Vikan

Tölublað

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 36
ÖUIMADUR DAURANS Framhaldssagajn 3.[hluti eftir James Munro EinkaréUur á fslandi Vikan Sagan er tileinkuð Burt og Caroline — Komdu inn, Cadella, sagSl St. Briac og gesturinn kom inn, skellti saman hælum í réttstöðu og heils- aði að hermannasið. Stór, holdmikill maður með kinn- fiskasogið andlit, hvorki franskur né ítalskur. Korsíkubúi, undirförull, morðvís, stóð og beið eftir því lofi, sem honum bar. — Ég hef séð brezk blöð. Þú hef- ur unnið gott verk, sagði St. Briac. Cadella stóð stjarfur í réttstöðu. — Þú mótt standa í hvíld, sagði herdeildarforinginn og varð hlýleg- ur. Jafnvel þótt Cadella væri í borgaralegum klæðum, duldist eng- um, að hann var aðeins undirmað- ur frammi fyrir foringja sínum. — Craig var só erfiðasti, ennþá, sagði St. Briac. — Og þér tókst að ná honum í fyrstu tilraun. Það er gott. Þá eru aðeins Baumer og Rutter eftir. Hann hringdi bjöllu og annar maður kom inn. Annar Korsfkumað- ur, sinaber, léttur í hreyfingum. Hann brosti, þegar hann sá Ca- della. — Fallegt verk, sagði hann. — Til hamingju. — Aðeins tvö falleg verk í viðbót og þá eru þau óþægindi úr sögunni, sagði St. Briac mjúklega og Pucelli þagnaði undir eins. — Rutter er nú skipstjóri á skipi sem heitir Rose of Tralee, sagði St. Briac. — Hann á að koma í höfn í Trieste eftir nokkra daga. — Ég bið leyfis um að fá að taka á móti honum þar, sagði Pucelli. — Nei, sagði St. Briac. — Skip eru ekki sérlega áreiðanleg sam- göngutæki. Þau geta tafiztaf sformi, og það er hægt að breyta áætlun þeirra. Það er betra að Rutter komi til þín. Hann tók upp lykil, opnaði skjalaskáp, renndi í gegnum nokkr- ar skjalamöppur og tók þá sem merkt var Rutter. — Hann veit það bráðum, sagði hann. — Kannske veit hann það þegar. Þegar hann kemur í höfn, mun hann taka til fótanna — til þfn. — Veiztu hvert hann fer þá? — Hann fer til Genf, sagði St. Briac. — Hann mun kalla sig Altern og fara til banka síns þar. Hann brosti. Hann á mikla peninga. Haltu vörð um hótelin — stóru hótelin. Engin læti, Pucelli. Engan hama- gang. Ekki að þessu sinni. Ég vil ekki hafa neinn hávaða að þessu sinni. Pucelli hneigði sig. — Þá er Baumer eftir, hélt St. Briac áfram. — Það er sennilegast, að hann fari til Brasilíu. Hann hef- ur spurzt fyrir hjá ýmsum ferða- skrifstofum. Ég hef hér mann, sem bráðlangar að hjálpa okkur. Hann þagnaði. — Fyrir peninga. Hann tók upp innanhússfmann. — Sendið Cavalho hingað. Þeir biðu þegjandi, þar til dyrnar opn- uðust, og hönd St. Briac leitaði nið- ur til hundsins og róaði hann með ópersónulegri blfðu. Maðurinn, sem kom inn, var feitur, sveittur, linur, með Iftil, smásmuguleg augu, svön John Craig er horfinn, það er álit- ið að hann hafi farizt þegar bíll hans var sprengdur í loft upp. En það var mágur hans Charlie Green eins og plómur. Hann hneigði sig stutt og snöggt fyrir St. Briac. — Hvernig get ég hjálpað yður, herdeildarforingi? spurði hann. — Þú getur fundið fyrir mig mann að nafni Baumer, sagði St. Briac. Hann fór aftur að skjalaskápnum og kom aftur með mynd. — Þenn- an. Hann er fjörutíu og þriggja ára að aldri. Júði. Mjög auðugur. — Og hvað á ég að gera við hann? — Drepa hann, sagði St. Briac og Cavalho kipptist við. — Eða láta drepa hann. Hann