Vikan

Tölublað

Vikan - 09.12.1965, Blaðsíða 18

Vikan - 09.12.1965, Blaðsíða 18
Framhaldssagan 22. hlufi eftir Sergeanne Qelon — Nei, sagöi konungurinn. — Við skulum geyma hana þar til kem- ur að sérstaklega mikilvægum tækifærum — til dæmis þegar við tökum á móti persneska ambassadornum. Hann leit upp og á Angelique. Hún hneigði sig djúpt. — Komið hér, Madame. Þér voruð í Suresnes í gær, var ekki svo? Hann hafði aftur náð sinni venjulegu kurteisi og hinum fáguðu hreyfingum, en það þurfti meira til að bæla reiði Angelique. Binet hvarf út í fjarri enda herbergisins í leit að hæfilegri hárkoliu. Hann hafði tileinkað sér tillitssemi hins sanna hirðmanns. — Gefið mér einhverja skýringu á ósvífni yðar, sagði konungurinn lágt. — Ég finn ekki í yður eina eftirsóttustu hefðarkonu hirðarinnar. — Og ég finn ekki i yður kurteisasta einvald heimsins. — Ég ann því, hvernig reiðin kemur augum yðar til að skjóta neistum, og þessum litlu dráttum, sem fara um nasvængi yðar. Ég býst við að ég hafi verið einum of ruddalegur. — Þér voruð.... fyrirlitlegur. Hefði drottningin verið þarna lika, hefðuð þér litið út nákvæmlega eins og hani á haug. — Madame....! Þér eruð að tala við kónginn. — Nei, aðeins karlmann, sem leikur sér að hjörtum kvenna. — Hvaða kvenna? — Mademoiselle de la Valliére.... Madame de Montespan.... Sjálfr- ar mín.... 1 raun og veru allra kvenna. —■ Þetta er umfangsmikill leikur, sem þér sakið mig um að leika. Hvernig getur nokkur þekkt hjarta konunnar? La Valliére hefur of mikið hjarta. Madame de Montespan hefur ekki nóg. Og hvað yður snertir — ef ég aðeins gæti verið viss um, að ég væri að leika mér að hjarta yðar! En því hefur enginn náð ennþá. Angelique drúpti höfði. Hann hafði hitt i mark. Hún beið eftir loka- högginu, sem myndi reka hana frá honum að eilifu. — Þér eruð þrákollur, sem ekki vill láta undan, sagði konungurinn. Hún leit upp. Dapurleikinn í rödd hans snart hana. — Ekkert hefur gengið rétt í dag, sagði hann. — Ég var í miklu uppnámi vegna sorgar Mademoiselle, Þegar ég sagði henni, að ég hefði ákveðið að taka hjónaband hennar til athugunar aftur. Henni þykir vænt um yður. Farið og huggið hana. — Hvað um Monsieur de Lauzun? — Ég veit ekki enn, hvernig vesalings Péguilin bregzt við þessu. Ég býst við, að hann sé örvæntingu sleginn. Hann varð fyrir miklum vonbrigðum. En ég veit hvernig á að bæta honum þetta upp. Sáuð þér Baktiari Bay? — Já, Sire, svaraði Angelique. — Hvernig standa málin? — All sæmilega, held ég. Dyrnar opnuðust og inn kom Lauzun, augu hans uppglennt og hár- kollan dálítið úr lagi. — Sire, bunaði hann út úr sér, án þess að færa fram nokkra afsök- un fyrir þéirri truflun, sem hann olli. •— Ég er kominn til að spyrja yðar hágöfgi, hvað ég hafi gert til að verðskulda slíka vanvirðu af yðar hendi. — Svona, gamli vinur, svona, rólegur nú, sagði konungurinn lágt. Honum fannst greinilega, að reiði vinar hans væri réttlætanleg. — Nei, Sire, nei! Ég get ekki afborið slíka auðmýkingu. Með drama- tískum tilburðum dró hann sverð sitt úr slíðrum og rétti konunginum það. — Þér hafið rænt mig heiðri mínum, takið nú lif mitt einnig. Takið það! Ég er orðinn þreyttur á lífinu! Ég hata lífið! — Reynið að stjórna yður, Monsieur. — Nei, nei, þetta er