Vikan

Tölublað

Vikan - 09.12.1965, Blaðsíða 48

Vikan - 09.12.1965, Blaðsíða 48
Mark II Sfálfvirka f>vottavélin meö suðu ★ FLJÓTVIRK: Þar sem Mark II þvottavélin notar ekki aS- eins kalt vatn heldur einn- ig heitt, flýtir það mjög fyr- ir upphitun ó vatninu í suSu. ★ ÓDÝR í REKSTRI: Rafmagns- hitun ó köldu vatni í suðu er dýr. — Mark II þvotta- vélin notar vatnið úr hita- kerfi hússins. — Það er ó- dýrt. ★ FJÖLBREYTTAR ÞVOTTA- STILLINGAR: ★ Stillanlegt hitastig ó vatni 100° - 60° - 40° - kalt. ★ Stillanlegur þvottatími upp í 15 mínútur. ★ Sérstakt þvottakerfi fyr- ir ull og annan við- kvæman þvott. ★ Stillanlegt vatnsmagn, eftir magni þvottarins. Sparar upphitun ó óþarfa vatnsmagni. O.Johnson&Kaaberhf. Sætúni 8. — Sími 24000. Heimilistœki hf. 1 Hafnarstræti 1. - Simi 20455. er ekki mannabústaðir. Farðu heim til mín og leggðu þig í rúmið mitt''. Hverhlýtur gerði eins og honum var boðið, en honum varð sú skyssa ó að fara upp í rangt rúm. En í rúm- inu ló dóttir lögregluþjónsins, sem Dramblót hét. Hún var fríð stúlka og fönguleg. Þetta kvöld ótti hún von ó pilti, sem hún var óstfangin af, og þegar hún varð mannsins vör, hugsaði hún: „Þetta er kær- astinn minn". Og í níðamyrkri næt- urinnar gaf hún sig honum ó vald samkvæmt hinu himneska ritúali. Lótusaugu hennar og liljufríða and- lit Ijómaði af gagntakandi sælu. Svo mælti hún: „Þú yrðir ekki einu sinni ó mig og segir ekkert fallegt við mig. Hvað kemur til"? Hann svaraði: „Hver hlýtur það sem honum ber". Þegar stúlkan heyrði þetta, hugs- aði hún með sér-. „Óvarkárnin kem- ur manni í koll". Hún hellti yfir hann óþvegnum skömmum og rak hann á dyr. Er hann ráfaði um eina verzlun- argötuna í döpru skapi, kom hann í flasið á brúðguma, som Gleiðgosi hét. Hann kom þrammandi í broddi fylkingar undir háværum trumbu- slætti. Hverhlýtur slóst í hópinn. En þar sem brúðkaupsathöfnin skyldi fara fram innan stuttrar stundar, stóð brúðurin, er var kaupmanns- dóttir, fyrir utan dyrnar á húsi föð- ur síns, sem var við aðalgötuna. Brúðurin stóð á upphækkuðum palli með sóltjaldi, sem reistur hafði ver- ið í tilefni athafnarinnar. Og þarna stóð brú&urin í sínu glæsilega brúð- arskarti. En rétt í þessum svifum kom bandóður fíll æðandi eftir götunni. Hann hafði drepið fílrekann og slitið af sér öll bönd. Skrúðfylking- in tvístraðist á svipstundu. Allir tóku til fótanna skelfingu lostnir og hlupu í allar áttir. Meðal þeirra var brúðguminn, sem hvarf eins og eldi- brandur út í buskann. En á hætt- unnar stund kom Hverhlýtur auga á stúlkuna, þar sem hún stóð á pallinum skjálfandi af hræðslu. Hann hljóp til hennar og mælti: „Vertu óhrædd. Eg skal bjarga þér". Hann greip utan um stúlkuna og gaf fílnum vel útilátinn snopp- ung fullkomlega rólegur. Og af því að það var vilji forlaganna, þá hunzkaðist fíllinn í burtu. í sama mund kom brúðguminn aftur fram á sjónarsviðið ásamt vinum og vandamönnum. En hann kom of seint, því að annar maður hélt um hönd brúðurinnar. Þegar brúðg- uminn sá þetta, kallaði hann á til- vonandi tengdaföður sinn og mælti: „Komdu hérna, tengdafaðir! Þetta er óhæfa. Þú gafst mér hönd dótt- ur þinnar, en nú hefur þú gefið hana öðrum manni". „Herra minn", svaraði faðirinn, „eg flýði undan fílnum eins og fleiri. Eg var að koma um leið og þið og veit ekki, hvað um er að vera". Hann sneri sér að dóttur sinni og mælti: „Þetta sæmir þér ekki, dóttir góð. Segðu mér, hvernig á þessu stendur". Hún svaraði: „Þessi maður bjargaði lífi mínu úr bráðri hættu. Enginn maður skal fá að halda um hönd mína meðan eg lifi nema hann". Þegar fréttir af atburði þessum fóru að berast um borgina, var kominn hábjartur dagur. Fréttin barst konungsdótturinni til eyrna, og hún skundaði á staðinn. Dóttir lögregluþjónsins fékk og fregnir af því, hvað gerzt hafði, og hún kom einnig á vettvang. Og þegar kon- ungurinn frétti um allan þennan mannsöfnuð, fór hann líka á stúf- ana til að fá að vita, hvað um væri að vera. Hann ávarpaði Hver- hlýt og mælti: „Tala þú hispurs- laust. Hvað er hér um að vera"? Hverhlýtur svaraði: „Hver hlýtur það sem honum ber". Konungsdóttirin minntist nætur- innar og mælti: „Hljóðar guðs lögmál í heimi hér". Þá mælti dóttir lögregluþjónsins: „Ahyggjur engar hug minn hrjá". Og er kaupmannsdóttirin heyrði þetta, mælti hún: „Enginn tekur neitt mér frá". Konungurinn lýsti því yfir, að all- ir mættu frjálsir fara. Hann komst að hinu sanna með því að tengja saman söguþættina. Og hann sló botninn í söguna með því að gefa Hverhlýt dóttur sína og þúsund jarð- ir. Þá minntist hann þess, að hann VIKAN 49. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.