Vikan

Tölublað

Vikan - 09.12.1965, Blaðsíða 44

Vikan - 09.12.1965, Blaðsíða 44
Ekki var um annað að ræða en hlýða. „Tilbúnir, byrjið", skipaði Tryggvi. Eg arkaði til íðilfagurrar hrafntinnu, sem ég hafði óður dans- að við um kvöldið, bauð henni upp og gerði skiljanlegt, hvað til stóð. Hún hló og var til í tuskið. Þessi fyrsta tilraun tókst svo vel, að fleiri hrafntinnur urðu strax æstar í að reyna. Eg afhenti þær jafnharðan í hnjáskaut Davíðs, sem ekki lét standa á Ijóðunum. Hin karlmann- lega rödd hans hafði undra áhrif mál þessa fólks, og kannaðist það lítið við Island. Einn herrann var þó svo fróður, að hann vissi að ísland var landspilda í Norður-Nor- egi. Nokkrir höfðu þó heyrt getið um Heklu, Geysi, Reykjavík og Teigarhorn, án þess þó að vita, hvar þeir staðir væru á jörðinni. KATARÍNA. toks kom að því, að veitingastaðn- um var lokað, og héldum við af stað áleiðis niður í Capríborg. Þá streymdi einnig sagnfræðilegt rím alla leiðina heim á náttstað okkar, sem var um það bil hálftíma gang- ur. Þetta kvöld var Davíð hið tal- andi skáld. Tryggvi var svo furðu lostinn, að það gjörsamlega rann af honum móðurinn og steinhætti að yrkja. En með sjálfum mér harmaði ég, að öll þessi Ijóð, sem þarna voru mælt af munni fram, skyldu renna út í bláinn. Mörg af þeim voru of góð til þess. Katarína, sem mér tókst að skrifa niður jafnharðan. Þetta Ijóð hefur nú verið margprentað og lítið breytt. Næsta dag kvöddum við Caprí og héldum til Rómar. Þar skildust leiðir. Að lokum vil ég þakka félögum mínum fyrir samfylgdina. Þegar ég nú aldinn að árum, lít yfir farinn veg, finnst mér þetta ferðalag hafi skilið eftir nokkrar af allra Ijúfustu minningum, sem ég á til í sól- skinssafni endurminninga minna. OPUS-10 SETTIÐ hefir vakið mikla athygli sakir fegurðar og vandaðs frágangs. OPUS-IO er teiknað af Árna Jónssyni húsganga-arkitekt. — Efnið er þrautvalið TEAK og kantlímingin er úr þykku, massivu teak. Botninn er heill og verndar dýnuna frá skemmdum. Tvær lengdir og breiddir fáanlegar. HOSGAGNAVERZLUN ÁRNA JÓNSSONAR Laugavegi 70 — Sími 16468. á stúlkurnar, þó þær skildu ekki orð í því, sem hann sagði. Þær horfðu heillaðar á þennan ásjálega íshafsprest, sem auðsjáanlega var ófeiminn við að sitja undir þeim. En látbragð þeirra gaf þó ótvírætt til kynna, að þær renndu grun í, að ekki væri hvert orð sannheilagt, sem klerkur las yfir þeim. Þannig héldum við áfram góða stund við mikinn fögnuð áheyrenda, unz búið var að lesa yfir öllum hrafntinnunum, sem kærðu sig um heilagleikann. Þá gaf leikstjórinn merki um að þættinum væri lokið. Hófust þá enn æsingarfull fagn- aðarlæfi, sem aldrei ætluðu að taka enda, en leikstjórinn var svoánægð- ur með frammistöðu okkar Davíðs, að hann gaf okkur leyfi til frjálsra skemmtana, það sem eftir var kvölds. Við sögðum nú ítölunum einhver frekari deili á okkur, en landa- fræði virtist ekki vera aðal áhuga- vorum við orðnir þrem klukku- stundum á eftir þeim tíma, sem við áttum að vera komnir á hótelið. Þegar út kom, var mesti vígamóð- urinn runninn af Tryggva. Hann friðmæltist nú við Valdimar, faðm- aði hann og kyssti, en kvaðst þó ekki snúa aftur með það, að leik- ari gæti hann aldrei orðið, enda þótt hann væri allra manna bezt af guði gerður. Það hafði oft borið við á þessu ferðalagi, að Tryggvi skoraði á Davíð í kappyrkingu. Davíð tók því ætíð heldur dræmt, en þá sjaldan hann lét tilleiðast fannst mér Tryggvi hafa betur, enda var hann með allra hraðskældustu mönnum, sem ég hef fyrirhitt. Nú gat hann ekki stillt sig og skoraði enn á Davíð að mæta sér. En í þetta sinn var sannur eldmóður runninn á Davíð. Hann orti reiprennandi um allt, sem hann sá og heyrði í kring- um okkur, og af vörum hans Þegar við komum niður á hótelið, vakti eftir okkur ung hrafntinna, fiskimannsdóttir þar úr borginni, Katarína að nafni. Þetta var fríð stúlka fremur smá vexti, eins og ítalir eru yfirleitt, svört á brún og brá. Stundum ærslaðist hún og hló, en þess í milli gat hún verið alvar- leg, en alltaf voru hin tinnusvörtu augu hennar heillandi, en gátu þó skotið gneistum, ef henni mislíkaði. I þetta sinn tók hún á móti okk- ur stúrin og syfjuleg og stórhneyksl- uð yfir óstundvisi okkar sem von- legt var. Hrafntinnuaugu hennar gneistuðu til okkar, en er hún sá, hve glaðir og góðir við vorum, færðist óðara heillandi bros yfir sólbrúnt andlit hennar. Ekki leið á löngu, þar til Davíð bætti fyrir brot okkar. Hann greip Katarfnu litlu og dansaði við hana „taran- tella" þarna á ganginum. Síðan setti hann hana á kné sér og mælti nú af munni fram hið alkunna Ijóð Fimmdægra Framhald af bls. 15. þeim, hvernig sjálfsvirðingu hans hefði verið misboðið. Þeir sögðu: „Feður okkar eru Kka sífellt að rífast í okkur út af því, að við sýn- um lífsstarfi þeirra engan áhuga. En við höfum ekki látið þetta á okkur fá vegna ánægjunnar af að umgangast þig. En þegar við nú sjáum, að þú átt við sömu mæð- una að stríða og við, þá veldur það okkur þungum áhyggjum". Þá mælti konungssonurinn: „Það væri blátt áfram ræfilslegt að híma hérna eftir aðra eins óvirðingu. Við ættum að halda hópinn og fara héðan, úr þvf að við erum undir sömu raunirnar seldir. Því að: Sá er virðir sjálfan sig, sér og metur hvað hann getur. VIKAN 49. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.