Vikan

Tölublað

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 32

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 32
Þar var aldrei mulið undír mannskapinn Texti: Ásgeir Jakobsson Ljósm.: Gísli Sigurðsson — Teikn.: Baltasar. egar Vikan fór þess á leit við mig, að ég tæki saman ágrip af sögu Bolungavíkur til að láta fylgja myndum, sem ritstjórinn hafði tekið vestra, þá fannst mér það auðgert verk, sem ég myndi hafa gaman af. En ég var ekki fyrr byrjaður að skrifa, en mér varð það Ijóst, að ég vissi alltof mikið um þetta fæðingarþorp mitt til þess, að það yrði með nokkru móti lamið niður á 12 vélritaðar síður, eins og greinin mátti vera mest. Alveg vafalaust hefði orðið auðveldara fyrir mig að skrifa í snarheitum bók um Bolungavík. Auðvitað var hægt að skrifa upp hrafl af mannanöfnum og ártölum, en það er vandséð hver les það. Þess vegna greip ég helzt til þess, sem mér fannst frásagnarverðast um þetta þorp og var þá fyrst heiti þess. Víkin heitir ... Bolungavík, ekki Bolungarvík, eins og oft er ranglega ritað. Upp- runi nafnsins er ljós. Það er dregið af reka, eins og nöfn fleiri staða á þessum slóðum. Um tvö lík orð getur verið að ræða, karlkynsorðið bolungur — viðarköstur og kvenkynsorðið bolung —- trjábolur. Orðin eru svo líkar merkingar að ógerningur er að fullyrða af hvoru þeirra nafn staðarins er leitt, en hitt er afturámóti hverj- um manni auðsætt, sem hugleiðir málið, að um fleirtölumyndir orð- anna hlýtur að vera að ræða í hvorutveggja tilfellinu. Þegar menn renndu þama fyrst að landi hafa allar fjörur verið hrannaðar af reka, og því hlægilegt að ímynda sér að staðarnafnið hafa verið kennt til eins trjábolar eða eins viðarkastar, enda ætti það sér enga hlið- stæðu í nöfnum annarra staða þarna kenndra við reka. Eignarfall fleirtölu beggja áðurnefndra orða er bolunga og þar af Bolunga- vík. Forn ritháttur er greinilega rangur eins og oftast í staðamöfnum en hér er ekki rúm til að rekja það. Bolungavík liggur yzt við Djúp að vestan og myndast víkin af tveim fjöllum, Traðarhyrnu að norðvestan og Óshyrnu að suðaustan, og eru þessi fjöll brött, klettótt, svört og gróðurlaus, þó er nokkur gróður neðan til í Ósfjalli. Víkin horfir þannig mest við austri eða norðaustri. Fjall eitt Ernir, gengur nær því fram að sjó um miðja víkina, en dalir eru beggja vegna fjallsins. Heitir Syðridalur annar og er þar í vatn allstórt, en Tungudalur hinn og eru þetta mest nöfn- in, því að um fimm kílómetrar munu vera frá sjá og fram í botn hvorttveggja dalsins. Land er þarna grýtt og skammt ofan á grjótið, þar sem það er 32 VIKAN 48, tþj, hulið moldarskán og sverði. Aftur á móti er grasið sérlega grænt og kjarnagróður hann sem er. Úr Bolungavík sést yfir Djúpið og til Snæfjallastrandarinnar og er hvorttveggja sólarlag og sólarupp- koma fagurt í Bolungavík, enda er þá helzt kyrrt veður þar um slóð- ir á vorin. Drottinn hefur sem sé af sinni mildi, staðsett Bolvíkinga þannig, að þeir hafa ekki skjól í nokkurri átt, hvorki fyrir vindi né sjó og er þetta pláss hið mesta verðavíti. Norðan hafsjórinn veltur óbrotinn upp í landsteina, austan aldan úr Fjörðunum stendur beint upp á, sunnan og suðaustan aldan ætti að velta framhjá út Djúpið, en bara gerir það ekki, heldur veltist upp á víkina, svo að þar er óliggjandi einnig í þeirri átt. í suðvest- lægri átt er helzt var á sjó við ströndina, en þá er oftast óstætt fyrir sviptibylgjum ofan úr dölunum. Þetta verður skiljanlegt, þegar þess er gætt að víkin horfir við opnu hafi og ekki er skjól af fjalli á bak við, vegna dalanna tveggja, sem ganga sitt í hvora áttina. Innfæddir Bolvíkingar telja þetta fallegasta stað á heimsbyggð- inni og miðað við Akranes, Keflavík og tunglið er Bolungavík gróð- ursæl og hlýleg sveit. Okkur er kennt og þó með varúð, að Þuríður sundafyllir hafi numið land í Bolungavík. Það þarf ekki að draga þá sögu í efa, til þess er hún studd of mörgum dæmum og þjóðsögum. Sagan um Kvíarmið, sem Þuríður setur, er svo nátengd lífi fólks- ins við Djúp, að sé því haldið fram, að allt sé lygi um Þuríði, má allt eins halda því fram, að aidrei hafi nokkur maður búið við Djúp. Síðan setur þjóðsagan þennan landnámsmann á svo áberandi stað, að enginn landnámsmaður gnæfir jafn hermennskulega yfir byggð sinni óg Þuríður. Þjóðsagan segir, að þeim systkinum, Þuríði og Þjóðólfi bróður hennar, sem land nam í Þjóðólfstungu, fremst í Tungudal, hafi ekki komið sem bezt saman um þau litlu beitarlönd, sem þarna eru, og ráku þau, hvort um sig, kvikfénað sinn á víxl hvort í annars land- areign. Slíkar deilur enduðu venjulega með mannvígum, eins og kunnugt er, en slíkt tiltæki fannst þessum tröllkynjuðu systkinum of lítilmannlegt og ekki við sitt hæfi og heituðust þau hvort við annað, en sú hefnd er stórkostlegust því að hún er utan tíma og rúms. Þuríður lagði á Þjóðólf bróður sinn, að hann yrði að skeri, sem allir fuglar drituðu á, en hann stóð ekki orðlaus fyrir heldur setti hana niður sem drang, sem allir vindar gnauðuðu um. Hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.