Vikan

Tölublað

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 50

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 50
^Þessi dúkur er saumaSur i íremur fíngert og þéttofið hörefni. Saumað er með hörgarni og fer grófleikl þess eftir grófleika efnis- ins. Einnig má sauma með jurtalituðu bómullargarni og er hæfilegt að sauma með því tvöföldu. Dúkurinn er ljósgrængulur, og er saumað með 4 garnlitum, ljósgrænum, brons- gulum, mosagrænum og hvítum. Einnig má hafa örlítið fölbleikt og hvítt til skreytingar. Hringina má sauma með leggsaumi (kontorsting), vörpuðu lykkjuspori, eða kóralspori. Litlu blómin eru saumuð svipað og augnsaumur, eða með þvi að sauma frá hringnum og inn í miðju. Litunum má raða eftir smekk, en vel fer að hafa flest blómin sem líkust dúknum, eða bronsgul, og bleik eða hvit til skreytingar. Stærð dúksins er 1.25 m x 1.25 m, en stærðina má hafa eftir vild. Búið til munstriö með þvi að teikna hringi á smjörpappír, er þá ágætt að velja nokkur form t.d. tappa og 2 fingurbjargir mis- stórar, og má þá styðjast við stærð meðfylgjandi munsturs þar sem það er i réttri stærð. Raðið siðan hringjunum að nokkru eftir auganu og eftir myndinni og myndið með því heild. Heildin má vera hringlaga og þéttust um borðröndina, eyðast inn að miðju og niður dúkinn. Einnig má hafa munstrið þéttast í miðju og láta það eyðast við borðröndina, Sé borðið kantað má raða þvi i bekki, einn eða fleiri, þvert eða langsum. Staðsetjið munstrið með nákvæmni, og teiknið það á dúkinn með kalkipappír (ekki of fast) og notið við það formin, sem teiknað var eftir. Kcrtastjakar. Málmpappír er mesta þarfaþing um jóla- leytið. Á þessari mynd er sýnt hvern- ig þekja má litlar pappastjörnur með honum og gera úr kertastjaka, en með- fram kertunum eru svo rósablöð úr málmpappír. Vaxhlífar á kerta- stjaka er líka auð- velt að búa til úr málmpappír, gat gert fyrir kertið og papp- írnum síðan brett laglega upp á við eins og smáskál, og fallegt er að hafa hann smáfelldan. Vikan Jólablað Jolaserviettur. Það gefur borðinu jólablæ, ef servietturnar eru brotnar eins og sýnt er á myndinni og þykku englahári síðan vafið um hverja þeirra, en gul stjarna sett á topp- inn. Fallegast er að serviettan sé græn eins og jólatré, en aðrir litir koma líka til greina. a-BOLUR B-AM0SPÖIDH C-PBAMFðtDH D.EYRA fajjfej - - - ' :: : ,,,, ' Krosssaumjsjóla- tré. Tréð sjálft er haft grænt, fót- urinn dökkbrúnn, stjarnan og ljós- in á kertunum gui, en kveikur- inn dökkur. Kertin eru hvít og skrautlengjan rauð og gul, eða eftir smekk. Fallegt er að inn- ramma stjörnuna með brúnum sporum og hafa aðeins einn þráð á nálinni i það. Hundur. Efni: Gult þétt filt — hvítt plusefni eða skinnafgangar — vatt eða niður klippt svampþynna, til þess að stoppa með — dálítið af svörtu og hvltu filti til skreytingar og rauður skinn- eða plastrenningur sem hálsband. Búið til sniðin með því að strika ferninga á pappír, lxl sm. hvem. Teiknið síðan útlínur sniðanna á reitina og klippið út. Sníðið öll stykkin með V2 sm. saumfari. Snið A (bolur) er sniðið 2 sinnum úr gula filtinu — snið B (afturlappir) og snið C (framlappir) er sniðið 4 sinnum hvort úr hvíta plusefninu — snið D (eyrun) em sniðin 2 sinnum úr filtinu og 2 sinnum úr plusefninu. Saumið bolstykkin saman og hafið að neðan ósaumað um 12 sm. Saumið saman fram- og afturlappir, og hafið op efst. Klippið upp í saumförin á öllum stykkjunum, snúið þeim við og stoppið þétt og vel. Saumið fyrir opin með þéttum spomm. Saumið eyrun saman, en stoppið ekki. Saumið nú lappimar á bolinn. Vefjið upp filt- renningi um 3x4 sm. og festið sem rófu. Búið til nef úr svarta filtinu, klippið út augu og munn og festið það á hausinn ásamt eyrum. Sjá mynd. Búið til 2 litla dúska og festið efst á rófu og haus. Festið litla bjöllu neðst á hálsbandið. Púði og sjal — íramh. af bls 49. stuðlasamst., fitjið upp 3 Xoftl. sem 1. stuðul í horni, heklið 2 stuðla og fitjið upp 3 loftl. * heklið 3 stuðla og fitjið upp 3 loftl. * Endurtakið frá * til * 10 sinnum. 4. umf.: Hekl. með öðrum lit. Fitjið upp 3 loftl. sem 1. stuðul i horni, hekl. 2 stuðla og fitjið upp 3 loftl. * hekl. 3 stuðla og fitjið upp 3 loftl. * Endurtakið frá * til * 14 sinnum og lokið umf. með 1 keðjul. Hekl. 2 umf. til viðbótar á sama hátt og stækkið umferðirnar eins og með þarf. Hekl. að lokum 1 umf. einungis með stuðlum og hafið eins margar lykkjur í hornunum og með þarf svo ekki strekki. Heklið 2 umf. með svörtu garni á sama hátt og seinustu mis- litu umferðina. Heklið nú eins marga ferninga og æskilegt þykir og saumið þá saman með varpspori frá röngu og farið undir báða lykkjuhelmingana. SJal. Þetta sjal er hekl. á sama hátt og púðinn. Hver ferningur er 4 mislitar umferðir. Stærð sjalsins er áætlað um 1,10 m. x 1,10 m. Litaröðin er hvítt - grænt - gult og svart, rautt - hvítt - svart og turkisblágrænt og rautt - grænt - gult og svart. Raðið síðan litunum í hvern ferning fram og til baka og fáið með því sem flest litbrigði. Hnýtið svart kögur í kring um sjalið og hafið þykkt og lengd þess eftir eigin smekk. Gjaman má hekla svarta gatarönd i kring um sjalið áður en kögrið er hnýtt og hnýta kögrið í götin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.