endirinn. Takið líf mitt, segi ég, drepið mig, Sire, drepið mig. —• Péguilin, ég veit, að þetta hlýtur að valda yður sorg, en ég skal bæta yður það upp. Ég skal setja yður svo hátt, að þér þurfið ekki lengur Jg VIKAN 49. tbl. að sjá eftir því hjónabandi, sem ég hef nú tekið frá yður. — Ég vil ekki gjafir yðar, Sire. Ég get ekki tekið á móti neinu frá prinsi, sem hefur gengið á bak orða sinna! — Monsieur de Lauzun! hrópaði konungurinn með röddu, sem skalf eins og sverðsblað. Angelique rak upp lágt hljóð. Lauzun tók nú eftir henni og beindi reiði sinni að henni. — Svo þú ert hérna, asninn þinn! Hvernig gaztu verið svona mikið fífl! Hvert varstu eiginlega að æða í gær, til að reyna bólfimi þína, þegar ég hafði beðið þig að hafa auga með hreyfingum prinsins og sonar hans. —- Þetta er nóg, Monsieur, sagði konungurinn ískaldri röddu. — Farið héðan undir eins. Ég get skilið hugarástand yðar, en ég vil ekki hafa yður við hirðina, ef þér getið ekki sætt yður við orðinn hlut. — Sætt! Hah! Sætt! Þetta var fallega sagt, Sire! Þér viljið ekkert nema þræla í kringum yður. Ef þér fyrir einhverja eigin duttlunga leyfið þeim að lyfta höfðinu um svosem þumlung, er það aðeins með því skilyrði að þeir drúpi því þeim mun meira og falli í duftið, um leið og þér breytið um hugsunarhátt — ég grátbið yðar hágöfgi um að leyfa mér að fara. Ég mun alltaf með ánægju þjóna yður, én ég mun aldrei skriða.... Lauzun skálmaði út, án þess að gæta nokkurra siðareglna. Konungurinn leit kuldalega á Angelique. — Á ég að fara, Sire? spurði hún og leið illa. Hann kinkaði kolli. -- Og gleymið ekki að hugga Mademoiselle, um leið og þér komið til Parisar. — Ég skal gera það, Sire. Konungurinn gekk að spegli sínum. — Ef það væri kominn ágúst- mánuður, Monsieur Binet, myndi ég segja að veðrið væri stormasamt. — Rétt, Sire. — Því miður er ekki ágúst, andvarpaði konungurinn. — Hafið þér lokið vali yðar, Monsieur Binet? — Já, Sire. Þetta er mjög glæsileg hárkolla. Tvær lokkaraðir eftir miðlínunni bæta hvorki við hæð né breidd. Ég kalla þessa hárkollu „ambassadorinn“. — Gott. Þér veljið alltaf rétt, Binet. — Madame du Plessis-Beiliére sló mér oft gullhamra fyrir það. Gerið svo vel að drúpa höfði lítið eitt, Sire, svo ég geti komið hárkollunni fyrir. — Ójá, þá man ég það, það var í gegnum Madame du Plessis, sem þér komuð í mina þjónustu. Hún mælti með yður við mig. Ég býst við, að hún hafi þekkt yður lengi? — Já, mjög lengi, Sire. Konungurinn leit i spegilinn í gullbronzrammanum. — Hvert er yðar álit? — Sire, hún er sú eina, sem yðar er verð. — Þér skiljið mig ekki. Ég var að tala um hárkolluna. — Ég líka, Sire, svaraði Binet og leit niður. Þegar Angelique kom inn i stóra salinn spurði hún, aftir hverjum væri verið að bíða. Allir hirðmennirnir voru klæddir í sitt bezta skart, en enginn vissi til heiðurs hverjum það var. — Ég þoi að veðja, að það eru Rússarnir, sagði Madame de Choisy við hana. — Ætli það sé ekki konungur Póllands? Konungurinn var að tala um hann fyrir fáeinum andartökum við Madame de Montespan, sagði Angelique og gladdist yfir því að hafa, aldrei þessu vant, upplýsingar frá fyrstu hendi. — Það er að minnsta kosti einhver erlendur erindreki. Konungpirinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.