið ykkur ljóst. Timburhús er alténd timb- urhús og þeir sem eiga heima í slíku húsi, verða að gera sér Ijósa galla þess. Nú, ef allt um þrýtur, finnst mér reynandi eins og þú segir að reyna að flæma fólkið burtu, en það tekur sinn tíma, trú mér til! LOK, LOK OG LÆS . . . Góður Póstur! Hér á dögunum þurfti ég að þjóta í nokkrar búðir á laugar- degi rétt fyrir eitt, og þegar ég kom að mjólkurbúðinni vantaði klukkuna mína eina eða tvær mínútur í. Það var fullt af fólki í búðinni og nóg mjólk, en þeg- ar ég ætlaði að opna, kom ein þeirra hvítklæddu, ung og lag- leg stúlka þjótandi til dyra og skellti í lás. Ég spurði ósköp hóg- værlega gegnum glerið, hvort bú- ið væri að loka, en hún kvað já við og snaraðist svo aftur inn fyrir borðið. Nú spyrjum við, eins og þeir segja í Skólarnir/Kaup- staðirnir/Sýslurnar keppa: Þó aldrei nema að klukkan hafi ver- 1001 VINNINGUR: Þátttakendur í verðlaunasamkeppni VIKUNNAR um 1001 leikfang eru minntir á, að skilafrestur er til 5. desember. Listi yfir vinnendur verður að öllu forfallalausu birtur í blaðinu 16. desember. MUNIÐ: Lausnir verða að hafa borizt fyrir 5. desember! £ VIKAN 48. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.