Vikan

Tölublað

Vikan - 09.12.1965, Blaðsíða 45

Vikan - 09.12.1965, Blaðsíða 45
 " '• , , • . .. . . . ' ' '. '... ■''.•■'. • í ' SKRIFSTOFU- STÖLAR VINNUSTÖLAR TRÖPPUSTÖLAR OG ALLAR STÆRÐIR AF FERKÖNTUÐUM OG HRINGLAGA BORÐUM Króm-húsgögn HverflsgÖtu 22 - Sfmi 21175 engin fjötrað fá hann bönd, hann ferðast frjáls um önnur lönd". Þeir urðu samstundis ásáttir um þetta og tóku að íhuga, hvert hyggilegt væri að halda. Kaup- mannssonurinn mælti: „Þið vitið, að óskirnar fást ekki uppfylltar án pen- inga. Við ættum því að fara til Klifurfjalla. Þar er hægt að finna gull og gimsteina, sem uppfylla mundu allar okkar óskir". Hinir töldu tillögu þessa skynsamlega, og svo lögðu þeir af stað til Klifur- fjalla. Allt fór eins og örlögin höfðu ákvarðað. Hver þeirra fann dýrmæt- an gimstein. Og svo settust þeir á rökstóla. „Hvernig getum við geymt gimsteinana, svo að þeim verði ekki frá okkur rænt, þegar við förum um hættulegar skógarslóðir"? Þá tók menntamannssonurinn til máls og mælti: „Þið vitið, að eg er ráðgjafa- sonur. Eg hef því látið mér detta ráð ( hug. Það er, að við gleypum gim- steinana og geymum þá í magan- um. Með þessu móti þurfum við ekki að vekja á okkur athygli far- andkaupmanna, ræningja eða neinna annarra". Félagarnir féllust á þetta áform, og þegar þeir svo fengu sér bita að éta um hádegið, þá gleyptu þeir gimsteinana. En maður nokkur hafði falið sig í nágrenni við þá, og sá hann allt, sem þeir höfðust að. Hugrenningar mannsins voru eitt- hvað á þessa leið: „Sjáum til! Hér er eg nú búinn að þramma um fjöllin svo dögum skiptir og ekki fundið einn einasta gimstein. Það er því ráð, að eg verði þeim sam- ferða, og hvenær sem þeir sofna yfirbugaðir af þreytu, þá risti eg á kviðinn á þeim og tek gimstein- ana". Með ásetning þennan f huga gekk hann til þeirra og mælti: „Virðulegu herrar! Eg er á leið til byggða, en eg kemst ekki gegn- um skóginn einsamall. Leyfið mér að slást I för með ykkur og verða ykkur samferða". Vinirnir sam- þykktu þetta, því að þeir höfðu ekk- ert á móti því að styrkja hópinn. Svo lögðu þeir af stað heim á leið. Eigi alllangt frá skógarbrautinnl, í ógreiðfæru skógarþykkni, var harla frumstætt Bhilla-þorp. Þegar ferðalangarnir fóru fram hjá út- jaðri þorpsins, tók gamall fugl f búri að garga, en hann var einn af uppáhaldsfuglum þeim, sem þorpshöfðinginn hafði f húsi sfnu. Höfðingi þessi skildi fuglamál, og hann fór ekki f grafgötur um það, að hljóð fuglanna þýddu. Hann skildi þegar, hvað gamli fuglinn var að segja. Höfðinginn hrópaði upp yfir sig af ánægju og sagði við menn slna: „Heyrið, hvað fugl- inn segir. Hann segir, að ferða- mennirnir þarna fyrir handan hafi dýrmæta gmsteina í fórum sínum, og að við ættum að hefta för þeirra. Farið og komið með þá hingað". Þegar ræningjarnir komu með félagana fjóra, voru þeir færðir úr fötunurp, en foringinn fann ekkert í fórum þeirra. Þeim var því sleppt, og héldu þeir áfram för sinni. En þeir höfðu ekki langt farið, þegar fuglinn tók að kyrja sama söng- inn. Ræningjaforinginn lét sækja félagana aftur og fengu þeir ekki að sleppa fyrr en eftir langa og rækilega leit. En þeir voru ekki fyrr lagðir af stað á nýjan leik en fuglinn hóf sama gargið. Höfðing- inn lét kalla þá fyrir sig aftur og mælti. „Eg er margbúinn að reyna þennan fugl, og hann hefur aldrei sagt ósatt. Nú segir hann, að þið hafið gimsteina meðferðis. Hvar eru þeir"? Þeir svöruðu: „Ef við höfum gimsteina í fórum okkar, hvers vegna hafið þið þá ekki fundið þá, þrátt fyrir rækilega leit"? Höfðing- inn svaraði: „Úr því að fuglinn end- urtekur þetta æ ofan í æ, þá segir hann satt. Gimsteinarnir hljóta að vera ( maganum á ykkur. Það er nú komið kvöld, en strax ( fyrra- málið læt eg rista ykkur á kvið- inn til þess að finna gimsteinana". Eftir viðvörun þessa var farið með þá í dýflissu. Þegar búið var að loka þá fél- aga inni, tók þjófurinn að brjóta heilann. Hann hugsaði: „í fyrra- málið, þegar foringinn ristir sam- fylgdarmenn mína á kviðinn, er hann viss með að finna gimstein- ana. Þá mun sá illi þræll ekki hika við að gera á mér kviðristu líka. Mér er bani búinn, hvernig sem allt fer. Hvað á eg til bragðs að taka? Skrifað stendur: Þegar hinzta kallið hljómar, er hlýða allir verða um síð, hverfur andinn heim til sinna himnasala laus við stríð. Það verður þv( heilladrýgst, að eg leggi kviðinn á mér undir hnífinn á undan hinum og bjargi þeim sömu frá bráðum bana, sem eg hef hugsað mér að sálga. Þegar þeir eru komnir inn í magann á mér og finna ekkert, hvernig sem þeir rífa og tæta, þá mun þorparinn álykta, að ekki sé um neina gim- steina að ræða, og láta hætta við kviðskurðinn á hinum, þótt harð- brjósta sé. Með því að bjarga lífi félaga minna og gefa þeim tæki- færi til að njóta auðæfa sinna, hef eg unnið góðverk í þessum heimi og endurfæðzt í hreinleka. Dauði minn yrði sem dauði heilags manns, enda þótt eg hafi ekki sótzt eftir því". Foringinn féllst náðarsamlegast á þessa beiðni. En þegar hann fann enga gimsteina ( maga þjófsins, 45 VIKAN 49. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.