Vikan

Tölublað

Vikan - 09.12.1965, Blaðsíða 43

Vikan - 09.12.1965, Blaðsíða 43
að hefja leit að honum, er hann birtist allt í einu í dyrunum þétt- fullur og Ijómandi af ánægju. Við höfðum séð, að Tryggvi lagði leið sína niður í kjallarann og stór- furðaði okkur á, hvernig þessi und- ur gátu gerzt í svo skjótri svipan. En brátt gaf Tryggvi okkur fullnægj- andi skýringu. Saga hans var á þessa leið: Erindi hans niður í kjallarann var að leita sér að náðhúsi. Hon- um gekk illa að finna það. í einu skoti sá hann, hvar mikil víntunna var á stokkum með krana í. Hon- um þótti lítil kurteisi að ganga svo fram hjá tunnunni að prófa ekki, hvernig drykkurinn bragðaðist. En ekkert ílát var sjáanlegt. Tryggva varð þó ekki ráðafátt í þetta sinn frekar en endranær. Hann lagðist upp í loft undir kranann, sem var í mátulegri hæð, skrúfaði frá og lét mjöðinn renna ofan í sig. Drykk- urinn bragðaðist ágætlega og fannst honum hann nú loks vera alsæll. En sú alsæla stóð ekki lengi. Allt í einu stendur yfir honum af- greiðslupía háhrópandi Jessus-koss! díó míó! díó míó! sem þýðir Jesús kross, Guð minn, Guð minn. Og í sömu svipan jós hún yfir gestinn óbóta skömmum á móðurmáli sínu, sem hann auðvitað ekki skildi, en þó nóg til þess, að hann vissi að hún kallaði hann þjóf og fyllibyttu eða eitthvað þvíumlíkt. En Tryggvi var snarráður hér sem annars staðar. Hann skreiddist á fætur, tók stúlkuna í fang sér og kyssti hana með feikilegri blíðu. Við þetta slumaði svo ( henni, að hún lét málið niður falla að fullu. Þegar Tryggvi hafði sagt okkur frá þessari frægðarför sinni, gerð- ist hann nokkuð fyrirferðarmikill. Hann heimtaði, að við hættum að drekka þetta andskotans hland, sem við vorum með, og drykkjum al- mennilegt vín, og lét mig vita, að hann hefði ekki bjargað lífi mínu til þess eins að þurfa að horfa upp á mig drekka hland eins og mál- lausa skepnu. HRAFNTINNUDANS. Við Davíð hlýddum, og upphófst nú hin skemmtilegasta drykkja, sem Tryggvi stjórnaði með miklum skör- ungsskap, enda var hann allt í senn leikari, leikstjóri og leikrita- skáld, svo sem alkunnugt er. Nú sögðu leikstjórnarhæfileikar hans til sín. Hann heimtaði, að við settum á svið eitthvað, sem gest- irnir í veitingastofunni hefðu gam- an af. Við Davíð vorum fúsir til þess, en Valdimar lagði fátt til mál- anna og horfði ómildum augum á vínið, sem nú freyddi í glösum okk- ar. Tryggvi tók nú stjórnina alger- lega ( sínar hendur. Fyrst skipaði hann okkur að syngja „Buldi við brestur" o.s.frv. Þv( næst skipaði hann okkur öllum að syngja ein- söng. Það gerðum við Davíð, en ekki man ég nú, hvaða lög við sungum, en gestirnir tóku söng okk- ar vel og klöppuðu fyrir okkur. Þá kom röðin að Valdimar bónda. Hann harðneitaði að syngja ein- söng og bar öllu við. En leikstjór- ar verða að halda uppi aga, eins og kunnugt er, og frá því var Tryggvi engin undantekning. Hann óð að Valdimar, hristi hann til og hótaði lífláti eða einhverju öðru verra, ef hann hlýddi ekki tafar- laust. Valdimar fór lengi undan með hægð, en er hann sá, hve ein- beittur stjórnandinn var, kaus hann lífi að halda í lengstu lög, og tók að syngja með heiðarlegri viðleitni passíusálm með æði langdregnu lagi. Leikstjórinn hlýddi þungbrýnn á hann syngja allmörg vers, en er hann þóttist sjá þess merki, að Valdimar ætlaði að syngja sálm- inn til enda, þraut hann þolin- mæði og óð að honum með reiddan hnefa og hótaði á ný Kfláti, ef hann hætti ekki tafarlaust þessu helvítis söngli. Hinn síprúði bóndi Valdimar á Kálfaströnd, sem mun hafa verið gjörsamlega óvanur hegðun leikstjóra, varð svo yfir sig hissa á hamförum ástvinar síns og leiðsögumanns, að hann setti gjör- samlega hljóðan og datt ekki af honum né draup, það sem eftir var kvöldsins. En nú ákvað leikstjórinn að sýna nýjan og sérstæðan skemmtiþátt. Á kærleiksárum okkar Tryggva í Kaupmannahöfn, þegar ég kynnti hann fyrir hans ágætu konu, hafði hann stundum séð mig skemmta bæði mér og öðrum með þv( að sveifla dömum upp á öxl mér og dansa þannig með þær einhvern spruklanda. Ég hafði náð mikilli leikni í þess- ari konst, og var sú þyngsta, sem ég dansaði þannig með 180 pund eða meir. En mismunandi voru við- brögð stúlknanna, er þær komu á öxl mér. Sumar voru hálf hræddar, en aðrar voru stæltar sem stál- fjöður og nutu skemmtunarinnar. Tryggvi tók nú f axlir Davíðs og dró hann fram á gólfið. Þar setti hann stól fyrir hann og skipaði honum að setjast. Davíð hlýddi og vissi þó ekkert, hvað til stóð. Svo gaf Tryggvi okkur stuttar, en á- kveðnar fyrirskipanir. Ég skyldi sýna ítölunum hinn umgetna dans, og að honum loknum leggja döm- urnar í hnjáskaut Davíðs, en hann yrkja eða lesa Ijóð yfir hverri blómarós, sem ég færði honum þannig. Áður en leikþátturinn hæf- ist, skyldi ég tilkynna, að Dav(ð væri prestur norðan úr íshafi, sem væri reiðubúinn að lesa bænir ó- keypis yfir hverri þeirri meyju, sem lögð yrði í hnjáskaut hans. m om þaö er* auÓséö... 0M0 sScisar hvítasta Já, þaö er auövelt að sjá að OMO skilar hvítasta þvottinum. Sjáið hve skínandi hvítur hvíti þvottur- inn verður og einnig verða litirnir skærri á litaða þvottinum sé OMO notaö. Löðrandi OMO, gerir þvot- tinn ekki aðeins hreinan heldur einnig hvitari. Reynið OMO og þér munuð sannfærast. þvottinum! X-OMO ie5/lC-644« VIKAN 49. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.