Vikan

Tölublað

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 18

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 18
Hvernig á að tialda jól? ÖRN iNGÓLFSSON, verzlunarstjóri Hin sívaxandi spenna, sem þrúgar öllu mannlífi nú ó dögum, hefur einn- ig nóð til jólanna og þess i helgihalds, sem þeim er tengt, og er jafnvel sjald- cn meiri en kringum þessa hótið. Afleiðingin verður sú. cð menn eru aldrei ttari en að jólum m, þótt þau eigi að hvíldartími. Þeir *'r jafnvel ekki tíma huileiða af hvaða við höldum þessa ' sspi þo ætti að vera miðja alls hótíða- i ’ - 'sins. ■ lua hnignun trúar- j.ír ó ’andi sem ann- . 'ic.r á auðvitað sinn j f þsrsu. Kirkjan hef- j , st"ð'j„t tapað í sam- i nj v;ð kvikmynd- . :ú Ú3, útvarp og sjón- . c i ! jn þarf að taka . -r.jar baráttuaðferð- j cð rétta hlut sinn, \ i ; klngu við það, sem - verið á döfinr.i í ú. riandi. Það þarf að . ,.;-j meira leiksviðssniði : - jÚsþjónusturnar, þann- ,g rð þær höfði meira t:l fóiksins en nú er og ' cð öðlist þannig aukna h'utdeild í því, sem fram fer. Að sjá'.fsögðu þurfa fieiri að leggja hér hönd á plóginn en prestarnir einir. Sérstaklega er mik- ilvægt, að skólarnir taki Framhald á bls. 82. ÁRNI BERGMANN, blaðamaður Ég geri ráð fyrir því, að ég hafi svipaðar umkvart- anir fram að færa um jólahald á íslandi og margir aðrir: fullkomin yfirráð verzlunarstéttar yfir þessari hátíð, gjafa- fláð svo umfangsmikið og þungbært að niður glutr- ast sú ánægja sem má af því hafa að gefa gjafir eða þiggja. Og mætti ég þá bæta við persónulegri umkvörtun: yfirþyrmandi jafnvægisleysi i bókaút- gáfu. Það liggur því í aug- um uppi, að það er ekki vandalítið að ráða bót á málum — jafnvel þótt Vik- an hafi gefið þér alræð- isvald. Það er til dæmis ekki út í hött að halda því fram, að lag geti kom- izt á jólahald nema gerð- ar vseru stórfelldar breyt- ingar á öllum þjóðfélags- háttum þeim til vand- ræða, sem græða fé á jól- um. Svo stórfelldar, að menn myndu halda að Is- land hefði skyndilega dottið út úr „frjálsum heimi" — og um slík feimnismál skulum við ekki ræði í heimilisblaði. Hitt væri svo auðveld- ara að ganga hreint til verka miðað við núver- andi aðstæður, og viður- kenna afdráttarlaust að jól eru veraldleg hátíð á Islandi. Ég man eftir leik Framhald á bls. 84. OLIVER STEINN, bókaútgefandi Ég varð að sjálfsögðu undrandi, þegar ritstjóri Vikunnar lagði þessa spurningu fyrir mig. Mér finnst það fjarstæðukennd hugsun, að nokkur einn maður verði í þeirri oð- stöðu, að ráða eða segja fyrir um, hversu aðrir skuli haga jólahaldi sinu. En hinsvegar veit ég á hvern hátt ég kýs að halda mín jól. Ég vil gjarnan lifa á ný þá jóla- hátíð og það jólahald, sem ég vandist í bernsku, — jólahald, sem mótað var af viðhorfi móður minnar til trúar og veru- leika. Okkar jól hófust að jafnaði með því, að við gengum til kirkju og hlýddum messu. Finnst mér sú athöfn ómissandi inngangur jólahátíðarinn- ar. Þau hughrif, sem a.m.k. ég verð fyrir við guðsþjónustu á aðfanga- dag jóla, vil ég gjarnan að flytjist inn á heimili mitt og verði þar rikj- andi, a.m.k. jóladagana. Hvað þetta snertir, breyttist ekkert þótt ég giftist og flyttist úr for- eldrahúsum. I stað móð- ur minnar er komin kona mín, sem nú sér um að þessi siður sé í heiðri hafður, — af sömu ástæðu, að ég hygg, og réð um Framhald á bls. 80. MATTHÍAS JOHANNESSEN, ritstjóri Hvað ég mundi gera? Vonandi þarf ég aldrei að hafa áhyggjur af því að „leggja svoleiðis línur". Þið sáuð hvernig fór um vegatollinn, það var ekk- ert grín! Jól verða ekki haldin á ytra borðinu einu saman. Slík jól verða aldrei ann- að en góð veizla í hæsta lagi (þó með allri virð- ingu fyrir góðum veizl- um). Jól eru hátíð í brjóst- inu. Jól eru gleði yfir því að líf er sterkara en hel — myrkur og skammdegi víkur þrátt fyrir allt fyrir sól og vori. Ég mundi leggja áherzlu á þennan boðskap jólanna — og þá með orð Krists og kenn- ingar að undirspili. Ég þykist hafa reynslu fyrir því að við þurfum síður að hafa áhyggjur af skammdeginu, ef við ger- um okkur betur grein fyr- ir þeim sannleika að án forsjónar (og handleiðslu sem er eitt fegursta orð íslenzkrar tungu) er lífið of oft óbærileg kvöl, kvíði. Hefur þá upp á lítið ann- að að bjóða en kjarnorku- veizlur og geimkapphlaup — háspekilega tómhyggju þegar bezt lætur. JÓHANNES ÚR KÖTLUM, rithöfundur Það var ekki fyrr en hér um bil hálfri fjórðu öld eftir Krists burð, sem 25. desember var gerður að afmælisdegi hans, en þann dag bar einmitt upp á sama tíma og hina æva- fornu jólahátíð sem tengd var sólhvörfum og ýmis- konar heiðnum töfrafræð- um. Getur því verið nokk- urt álitamál við hvað helzt ber að miða, þegar ræða skal tilgang þess- arar hátíðar. Einsætt virð- ist þó, að þjóðir sem telja sig kristnar kappkosti að helga hana anda og krafti spámannsins sem þær hafa játað frelsara sinn. Oft er talað um jólin sem sérstaka hátíð barn- anna, enda hafa börn þá ástundað venju fremur að vera „góðu börnin" og fullorðnir að vera „guðs börn", svo sem til dýrðar Jesúbarninu í jötunni sem sagði á sínum fullorðins- árum: hver sem ekki tek- ur á móti guðsríki eins og barn, mun alls eigi inn í það koma. Hér á íslandi tókst þetta oft furðanlega meðan um snautt bændafólk í dreif- býli var aðallegaað ræða. Á þeirri tíð gat einn lítill tíeyringur vakið dýpri fögnuð en milljónin nú og aldrei hafa þekkzt dýr- legri jólagjafir en tólgar- kerti, rósaleppar eða jafn- vel bara súkkulaðimiði. Nú er öldin önnur. Nú eru jólin orðin alltupp- svelgjandi kaupsýslufyr- irbrigði — "... kannski heimskast og andstyggi- legast af öllu, sem upp var fundið á þessari vol- uðu jörð", eins og Stein- Framhald á bls. 80. Jg VIRAN 48. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.