er með alla sína peninga með sér . .. auðugur Júði. Þú getur hirt peningana hans. — Ef ég finn hann, sagði Caval- ho. — Þú finnur hann, sagði St. Bri- ac. — Ef þú gerir það ekki, taparðu fimmtíu þúsund frönkum. Hann þagnaði. — Fimm þúsund núna til að komast til Brasilíu. Fjörutíu og fimm þúsund, þegar ég veit að hann er dauður. Hann opnaði borðskúffu. Hún var ólæst og svo troðfull af peningum, að bankaseðlarnir runnu á gólfið, þegar hann opnaði hana. Pucelli kraup niður, tók upp fimm þúsund franka seðla, hnoðaði þeim saman í kúlu og kastaði henni að feita manninum. Önnur hönd hans hreyfðist; dróst eins og segulmögn- uð að peningakúlunni og krepptist um hana, meðan hann starði á sem fórst og aS honum leitar lög- reglan. Lögregluna grunar aS Craig hafi veriS viSriSinn vopnasmygl til Arabalanda. Craig felur sig undir auðæfin í ólæstu skúffunni. St. Bri- ac brosti. — Skrýtið, að skúffan skuli vera ólæst? spurði hann. — Fyrirgefið, sagði Cavalho. — Mér datt aðeins í hug — ef þjófur brytist hingað inn ... — Hann yrði drepinn, sagði St. Briac. — Trúðu mér, Cavalho, hver sá sem reyndi að svíkja mig eða ræna yrði drepinn. Hann sneri sér að Cadelia. — Farðu með hann út ( húsið, sagði hann. — Sýndu hon- um atriðin. Það er ýmislegt, sem hann þarf að muna, ef hann á að gera sitt bezta fyrir okkur. Hann gekk fast upp að Cavalho og feiti maðurinn hörfaði, greip andann á lofti, þegar herdeildar- foringinn rétti fram höndina og tók með heitu, föstu handtaki um hönd hans. — Ég skal gera mitt bezta, byrj- aði hann. — Ég fullvissa . .. — Engin nauðsyn, sagði St. Bri- ac. — Ég veit, að þú munt finna Baumer. Þú ert aurasál og þig lang- ar ( peningana hans og mína. Þú ert líka hræddur við það, sem bíð- ur þín, ef þér misheppnast. Og sá ótti er réttmætur. Svo fór Cadella með hann út ( húsið. Þar sá hann ýmislegf, sem skelfdi hann; hann seldi meira að segja upp. Þegar hann fór, vissi hann, að honum var hollara að fremja sjálfsmorð en svíkja her- nafninu John Reynolds. Hann fer að hitta Japana, sem hann þekkir vel og hafði kennt honum judo. Nú vill hann læra karate. deildarforingjann. En bezt var þó að drepa Baumer. Fimmti kafli. Loftskeytamaðurinn á Rose of Tralee fór með skilaboð til skip- stjórans. Rutter skipstjóri var sof- andi, þegar loftskeytamaðurinn bankaði, en með einni mjúkri hreyf- ingu velti hann sér fram úr legu- bekknum og sneri andliti að dyr- um. Hann kallaði kom inn og tók við afritapappírnum, sem loft- skeytamaðurinn rétti honum. - HARMA TILKVNNA YÐUR CRAIG DREPINN ( SPRENGINGU GUNTER. Hann las það og kinkaði kolli. Loftskeytamaðurinn spurði: — Er það forstjórinn, Sir? Rutter leit á hann, og loftskeyta- maðurinn fann heiftina ( litla manninum með snyrtilega skeggið. — Það hlýtur að vera, sagði Rutt- er. — En til hvers að senda mér skeytið? Við komum í höfn í kvöld. — Nokkurt svar, Sir? — Tilgangslaust, sagði Rutter. — Hann er dauður. Loftskeytamaðurinn fór, en Rutt- er sneri sér mjög kerfsbundið að því, sem hann þurfti að gera. Ef þeir biðu eftir honum á bryggjum Genúa, var hann búin að vera. En Genúa var ekki á hinni uppruna- legu áætlun þeirra. Rose of Tralee hafði verið beint þangað ( stað þess að fara til Trieste. Ef þeir biðu gg VIKAN 48. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.