Vikan

Tölublað

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 79

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 79
hans á hænsnum föður sfns. Zephyrinn frá Bílnum stendur of- an á hlaði þar sem við hann var skilið, dökkblár og gljávotur f rign- ingunni og rafmagnsljósunum. Við rennum honum upp snarbratta heimreiðina upp á veg og upp úr hjólfarinu hrekkur brúnn ítali úr skjóli sfnu og hleypur gaggandi í átt til húsanna, með þessu sér- kennilega fluglausa vængjablaki hænsnanna. Það er minni úrkoma núna en svo jarðdimmt að ekki greinist hvar jörð endar og myrkur byrjar. Við tölum fátt fyrst í stað. Hugurinn er enn ekki farinn frá Kirkjubóli. Guðmundur sagði nefnilega ekki satt, þegar hann sagðist vera með- almennskan uppmáluð. Sem betur fer. ★: Hvernig á að halda jól? Framhald af bls. 16. Nægir þar að benda á fjölbreytt- ara matarval og gjarnan ofneyzlu matar án tiltakanlegrar ánægju, kaffærandi jólagjafaflóð ásamt harðvítugri kaupmannavertfð, sem þessu hvoru tveggja fylgir, jóla- sveinarnir gömlu íslenzku horfnir f skuggann af heilögum Kláusum, og síðast, en ekki sízt, þverrandi trú- ariðkunn, þrátt fyrir að jólin eru enn að grundvelli til og f orði kveðnu fæðingarhátíð frelsarans. Af þessu tilefni hefur VIKAN snú- ið sér til hóps manna og lagt fram spurningu, sem ef til vill má segja að sé „absurd", þar sem í henni felst alræðisvald gefið einum f senn, sem vitanlega er óhugsandi, þar sem jólahald er eins og aðrir þættir þjóðllfsins, spegilmynd al- mannavenja og almenningsálits. En tilgangurinn með spurningunni var meðal annars sá, að reyna að skyggnast ofurlítð undir yfirborðið og kanna hugi einstaklinganna; fá svör annað hvort í alvöru eða gamni, vitandi að öllu gamni fylg- ir nokkur alvara. Þótt enginn einn geti breytt almenningsáliti á svip- stundu með einu orði, getur það sáðkorn frá einum fallið, sem siðan þroskast og ber ávöxt. Þvf orðið er til alls fyrst. Stefán M. Gunnarsson Framhald af bls. 16. minnsta kosti einu sinni um hver jól. í kirkjunum skyidi ég láta presta mína lesa jólaguðspjall og prédika um frið, frið é jörðu með öllum mönnum. Hver jólamessa skyldi hefjast á þessum sálmi Stefáns frá Hvítadal: Gleð þig særða sál, lífsins þrautum þyngd. Flutt er muna mál, inn er helgi hringd. Minnstu komu Krists hér er skuggaskil. Fagna komu Krists, flýt þér tíða til. Kirkjan ómar öll, býður hjálp og hlíf, þessi klukkna köll boða Ijós og líf. Heyrið málmsins mál. Lofið Guð sem gaf. Og mín sjúka sál verður hljóma haf. Og ég skyldi segja öilum að syngja og láta syngja mikið. Til þess að koma hinum v*ri að- stæðum í sæmilegt horf, þyrfti ég liklega að gera nokkrar harkalegar ráðstafanir, t.d. að loka verzlun- um, nema matvöru- og miólkur- búðum, frá 17. desember og fram yfir jól. Banna sölu áfen'gra drvkkja yfir sama tímabil og síðast en ekki sfst, að banna allar auglýsingar f útvarpi, sjónvarpi og blöðum, um jólavörur. Hins vegar myndi ég láta ríkissjóð gefa öllum heimilum jóla- tré og þau öll í sömu stærð og sýna þannig fram á að allir eru jafnir fyrir jólunum, að fögnuður jólanna á að veitast öllum lýðn- um. Jólin eiga ekki að vera kaup- stefna. Jóiin eiga ekki að vera fjárhagsléga ofviða venjuiegum launþega. Jólin eiga að vera hátið en ekki veizla. „Þér gjöri ég ei rúm með grjót né tré, gjarnan læt ég hitt í té, vil ég mitt hjartað vaggan sé, vertu nú hér, minn kæri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri". Þegar þegnar mínir hafa tileink- að sér þennan boðskap, þá þurfa þeir ekki lengur kóng til að stjórna jólahaldi sínu. Sfefán M. Gunnarsson. Guðmundur Daníelsson Framhald af bls. 17. Ljósin gömlu sé ég aftur mfn! Ég er aftur jólaborðin við, ég á enn minn gamia sálarfrið". Ætti ég að fyrirskipa þjóðinni að taka upp jól Matthíasar frá öldinni sem leið? Vonlaust. Þarna rennur saman í eitt jólahald og jólahelgi, en for- sendan fyrir að svo megi verða er einlæg trú á jólaboðskapinn. í nútímanum er jólahelgin að mestu týnd úr jólahaldinu. Hin kristna hugræna hlið jólahaldsins er um það bil liðin undir lok á íslandi, og það er á einskis manns færi að endurheimta hana þjóðinni til handa með reglugerð eða vald- boði, sama hversu margar messur eru sungnar, hversu rriörg skraut- Ijós eru kveikt. Ég er alinn upp í sveit, á erfið- um tímum, þegar spdrsemin var enn sú dyggð, sem flestir 'voru gæddir, enda lífsnauðsynleg dýggð. Eigoist nýja vini! Pennavinir frá 100 löndum óska eftir bréfaskriftum við yður. Upplýsingar á- samt 500 myndum verða send til yðar án endurgjalds. CORRESPONOENCE CLUB HERMES Berlin 11, Box 17, Germany EGGERT KRISTJANSSON & CO HF SlMI 11400 VIKAN 48. tbl. 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.